Vikan


Vikan - 07.12.1961, Blaðsíða 11

Vikan - 07.12.1961, Blaðsíða 11
Biðstofan var eins og allar hinar, lyfjalykt, óhugnanlegt suð, eldgömul tímarit og hinn þögli, ólundarlegi hópur bíðandi sjúklinga, þar sem hver og einn reynir að vera áhyggjulaus á svipinn og fyrirlítur alla hina. En þarna er það! Það er ekki um að villast. Einhver verður að fylla í þessa tönn og sá eini sem getur sett eitthvað endingargott í hana er tannlæknirinn. Þú brýtur heilann um, livort þú getir ekki lappað eitthvað upp á hana sjálf- ur svona um stundarsakir ■— eitt ár eða svo — kannslci með tyggigúmmí eða einhverju þes's háttar. Þetta er nokkuð aftarlega og kæmi ekki til með að sjást. En þetta hljómar illa, jafnvel í eigin eyrum.. Þú viðurkennir með sjálfum þér, að þar eð fylla verður í tönnina, sé eins gott að það sé tannlæknir sem gerir það. Þegar þetta hefur verið ákveðið er aðeins eftir að hringja í tanniækninn og biðja liann um tíma. Gerum ráð fyrir að þessi ákvörðun sé tekin á þriðjudegi. Siðdegis þann dag byrjar þú að leita að númeri tannlæknisins í símaskránni. Fagnaðarbylgja gagntekur þig þegar þú upp- götvar, að það er þar ekki. Hvernig á að búast við því að þú getir pantað tima hjá manni sem ekki hefur síma? Og hvernig á að fylla i tönnina án þess að panta tíma? Það er ómögu- legt. Guð er til vitnis um að þú gerðir það sem þú gazt. Á miðvikudag hefur sviðinn nokkuð aukizt vegna þess hve illa tókst til við að súpa á is- vatni. Þú ákveður, að þú verðir að ná sam- bandi við þennan tannlækni þegar þú kemur úr mat. En þið vitið hvernig þetta er. Eitt og annað kemur í veg fyrir framkvæmdir og það þurfti að sýna manni utan af landi skrif- stofuna og þegar þú gazt loks um frjálst höfuð strokið var klukkan orðin fimm. Og tönnin angraði þig hvort sem var ekki aftur. Með gætni yrði sennilega hægt að komast af með hana i þessu ástandi þar til i vikulokin þegar minna verður að gera. Maður verður nú þrátt fyrir allt að hugsa um atvinnu sína og hvað eru svolítil óþægindi frá skemmdri tönn í saman- burði við ánægjuna af vel unnu starfi á skrif- stofunni? Á laugardagsmorgun hefur þú nokkurn veginn sætt þig við að ráðast i þetta, en nú er aðeins hálfur vinnudagur og læknirinn hefur hvort sem er sennilega engan lausan tíma. Mánudag- ur er rétti dagurinn. Þú getur byrjað vikuna sem nýr maður. Þegar allt kemur til alls er mánudagur einmitt dagurinn til þess að fara til tannlæknis. Snemma á mánudagsmorguninn reynir þú aftur til við símaskrána og finnur þér til skelf- ingar, að einhvern tíma síðan á þriðjudag hefur nafni tannlæknisins og símanúmeri verið bætt inn i símaskrána. Þarna er það. Það er ekki hægt að komast hjá því: „Jón Jónsson tann- læknir, sími 41250.“ Það er ekki um annað að ræða en hringja i hann. Sem betur fer er það á tali, en það gefur þér gilda ástæðu til að fresta þessu þar til á þriðjudag. En á þriðju- dag eltir ólánið þig og þú nærð sambandi við lækninn sjálfan. Ákveðinn er timi á fimmtu- dag kl. hálf fjögur. Siðdegis á fimmtudag og það er aðeins þriðjudagsmorgunn! Hvað sem er gæti gerzt á þeim tíma. Við gætum sagt Mexikó striði á hendur og þú yrðir að fara i herinn hvað sem tannlækninum liði. Svo sannarlega gæti maður ekki látið skemmda tönn standa i vegi fyrir því að gera skyldu sína fyrir föður- landið. Eða bylting getur hafizt á miðvikudag og á fimmtudag er borgin rjúkandi rústir. Þú sérð sjálfan þig í anda við rústir ráðhússins i hörðum bardaga við rauðliða, segjandi í hljóði, andvarpandi af feginleik: „Að hugsa sér! Á þessu andartaki átti ég að stíga i stólinn hjá tannlækninum!