Vikan


Vikan - 07.12.1961, Blaðsíða 25

Vikan - 07.12.1961, Blaðsíða 25
AROÐURSTÆKNI TRUBOÐSINS Doktor Matthías Jónasson: Þekktu sjálfan þig — Bréf frá „reiðum farþega“. „Á mannkindin hvergi griðland fyrir áróðri? Má liann flæða yfir mann, livar sem maður er staddur, á vinnustað, i veitingahúsi og jafnvel i strætisvagninum? Skiljið þið ekki, að heyrn manna sljóvgast við þetta? Menn hleypa sér bara i þrjózku, loka sér, hrynja sig andúð. Þetta er ekki hættulaust. Ógeð manna getur magnazt svo, að þeir daufheyrist við boðskap, sem annars hefði orðið þeim hjartfólginn. Ég hef t. d. orðið fyrir því að hlusta á jarðarför i strætisvagni. Fátt þykir mér óviðkunnanlegra. Ég hef setið undir predikun í veitingahúsi. Ég ræð útvarps- prestinum til að reyna það, áður en hann varpar ölium vanda trúboðsins yfir á tæknina. Rödd predikarans rennur saman við marklaust skvaldur og hvers kyns liávaða. Er þetta þjálfun í andlegum sijóleika? Ég hélt að boðun trúarinnar ætti að leiða til andlegrar vakningar. Boðun trúarinnar er svo þýðingarmikill þáttur i starfi prestsins, að liann verður að helga henni rétta stund og réttan stað, svo að hún veki það hugarfar, sem eitt er næmt á hinn helga boðskap. Lengsta tið kristninnar hefur staðurinn verið kirkjan, sem vígð er þvl hlutverki, að menn hlýddu þar guðs orði og ræktu trú sína i auðmýkt og sameiginlegri bæn. Ég tel það varhugaverða breytingu, að helgiathöfn kirkjunnar sé varpað út i glaum hversdagsins. Þar verður hún aðeins ein trumba í þeim ærandi áróðurs- glaumi, sem spillir geðró manna og vekur þeim óbeit. Þessu bið ég þig að koma á framfæri i dálkum þínum. Reiður farþegi“. SEFJUN OG GAGNSEFJUN. Bréfritarinn beinir spurningum sinum auðvitað ekki tii mín, enda ráðum við vist báðir jafnmiklu um það, að kirkjan tekur útvarpstæknina i þjónustu sína. Hann virðist óttast, að messan glati sefjunarmætti sinum og valdi jafnvel gagn- sefjun, ef hún blandast i annir og ys, eins og hlýtur að verða um útvarpsmess- una. Þetta styðst eflaust við nokkur rök. Tæknin er ávallt hávaðasöm, en fátæk af þeirri friðsælu kyrrð, sem guðrækileg íhygii og bæn þarfnast. Því lokar út- varpspredikunin oft hugskoti manns fyrir þvi, sem eyru hans heyra. Fyrir mörgum verður hún aðeins þáttur í þeim ærandi hávaða, sem giymur í eyrum þeirra. En tilætlaður árangur guðsþjónustunnar er framar öRu fólginn i þeim hug- hrifum, sem hún veldur. Prestinum veitist áreiðanlega ekki alltaf auðvelt að vekja viðeigandi hugblæ hjá söfnuði sínum, þó að hinir trúuðu sameinist i kirkjunni og eigi þannig kost á að taka beinan þátt i athöfninni. Miklu erfiðara hlýtur það þó að vera, ef hver hlustandi er einangraður, e. t. v. í annarlegu umhverfi, þar sem glaumur og hávaði rjúfa hugblæ hans jafnskjótt og hann myndast. Hættan við þetta form guðsþjónustunnar er sú, að menn iáti sér nægja að hlusta með öðru eyra og hálfri athygli, meðan liugur þeirra er á valdi óskyldra umhverfis- áhrifa. Úr því getur þá orðið þjálfun í andlegum sljóleika, eins og bréfritarinn nefnir það. Samt er gagnsefjunin miklu fjær þvi hugarfari, sem kirkjan vill móta með helgi- athöfn sinni. Farþeginn í strætisvagninum, gesturinn á veitingakránni, verkamað- urinn á vinnustað er oftast svo gersamlega óviðbúinn þeim boðskap, sem útvarpið Framhald á bls. 44. Orð prestsins hafa engan veginn sömu áhrif í skvaldri veitingahússins og hávaða vinnustaðar- ins eins og í kirkjunni. Það er eins líklegt að boðskapurinn hafi öfug áhrif ef hann er fluttur á óviðeigandi stað.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.