Vikan


Vikan - 25.01.1962, Blaðsíða 33

Vikan - 25.01.1962, Blaðsíða 33
tetlaS að gera við þessi fimmtiu sterl- ingspund?, Ætlaði. hún kannski að kaupa fyrir þau gjöfina handa honum sem hún hafði verið að tala um? Og ef hún hafði gert það — hvar vai þá gjöfin niðurkomin? Jane hafði ailt- af sagt, að hún mundi ekki hreyfa við þessum peningum nema í sérstök- um tilgangi, og það var henni ólíkt að breyta þeirri ákvörðun sinni. Og hver var þessi leyndardómsfulli „G.H.“? Og hvað var það, sem hún þóttist fullviss að Mark grunaði ekki? Hvernig var unnt að gera sér i hug- arlund að þetta væri allt saklaust. Setningin, sem Jane hafði hripað með blýanti á dagbókarblaðið, brenndi sig í vitund hans eins og hún hefði verið skráð þar með glóandi járni. Jú, hún hafði haft rétt fyrir sér. Mark, það erkifífl hafði ekki grunað neitt. Hann minntist kveðjukossins á járnbrautar- stöðinni um morguninn. Átti hann að vera eins konar afsökun fyrirfram, á því, sem hún hafði þegar ákveðið að brjóta gegn honum? Og Mark iðraði þess nú, að hann skyldi hafa látið systir Jane taka alla þá muni á brott, sem verið höfðu í hennar einkaeign — það var ekki að vita, nema þeir hefðu getað veitt nokkra vísbendingu. Undir dögun varð Mark reikað út í garðinn eftir svefn- lausa nótt. Honum var orðið það ljóst, að hann yrði að ráða þessa gátu og sigrast á efa sínum, ef hann ætti nokkru sinni að ná aftur andlegu jafn- vægi. Hann gerði sér ljóst, að enda þót svo kynni að fara, að hann kæm- ist að raun um að hann hefði látið ástina blinda sig þessi ár, mundi hann þola það. Sannleikurinn var aldrei svo miskunnarlaus, að ekki væri hann auðbærari en nagandi kvöl efans, og ef ímynd sú, sem hann hafði gert sér af Jane, var falsmynd ein, þá var honum sjálfum fyrir beztu að henni yrði hrundið af stalla. Kæmi hins veg- ar hið gagnstæða í Ijós — að Jane hefði verið honum sú, sem hann alltaf hugði — þá mundi hún áreiðanlega skilja það, þar sem hún var nú, að það var eingöngu fyrir ást hans og harm, að efinn varð honum svo óþol- andi, og hún mundi fyrirgefa honum það. Hann gekk enn inn í húsið, rakleitt inn í svefnherbergið og féll á kné við rekkjuna, sem þau höfðu sofið í hverja nótt, eftir að þau komu heim úr brúðkaupsferðinni til Parisar. Og hann bað þess aí heitri einlægni, að eitthvað yrði til þess að leysa Þessa gátu, svo hann fengi frið í sálu sinni. Bænin gerði hann rórri; hann lagðist fyrir og sofnaði, vaknaði ekki fyrr en morgunsólin skein á glugga og var þá mun öruggari og léttara í skapi. Hann skildi það ekki sjálfur, en það — Hvað, gerir þú, á skrifstofunni, pabbi? — Ekkert. — Hvernig veiztu þá hvenær þú ert búinn? var eins og hann hefði öðlazt full- vissu um það í svefninum, að bæn hans yrði heyrð og fargi efans yrði létt af honum áður en langt um liði. Póstsendillinn hafði smeygt tveim bréfum inn um hurðarraufina á með- an hann svaf. Annað var til hans, utan á hitt var skrifað til Jane, og reyndist það fyrra hafa inni að halda reikning frá dr. Graham Hall lækni, fyrir sér- fræðilega skoðun Þann 1. júlí og 28. júlí. Eitt andartak hikaði hann við að opna bréfið til hennar, svo mjög fékk þetta á hann. Jane hafði Þá verið veik, en viljað leyna hann þvi til að firra hann óþarfa áhyggjum, eða haft grun um að hún gengi með einhvern sjúkdóm. „G.H.