Vikan


Vikan - 25.01.1962, Blaðsíða 3

Vikan - 25.01.1962, Blaðsíða 3
Hugmyndin var góð . . . Sé um tæknilegar uppfinningar að ræða, er það ekki alltaf nóg að hug- myndin sé góð. Stundum er hún ekki tímabær, eða hún er orðin á eftir tímanum, þegar hún er að komast í framkvæmd. Stundum er það skortur á fé, sem veldur að aldrei verður neitt úr neinu og hugmyndin gleym- ist. Árið 1939, eða skömmu eftir að síðari heimsstyrjöldin brauzt út,. kom maður nokkur að máli við sér- fræðinga sænska sjóhersins. Þessi maður hafði fengið hina snjöllustu hugmynd, þegar hann var vitni að því hve tamin sæljón gátu leikið margar listir. Því ekki að nota seli gegn kafbátum? Temja þá þannig, að þeir syntu að kafhátunum, búnir kröftugri sprengju þannig gerðri, að hún springi sjálfkrafa, þegar selur- inn væri kominn mátulega nálægt. Sérfræðingunum leizt svo vel á hug- myndina, að tafarlaust var hafin selatamning i þessu skyni úti í sænska skerjagarðinum — að sjálf- sögðu með mestu leynd. Þegar nokkrir byrjunarörðugleikar voru yfirstaðnir, var talið koma í ljós að huginyndin væri vel framkvæm- anleg, að minnsta kosti við vissar aðstæður. En um svipað leyti voru fundin upp fjarstýrð og sjálfstýrð tundurskeyti, sem tóku tömdu sel- unum fram, og að því vitað er hafa þessar tilraunir lagzt niðuí. Og hver veit samt nema sænskir haldi þeim áfram með mestu leynd, og hafi heila hjörð sprengjusela til taks gegn kafbátum Rússa í Eystrasalti? Ein mínúta - 23 milljónir dollara. Stærsta flugvélin, sem enn hefur' verið byggð, komst a'.drei nema 25' metra í loft upp. Howard Hughes, kvikmyndaframleiðandi, margmill- jónari og flugkaþpi, stóð fyrir smíði liennar og flaug henni sjálfur í þetta eina skipti. Þetta var tröllaukinn flugbátur, nefndur „Herkules", gerð- ur að mestu leyti úr tré; vænghafið 100 m og þyngdin um 180 smálestir. Þessi risaflugvél var knúin átta hreyflum, 24000 ha. samanlagt og átti að geta tekið 700—750 farþega, og einkum ætluð til herflutninga. Henry Kaiser, sem frægastur varð fyrir skipasmíðar sínar í síðari 'heimsstyrjöld og s'iðar fyrir bfla- framleiðslu sina, hafði samnings- bundið sig til að smiða 5000 slikar flugvélar á mettima; en það var und- ir styrjaldarlokin og hernaðaryfir- völd Bandamanna misstu allan á- huga á fyrirtækinu, þ.egar sigurinn var framundan. Þá tók Howard Hughes að sér að hrinda hugmynd- inni í framkvæmd, og reynsluflug þessa fyrsta og eina Herkulesar-flug- báts fór fram þann 2. nóvember 1947, en þá hafði smiði hans kostað .um 23 milljónir dollara. Eftir það :iá Herkúles í hafnarkví, en varð fyr- ir miklum skemmdum árið 1953, jþegar skilveggur i kvinni brast. Síð- an hefur hann legið og fúnað innan girðingar i grennd við höfnina í iLos Angeles. Tucker - dýrasti bíll, sem um getur. Það voru aldrei framleiddir nema 49 bílar af Tucker-gerð, en kostnað- urinn við framleiðsluna nam 26 milljónum dollara. Preston Tucker, framleiðandi, dó árið 1956, fimmtiu <og þriggja ára gamalt, en niu árum áður hafði hann komið af stað því stórkostlegasta bílasvindli sem um getur, verið ákærður fyrir — og sýknaður. Þegar bílaskorturinn var sem til- ffinnanlegastur fyrstu árin eftir lok isíðari heimsstyrjaldarinnar, tókst 'Tucker að fá fjölda manns til að 'leggja fé í framleiðslu á „heimsins :bezta og fullkomnasta — og ódýr- asta bíl, „Tucker Torpedo“.