Vikan


Vikan - 07.12.1961, Blaðsíða 21

Vikan - 07.12.1961, Blaðsíða 21
— Næstum þvi, eins og bezt getur farið um mig, svaraði hann og kyssti fingurgómana á vinstri hönd hennar. — Hvað skortir þá enn á? spurði hún. — í>ú veizt það. Hvers vegna spyrðu þá? Hún þrýsti andlitinu að barmi hans. — Já, ég veit það, hvislaði hún. Við þráum alltaf þá alsælu, sem okkur veitist þó aldrei. Hann andaði í hár henni, teigaði síðan að sér ilminn af líkama henn- ar, og kannaðist hvorki við orð sín né hugsanir. •—■ Fyrir svo sem klukkustundu sið- an, hefði ég ekki trúað þvi sjálfur, að ég gæti nokkurntima gert mér vonir um að njóta fullkominnar sælu. En nú ... ég veit ekki hvað segja skal. Hver veit nema hún fyrirfinnist. Hvers vegna viltu ekki trúa þvi með mér ... — Hún fyrirfinnst eflaust, en hún varir aldrei nema andartak. Það er eins og þorstinn vakni stöðugt aftur, sterkari en fyrr ... — Ég er hræddur um, að ég muni taka mér helzt til sterk orð í munn ... — Gerðu það þá ... Hvaða orð er það, sem þú óttast? — Ást, svaraði hann. Ég hef lesið allt það um sálarfræði, sem ég hef Stolnar unaðsstundir þeirra voru þeim allt — en þeirra vegna var lif annarar manneskju í veði. yfir komizt. Það hefur fylgt starfinu. En ástin er tilfinning, sem ég fæ þó ekki skýrt. — Og ég sem hélt að allir læknar litu á ástina eingöngu sem afleið- ingu vissrar hormónasamsetning- ar ... — Ef þú gerir aðra tilraun til að vera kaldrifjuð, skal ég sýna þér í tvo heimana, kelli mín .. . — Fyrirgefðu, — en ég þekki ást- ina sem slíka ekki nema af afspurn. — Þú veizt áreiðanlega meira um hana, en þú lætur.... Hann lyfti höfði hennar, kyssti hana heitt og ástríðuþrungið. Hún brosti og tár hrundu niður vanga henni. — Ástin . . . hún er fólgin í því að bíða, vona og þrá, en fyrst og fremst er hún fólgin í fyrirheitinu um annað og meira ... stöðugt áframhald, stöð- uga endurnýjun. Að þrá sífellt annað meira en manni gefst ... þyrsta án afláts og vita að þorstinn verður aldrei slökktur til fulls, enda þótt honum verði svalað hverju sinni ... i bili ... —■ Þú virðist fara furðu nálægt því rétta. —- Þessa vizku tileinkaði ég mér sem barn, svaraði hún lágt. Enda þótt það væri hin himneska ást, sem þá var um að ræða. Sú ást, sem gefur fyrirheit um eilífa sælu. Svo sterk eða víðfeðm gat þó trú mín aldrei orð- ið. En ég hugsaði mér það þannig, að jarðnesk ást væri litla systir þeirr- ar himnesku, en að eðli til væru báðar eins ... endurtekning, áfram- hald, fullnæging, hvenær sem maður kýs og eins oft og maður kýs ... — Amen, mælti hann af uppgerðar virðuleik. — Nú tek ég til þín, sagði hún. ■— Þá það, svaraði hann og kyssti hana enn. Hún lá þögul með lukt augu og hlustaði á léttan andardrátt hans, sem einn rauf þögnina. Hingað til hafði það alltaf verið svo auðvelt og einfalt. Hvers vegna varð það svo örðugt nú, þegar þau höfðu gert sér það Ijóst að það var allt annað, djúp- lægara og varanlegra en stundarfýsn, sem vakti brunann í blóði þeirra. Þeg- ar þau gerðu sér það bæði ljóst, að það sem áður hafði gerzt á milli Þeirra, og hlaut einnig að gerast nú, mundi upp frá þessu tengja þau ó- rofaböndum, hvort sem þeim var það ljúft eða leitt. . .. ég get ekki komið í veg fyrir að það endurtaki sig; ég vil það sjálf, þrái ekki annað heitara en að mega sogast með honum út í hringiðu ó- sjálfræðisins, niður í djúpin myrku ... ég þrái það ... þrái að það verði ekki aðeins nú, heldur aftur og aftur ... því að þorstinn verður ekki slökktur, aðeins svalað, og æðsti un- aður fullnægingarinnar er fólginn I fyrirheiti um endurtekningu ... sár- asta kvöl hennar í þeim grun, að það verði aldrei aftur ... — Sonja? — Já. — Þráir þú ... — Já. En að þessu sinni er ég hrædd og kvíðin ... Hann þrýsti henni fast að sér, og það var eins og grátkökkur kæmi í háls hans. Hún greip hendinni í hár honum, dró hann að sér og kyssti hvarma hans. — Ég geri þér það svo erfitt ... — Nei, svaraði hann og hristi höf- uðið. Það er ég, sem hef gert okkur báðum erfitt fyrir. — Ert þú líka hræddur? — Ég er hræddur, vegna þin. — Jan, horfðu i augu mér. Nú get- urða séð, að ég er ekki hrædd leng- ur. Að ég vil og þrái ... Heit glóðin í augum henni sefaði hann, svo að hann gat einnig brosað. Hún strauk andlit hans mjúkum góm- um, eins og hún vildi þar með segja eitthvað, sem ekki yrði sagt með orð- um. — Þetta líður hjá, sagði hann. Þú hefur leyst okkur bæði úr viðjum. — Og næst? — Þá verður það líka auðveldara, fyrst okkur hefur einu sinni tekizt að sigrast á hræðslu okkar. — Ertu viss um það? — öldungis viss ... En svo gerðist hann alvörugefinn aftur. — Sonja, þetta verður okkur hættu- legt. Við viðurkennum það bæði, að þetta hafi allt aðra og dýpri merk- ingu en fyrr. Og þannig verður það héðan af. Hún sagði ekki neitt við þvi, vissi að hann hafði þar á réttu að stenda. Nú var það ekki lengur stundarfýsn, sem réði atlotum þeirra, hafði kannski í rauninni aldrei verið það, sem þeim réði, þótt þau gerðu sér það ekki Framhald á bls. 4G.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.