“, stafirnir, sem hann hafði haldið að væru ef til vill upp- hafsstafirnir í nafni friðils hennar, þýddu sem sé „dr. Graham Hall“, og þar með var dulmálið í seinni hluta setningarinnar einnig auðráðið — að Mark hefði ekki minnsta grun um sjúkleika hennar. Hann ákvað að hringja tafarlaust til læknisins og spyrja hann nánar um þetta, en varð í sömu andrá litið nánar á óopnaða umslagið og rak þá augun í póst- stimpilinn — Wingfield. Hann opnaði það titrandi fingrum; bréfið reyndist vera frá húsgagnaverzlun einni í Wingfield, sem einkum hafði forn og mjög verðmæt húsgögn á boðstólum: „Kæra frú. Samkvæmt viðtali okkar þann 28. júlí síðastl. leyfi ég mér að tilkynna yður, að vaggan hefur nú verið viðgerð, og geri ég mér vonir um, að þér munuð nú verða fyllilega ánægð með hana. Við tökum að sjálf- sögðu fulla ábyrgð á því, að þarna sé um ósvikið -húsgagn frá Tudor-tima- bilinu að ræða. Viðgerðin fór að vísu nokkuð fram úr áætlun; vaggan kost- ar því frá okkar hendi 58 sterlings- pund í stað 50, og vonum við að þér greiðið þessi átta pund, sem eftir standa, við móttöku . . . Joshua Meggeson“. Þá stóð enginn farþegi uppi Framh. af bls. 19. arnar með FULLUM krafti til að komast inn á Pollinn aftur, enda var á móti vindi aS sækja. LagSist skipiS þar fyrir tveim akkerum viS svonefndan Leirubakka og varS aS keyra þar á festarnar meS mikl- um. krafti til að lafa þar. Létu yfir- menn skipsins svo um mælt, aS ef vindhraðinn hefSi aukizt frá því sem liann varð mestur, hefði ekkert luis slaðið eftir á Akureyri. 8. Sigurður fór aftur til Reykjavíkur um haustið. Segja má að heldur hafi þessi útgerð Garðarsfélagsins á dragnót fengið snubbóttan endi, ]>vi ekki voru gerðar fleiri tilraun- ir til þessara veiða. Þar sem það kann aS þykja nokkuð undarlegt, að veiSarnar voru stundaðar einvörð- ungu inná fjörðum, þá skal þess getið, að leiðangurinn hafði bréf upp á að mega stunda þessar veiðar innan fiskveiðilandhelginnar. Víkur nú sögunni aftur til þess tíma, er Sigurður kemur suður lil Reykja- víkur um haustið. Hann dvelur þar fram yfir áramótin. Reykjavík var þá i miklum uppgangi. Skútuöldin var á hátindi frægðar sinnar. Það var stórhugur í mönnum og ekki verið að klípa utan af hlutunum. Til marks um það er, að í febrúar- mánuði árið 1901 sendir Ásgeir Sig- urðsson, verzlunarstjóri Edinborg- arverzlunar i Reykjavík 30 manna hóp utan til að sigla heim sex kútterum, sem verzlunin hafði keypt í Englandi. Sigurður Sumarliðason varð einn hinna 30 manna, sem ráðnir voru til fararinnar. Skip- verjar fóru utan með Lauru. Fjögur skipanna voru sótt til Yarmouth og lögðu þau af stað heimleiðis nær samtimis. Skipin hétu GRETA, HILDUR, MILLY og AG'NES TÖRN- BULL, en nafni á tveim þeirra er ég búinn að gleyma, en skipstjórar á þeim upp, voru Edilon Grímsson og Geir Sigurðsson, en .íón Bjarna- son varð skipstjóri á skipinu, sem Geir sigldi upp, og var með það á þorskveiðunum. Þessi tvö skip urðu ekki ferðbúin fyrr en mánuði seinna og komu því seina upp til íslands. 9. Skipstjóri á Grétu var Björn Hall- grimsson, á Millý Þorvaldur Jóns- son, á Hildi Stefán Daníelsson og á Agnesi Törnbull Árni Hannesson. SigurSur var stýrimaður á Grétu, með Birni Hallgrímssyni, og voru þeir sveitungar úr Garðinum og skólabræður. Þegar hæfilegur tími var liðinn, frá því að skipshafnirnar sex létu í haf á Lauru, og gera mátti ráð fyrir að skipin færu að nálgast ísland, fór verzlunarfólkið í Edinborgarverzl- un að stinga saman nefjum um það, hvaða skip myndi nú verða fyrst heim til íslands. Veður var ekki hagstætt, rok og mótvindur.. Það varð þó úr, að verzlunarfólkið veðj- aði sín á milli um það hver fyrstur kæmi til hafnar. Ekki veit Sigurður um það á hvern verzlunarstjórinn veðjaði, en só eini sem veðjaði á Grétu, sem þá velktist um úfinn sjá undir stjórn Björns Halldórssonar og Sigurðar Sumarliðasonar, var Bartels, sem áður var verzlunar- stjóri við Fishersverzlun