Vikan


Vikan - 07.12.1961, Blaðsíða 39

Vikan - 07.12.1961, Blaðsíða 39
AMARCT KARLMANNANÆRFÖTIN EIGA MIKLUM VINSÆLDUM 2 AÐ FAGNA — ENDA í SENN ÞÆGILEG OG ÓDÝR „Þú veizt það ósköp vel. Vegna þess að ég er ástfanginn af þér," svaraði hann. Hún leit niður í hendur sér og svar- aði því engu. Það tók að líða á sumarið. Þegar ágústmánuður hófst, varð Carey ekki mönnum sinnandi. Nú var ekki langt í það að Martin kæmi til baka. Hann megraðist. Hann spurði hana hvort þau myndu hittast i kaffistof- unni þegar hausta tæki og það kvaðst hún ekki vita. Allt sumarið virtist hafa farið til einskis, allt hans hug- strið til einskis háð. Kvöld nokkurt í blóðskaparveðri stóð hann upp frá bóklestrinum og tók sér göngu. Hann vissi ósköp vel hvar henni mundi ljúka; vissi hvar íbúð þeirra Martinshjóna var — á neðstu hæð í nýjum stúdentagarði, og fylgdi henni verönd girt lágu limagerði, en efri íbúðirnar voru með svölum. Það var dimmt í öllum glugg- um á íbúðinni þegar hann nálgaðist, en hann heyrði útvarpstónlist út um glugga á næstu íbúðum. Hann vissi að hún var einmana á kvöldin, það hafði hún sjálf sagt honum. Senni- lega hafði hún því skroppið í heim- sókn til nágrannanna. Hann hafði gert sér vonir um að hann fengi að sjá hana, Þótt ekki væri nema rétt i svip, og hann gerði alls ekki ráð fyrir að hún byði honum inn þótt hún yrði vör ferða hans. Hann nam staðar á flötinni úti fyrir limagerð- inu; þá er ég kominn erindisleysu á áfangastað, hugsaði hann með sér, og hyggilegast fyrir mig að halda heim aftur. „Carey ...“ Það var hún, sem hvisl- aði nafn hans. Hann leit við sem snarast. „Ég er hérna," hvíslaði hún enn. Hann steig yfir limagerðið. 1 myrkrinu gat hann rétt aðeins greint hana, þar sem hún sat i lágum svala- stól. „Sæl, Polly,“ sagði hann og nam staðar frammi fyrir henni. „Fáðu þér sæti," mælti hún. „Má ekki bjóða þér eitthvað að væta með kverkarnar." Hann vissi ekki hvaðan á sig stóð: veðrið. „Jú ... vissulega, þakka þér fyrir." Hún stóð á fætur, brá sér inn fyrir og kom aftur að vörmu spori með ginnflösku og sódavatn og tvö glös á bakka. Hann sagði: „Ég mundi hafa ILMA BOKUNARVORUR Tími kunningjaheimsókna og samkvæma er hafinn. - Húsmæðurnar leggja sig fram með að auðsýna sem mesta gestrisni. - Heima- baksturinn er þar snarastur þáttur. Bökunarvörur sem húsmæðurnar geta treyst eru frumskilyrði fyrir góðum árangri. Ilma lyftiduft, Ilma eggjagult og Ilma kökukrydd verður fyrir valinu enda ber það af. yiKAN gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.