“ Yfir- byggingin átti að vera úr plasti og léttmálmi, sérfjöðrun á hverju hjóli, rafkerfið 24 volta, og hreyfillinn, sem var að miklu leyti gerður úr léttmálmi og með ótal endurbótum, var 150 hestafla, hámarkshraðinn 200 km, en benzíneyðslan ekki nema einn litri á mílu. Þegar Tucker hafði framleitt 49 slíka bíla, og 150 hreyfla, fór hann á hausinn. Nokkr- ir af Tucker-hreyflunum kváðu vera ■ enn i notkun og hafa reynzt vel; meðal annars kvað benzíneyðslan hafa staðizt áætlun. •Orrustuskip úr steinsteypu. Árið 1941 k.eypti sænska flota- málaráðuneytið uppfinningu af Sven Lundbergh verkfræðingi — orrustuskip úr steinsteypu, sem ekki átti að geta sokkið á hverju sem gekk. Uppfinningin hefur verið stimpluð hernaðarleyndarmál, en þó er vitað að skrokkur skipsins átti Útgefandí: Hilmir h.f. Kitstjöri: ' Gfsli Sigurðpson (úbm.) Áugljs'mgantjóri: . Jóhaunes Jörundsson. Pramkvœmdastjóri: Hilmar A. KristjánBson. . Ritstjórn. og,-haúglýaingar:. Skipholti .L' 33. Símar: k5320,- 35321,-35322. Pýsþ/ hóif 145: .AfgretBsjaog dyeifíngi, Blaðadreiífng, Miklublúút 35, 36720. i>rci fíngarstjórl: óskar Ká son. VerB’í lausasölu'kr./'l'S. Aski . arvcrð er 200 kr. ársÞriBjongsI.ega, . greiðist • fyrirfram. Prentun:, Hilmir^,;; h.f. Myndamót: Rafgraf h.t / næsta blaði verður m. a.: * Vikan og tæknin: Að safna gömlum bílum o. fl. ¥ Deilt með einum. — Smásaga eftir Franklín Þórðarson. ¥ Þá var stórseglið óviðráðanlegt, en fokkan rifnaði í tætlur. Síðari hluti endurminninga Sigurðar Sumarliðasonar, fyrrum skipstjóra. Jónas Guðmundsson, stýrimaður, tók saman. Uppgjör á sjó. — Smásaga. * Fjórði hluti verðlaunakeppninnar. 40 fermetrar af Axminster- teppi í verðlaun. * D.ulheimar hugans. Grein um sálkreppur og sálgreiningu eftir Dr. Matthías Jónasson. ¥ Lesendur Vikunnar velja „Ungfrú íslands 1962“. Undirbún- ingur er hafinn fy,rir pæstu fegurðarsamkeppni og fyrirkomu- lag keppninnar yerður Jíynnt í næsta blaði. V Kennedy á háskólaárunum i Harvard. Hvernig var Kennedy í skóia, hvernig námsmaður var hann og félagi? Greinin segir frá því öllu saman og ýmsum skemmtilegum atvikum frá skólaárum hans. að vera úr eins konar fraijðsteypij, sem er ákaflega létt, en klæddur lagi úr sérstakri steinsteypu, sem er stórum mun skotharðari en sterkasta stál. Ekki er vitað hvort Sviar hafa í hyggju að „steypa“ slíkt orrustu- skip á næstunni. Flugbrautir úr ís ... Þegar átökin milli flugvéla Banda- manna og kafbáta Þjóðverja um skipalestirnar stóðu sem hæst í sið- ari heimsstyrj öld, kom brezkur hug- vitsmaður fram me'S þá hugmynd að gera flugvelli eða flugbrautir úr ís úti á Atlantshafi. Þvi ekki það? — þegar var hafizt handa um tilraunir, og þegar venjulegur ís reyndist ekki nógu traustur, voru gerðar brautir úr rennbleyttum, frystum pappír, sem reyndust nothæfar, væri „byggt yfir þær“ til að verja þær sól og regni. Þegar friður komst á, minnk- aði áhuginn nokkuð, en þó eru marg- ir sérfróðir menn, sem telja enn, að þarna sé um að ræða einu hugs- anlegu lausnipa varðandi lending- arstaði á Atlantshafi. Peningarnir - afl þeirra hluta . . . Omega-hreyfillinn eða pendúl- hreyfillinn, vakti mikla athygli 1950, þegar Englendingurinn, Gran- ville Bradshaw, smíðaði einn slikan hreyfil í tilraunaskyni, sem vó ekki nema 12 kg, en framleiddi 53 hest- öfl. Því var spáð að þessi hreyfill mundi valda byltingu á sínu sviði, en siðan hefur hans lítt heyrzt getið, Þessi uppfinning er talin mjög snjöll, og sérfræðingar segja, að hún búi yfir miklum möguleikum, þegar nauðsynlegar endurbætur hafi verið á henni gerðar. En — þvi er almennt lia.dið fram, að uppfinningamaður- inn hafi ekki enn getað fengið nógu fjársterka menn í lið við sig, sem vilji hlíta þeim skilmálum, er hann setur og þess vegna kunni að verða nokkur bið á byltingunni. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.