Vikan


Vikan - 25.01.1962, Blaðsíða 23

Vikan - 25.01.1962, Blaðsíða 23
Hér sér þriðji þáttur þessarar verðlaunakeppni dagsins ljós. Það ætti að verða auðvelt að finna tvo hluti, sem ekki eiga heima í stofunni, að minnsta kosti eru það óalgengar mublur þar sem við þekkjum til. Keppnin er sem sagt fólgin f því að finna þessa hluti, skrifa heiti þeirra á getraunaseðilinn og síðan er bezt að bíða eftir næsta blaði og sjá, hvað þá kemur. Það mun varla vera of djúpt í árina tekið að segja, að gólfteppi sé óskadraumur hverrar húsmóður — að minnsta kosti þeirra, sem ekki eiga eitt slíkt þegar. Allir vita að enginn einn hlutur er til, sem gerbreytir einu heimili svo sem gólfteppi megnar að gera, ekki sízt, þegar það er skorið út í hvert horn, eins og vinnandinn getur látið gera. Þeir munu koma frá Axminster og taka mál og sfðan með teppið samsaumað og 40 fermetrar ættu að nægja á stofu, gang og forstofu í meðalstórri íbúð. Axminster-teppið er úr íslenzkri ull og löngu þekkt gæðavara, sem mælir með sér sjálf. HALDIÐ ÖLLUM GETRAUNASEÐLUNUMISAMAN ÆMINSTER VERÐMETI 30 KIS. KRONUIt — Klippið hér — GETRAUNARSEÐILL C. Það eru tveir hlutir, sem ekki eiga heima í stofunni og þeir heita: Ég heiti: Heimili: Við höfum þegar kjörið ungfrú til þess að draga úr réttum ráðning- um, þegar þar að kemur. Hún heitir Guðrún Ólafsdóttir og hún kippir einum, já aðeins einum miða upp úr pokanum og þá verður ein- hver stóru Axminsterteppi ríkari. Sími VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.