Vikan


Vikan - 07.12.1961, Blaðsíða 10

Vikan - 07.12.1961, Blaðsíða 10
SMÁSAGA EFTIR ROBERT BENCHLEY ELÞEKKT máltæki er staðfest með þeirri staS- reynd, að allir hafa ánægju af að tala um reynslu sína hjá tannlækninum. Árum saman hafa verið ritaðar litlar greinar sem jjessi, varðandi mál- fefnið. Litlar skrítlur, svipaðar þeim sem ég mun bráð- lega segja hafa verið gerðar og fólk yfirleitt sagt öðru fólki nákvæmlega frá tilfinningum sínum þegar það Skreiðist upp i gamla, rauða, leðurklædda gálgann. „Ég skal segja þér hvað ég hata,“ segir það með mik- illi ánægju, „þegar hann tekur þessa litlu nál og byrjar að skrapa. Ugh!“ „O, ég skal segja þér hvað er verra en það,“ Segir vinurinn og vill ekki láta slá sig út, „þegar hann er að þreifa kæruleysislega fyrir sér og hittir á taug. Av!“ Og ef fleiri en tveir eril saman grípa allir fram 1 og segja frá því livað hann eða hún álítur vera versta augnablikið hjá tannlækninum. Allir viðstaddir skemmta sér konunglega og ehginn bettir en sá, sem mest hefur þjáðst. Þessu hefur farið fram síðan fyrsti tannlæknirinn setti upp skilti sitt. Meðal annara orða, hvenær byrjaði eiginlega þetta svívirðilega tannlækningakerfi sem nú er allsráðandi. Það getur ekki verið svo langt síðan að rafmagnsborinn var fundinn upp og hvar væri tann- læknir án rafmagnsbors? Samt heyrist aldrei neitt um Amalgam fyllingardag, eða nokkurt annað afmæli tann- lœkninga. Það Iilýtur að vera ríkjandi samsæri innan stéttarinnar um að halda leyndum nöfnum þeirra manna sem bera ábyrgð á þessu. Hvað sem það kunna nú að vera mörg ár sem tann- læknar hafa stundað iðn sina hefur fólk samt aldrei jireytzt á þvi að tala um tennur sínar. Þetta stafar sennilega af hinum órannsakanlegu vegum náttúrunnar, sem sífellt sér fyrir nýjum tönnum til að ræða um. Sannleikurinn er sá, að hinn raunverulegi tími í stóln- um er aðeins brot af öllum þeim þjáningum sem málið útheimtir. Tíminn á undan, sem enginn talar um, er miklu verri. Hann varir frá þvi að skemmda tönnin er uþpgötvuð og þar til tannlæknirinn stígur á sjálf- virku lyftuna, sem lyftir þér í stólnum. Deyfing við tannaðgerð er i sjálfu sér mjög mannúðleg, en hún ætti að hefjast þegar sjúklingnum verður fyrst ljóst, að hann þarf áð fara til tannlæknis. Frá þvi andartaki og þar til fyrsta spólun hefst ætti hann að vera hulinn algleymi. Það er áreiðanlega ekki hræðilegra augnablik til en þegar tungan kemur skyndilega í áhyggjulausum leik að hinu skörðótta bili, þar sem áður var gamalkunnug fylling. Heimurinn stöðvast og þú horfir hugsi út í horn. Síðan k'ippirðu tungunni burt og reynir að brosa að öllu saman. Þú segir við sjálfan þig: „Hvaða vitleysa, góði minn!“ Það er ekkert að tönn- inni. Þú ert aðeins taugaspenntur eftir erfiðan dag, það er allt og sumt.“ Eftir að hafa komizt að þessari snjöllu niðurstöðu rennirðu tungunni laumulega aftur eftir tanngarðinum í veikri von um að hún komist klakklaust á enda. 10 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.