“ Maður veit aldrei hvenær ham- ingjan getur orðið manni svo hliðholl. En miðvikudagur líður og ekkert gerist. Og fimmtudagsmorgun gengur í garð án þess orð- sending komi frá tannlækninum um að hann hafi skyndilega verið kallaður úr borginni i fyrirlestrarferð. Svo virðist sem allt hafi snú- izt gegn þér. 'Þegar hér er komið, hefur tungan tekið sér fasta bólfestu í holu tönninni og málfar þitt orðið óskiljanlegt af þeim sökum. Þér finnst einhvern veginn að ef tannlæknirinn opni á þér ginið og sjái tungubroddinn i tönninni muni hann láta blekkjast og láta við svo búið standa. Það eina sem þú getur gert er að hringja og segja að þú hafir drepið mann og verið sé að taka þig fastan. Þess vegna getir þú ómögu- lega komið. En hvaða tanniæknir sem er mun sjá i gegnum slíkt. Hann mun aðeins hlægja að þér. Það er sennilega ómögulegt að finna upp þá afsökun sem tanniæknir hefur ekki heyrt áttatiu eða níutíu sinnum. Nei, það er eins gott að ljúka þessu af. Hádegisverðurinn er hræðilegur. Allur vinstri kjálkinn er skyndilega orðinn mjög viðkvæm- ur; slæmskan hefur breiðzt út í næstu fjóra jaxla sitt hvorum megin við þann skemmda. Þú efast um að læknirinn geti hreyft nokkuð við því. Kannski ætlar hann aðeins að líta á það í þetta skipti. Þú gætir jafnvel stungið upp á því við hann. Þú gætir auðveldlega komið aftur seinna og látið þá framkvæma aðgerðina. Klukkan nálgast hálf fjögur. Það er annars andstyggilegur tími dags. Einmitt þegar mað- ur er slappastur. Áður en þú gengur inn í bygginguna, þar sem tannlækningastofan er til húsa, lítur þú i kringum þig i sólskininu á hamingjusamt og áhyggjulaust fólkið sem hraðar sér eftir götunni. Hvað veit það um lífið? Sennilega hafa aldrei svo mikið sem barnstennur angrað manninn þarna með bjánalega hattinn. Jæja! Svona er nú iífið! Inn í lyftuna. Síðasta vonin er úti. Dyrnar skella aftur og þú lítur vonleysislega á heimsku- leg andlit fólksins í kringum þig. Hvernig getur fólk verið svona asnalegt? Það er auðvitað alltaf möguleiki, að lyftan falli niður og þú stórsias- ist. En það er of mikið að búast við slíku. Þii skýtur þvi burt úr huga þinum sem draumsýn. Slikt happ skeður ekki í raunveruleikanum. Þú finnur til hetjulegrar hreykni, þegar þú segir lyftuverðinum á hvaða hæð þú ætlar út. Þú hefðir eins vel getað sagt honum skakkt til um eina hæð og það hefði að minnsta kosti skapað töf. En þegar allt keniur til alls, verður maður að sýna karlmennsku sína, og það minnsta sem þú getur gert er að segja rétt til um ákvörðunarstað. Of oft hefur biðstofu læknis verið lýst til þess að ég fari að reyna það hér. Þær eru allar eins. Lyfjalyklin, óhugnanlegt suð innan úr læknisstofunni, eldgömul tímarit og hinn þögli, ólundarlegi hópur biðandi sjúklinga þar sem hver reynir sem bezt hann getur að virðast áhyggjulaus og fyrirlítur innilega alla hina í herberginu — öllu þessu hefur verið lýst af færari mönnum en mér. Ekki svo að skilja, að ég í raun og veru álíti að þeir séu færari en ég, en þetta er hin venjulega afsökun fyrir Framhald á bls. 50. VIKAN U

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.