í Keflavilc. Bartels var þá orðinn starfsmaður Edinborgarverzlunar. Bartels þekkti þá Björn og Sigurð frá fyrri dögum og vissi sem var, að þar fóru menn, sem táp var í. Enda fór það svo að Bartels vann veðmálið. Greta kom fyrst skipanna fjögurra til Reykja- víkur, eftir 13 daga harða útivist. Skipið reyndist ágætlega, en á það reyndi, því flesta daga var rok, stórsjór og mótvindur. Kom ekki dropi á það, sem kallað er, þegar skip komast óbrotin úr veðrum. Hin sl ipin öll höfðu orðið fyrir meiri og minni sjósköðum. Hildur kom hálf- um sólarhring siðar en Greta, Milly viku síðar og Agnes Törnbull rak svo Icstina hálfum mánuði seinna. 10 Það þarf ekki að taka það fram, að þegar skipin komiL til Reykja- víkur hófu þau þorskveiðar þaðan, eða handfæraveiðar, sem svo er nefnt. Um aflabrögð segir Sigurður á þessa leið: ViS ó Gretu fiskuðum sæmilega vel, eða seinipart veiðitímans, um vorið og um sumarið. Ég var góður fiskimaður og dró vel, en ég hafði hálfdrætti, sem kallað var og hafði auk þess 25 aura af hverju skippundi sem á skip kom af fiski í stýrimanns- laun. Vertíðin varð ekki neitt sér- lega minnisstæð, en eitt atriði var — Sló hann yður í höfuðið? — Nei, herra dómari. Eg held hann hafi slegið mig í bakið, en það var ekki svo gott að sjá fyrir myrkri . . . þó það, sem ég gleymi aldrei, en það var útborgunin á kaupinu. Þegar ég var afskráður um haust- ið; þaS var í september um miðjan mánuð, þá var gert upp við mig kaupið. Fékk ég þá allt útborgað í enskum gullpeningum, sem hver gilti hálft, eða heilt sterlingspund, eða eftir þeirra tima gengisskrán- ingu, 9 éSa 18 krónur islenzkar. Kaupið sem mér var greitt fyrir tímaþilið nam eitthvað um 900 krón- um og þótti það mikið. Gullpening- arnir ensku voru fallegir og sjóður- inn því augnayndi, en aldrei, hvorki fyrr né síðar, hefur mér hlotnazt sá heiSur að fá kaup mitt greitt i skíra- gulli. Haustið 1901, urðu þáttaskil í lífi Sigurðar, en þá flyzt hann búferlum til Akureyrar. Akureyri átti eftir að verða honum heimili og athvarf milli sjóferða í liðug sextíu ár upp frá því. Ferðin þangað var all sögu- leg, og lýsir vel þcirri lítilsvirðingu, sem islenzkir farþegar urðu að þola á dönskum skipum, meðan þau sigldu hér á ströndina. Á þetta er minnzt til að menn geti gert sér grein fyrir því hversu siglingar ís- lenzkra skipa hafa gjörbreytt sam- göngum á sjó. Það voru margir farþegar með Ceres, sem lét úr höfn frá Reykja- vík áleiðis norður með landi. Þar ó meðal Sigurður Sumarliðason, sem ætlaði að setjast að hjá fjölskyldu sinni, sem þangað hafði flutzt bú- ferlum, eða nánar til tekið foreldr- ar hans, systur og fósturhróðir. Céres, sem var gufuskip var ekki neitt sérlega fljótur í förum og tók ferðin norður til Akureyrar hálfan mánuð. Skipið lestaði á leiðinni haustafurðir bænda, kjöt og gærur og þess liáttar og kom því í hafnir á leiðinni. Il’viðri átti líka sök á því, hvað ferðin gelk seint. Komið var við á Biönduósi, Skagaströnd, Sauðárkróki og Hofsósi. Lestunin gekk scint, því allar vörur varð að flytja út i skipið á bátum. Það var seinnipart dags, að skip- ið varð að fara fró Skagaströnd þegar hann brast á með norðaust- an rok. Skipstjórinn tók það ráð, að hleypa yfir Húnaflóa yfir í Norð- urfjörð á Ströndum til að leggjast í var. Hins vegar þorði hann ekki að taka land á Ströndum í náttmyrkri og byl og beið því birtunnar með að halda inn á fjörðinn í var. Skipið lét illa í sjó ó leiðinni og varð marg- ur sjóveikur á leiðinni. Sigurður seg- ir svo frá þessari ferð: Framhald ó næstu síðu. VIKAN 83

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.