Vikan


Vikan - 25.01.1962, Blaðsíða 34

Vikan - 25.01.1962, Blaðsíða 34
Eigið þér eld? 11 Ég var farþegi á öðru farrými Ceres, en ]>að farrými var á aftur- þiljum. Öðru farrými var skipt í tvennt, langsum eftir skipinu og voru karlar stjórnborðsmegin, en kvenfólkið á bakborða. Þegar kom út frá Skagaströnd, var skipið von bráðar komið í stórsjó, blindösku- byl og storm. Ceres lét mjög illa, hjó ilJþyrmilegá upp og niður á bárun- um, valt og hossaðist til. Allir á skip- inu sem sjóveiki gátu fengið á ann- að borð, urðu fárveikir af henni. Af farþegum bý/.t ég við að ég hafi verið sá eini, sem ekki varð sjó- veikur, enda var ég vanur volkinu og sjóveiki hefi ég aldrei fengið um ævina. Svo mikið er annars víst, að ég sá engan farþega uppistand- andi þessa nótt. Flestir héldu sig því i rúmum sínum undir þiljum. Þegar víð vorum nýlagðir af stað frá Skagastránd, hej'rði ég köll og mikið hljóð úr kvennafarrýminu á öðru plássi. Fór ég þangað inn til ])ess að forvitnast um, hvað væri um að vera, því þjónninn lét hvergi sjá sig þá, né heldur annan tíma þessa nótt. Lá hann víst i makindum í kojunni sinni. Það var ófögur sjón, sem blasti við mir, þegar ég var kominn inn til kvennanna. Kýraugun, svonefndu, sem voru á hiið skipsins, stóðu hálfopin, svo sjcrinn gusaðist inn um þau öðru hverju, eftir því, sem Ceres valt á bárunum. Stóð sjógusan þá yfir kojurnar, s.-m kvenfólkið lá i. Allt var skiijaniega á floti þarna inni, bæði í kojunum við skipshliðina og eins á góll'inu, en þar var ökkia vatn. Sjórinn á gólfinu suliaðist auð- vitað til eftir veltunni og í honum flaut eitt og annað lauslegt. Það þarf ekki að tuka það fram að kon- urnar voru bæði yfir sig hræddar og sjóveikar. Ég snaraðist þvi til og byrjaði að loka kýraugunum og að reyna að róa konurnar, sem héldu dauðalialdi í kojurnar tii að kastast ekki fram úr á veltunni. Mitt annað verk þarna inni hjá konunum var að hughreysta þær og binda niður í kojurnar svo þær yltu c-kki frarnúr. Dugði nú ekki að hugsa um ])að, þó maður yrði, sem kallað er nærgönguil við þær, bless- aðar, sem fáklæddar voru í kojun- um, þvi nauðsyn brýtur það sem kailað er velsæmi, þegar svona stendur á. Þessu næst fór ég og sótti kalt vatn, bæði tii að gefa þeim að drekka og baða þær með, bæði brjóst og enni. Hresstust þær nú heldur við þessar aðgerðir, og þarna 34 VIKAN var ég alla nóttina við að hjúkra konunum, eftir því sem tök voru á. Hafði ég nóg að gera unz skipið lagðist í var á Norðurfirði. Þar fór ég í koju, klukkan níu um morgun- inn, en Ceres lá um kyrrt við akk- eri í tvo sóiarhringa. 12 Þegar ég vaknaði aftur um há- degisbilið sama daginn, fór ég fljót- lega yfir í kvennafarrýmið til að sjá hvernig sjúklingum mínum frá því um nóttina iiði. Var allt fólk- ið, konur og börn, farið að hress- ast talsvert og öll sjóveiki rokin út í veður og vind, enda kyrrt á leg- unni. Það þarf ekki að taka það fram, að ég fékk mörg þakkarorð frá konunum fyrir hjálpina. Ekki hafði danski þjónninn, sem starfa átti á plássinu, enn látið sjá sig. Hefur víst verið enn að jafna sig eftir næturvotkið. Meðal farþega á pláss- inu, sem hafa orðið mér minnisstæð- ir, eru frú Gíslína, kona Einars Hjör- leifssonar Iívarans, skálds og rit- höfundar. Var hún að flytjast bú- ferlum til Akureyrar með mörg ung- börn þeirra hjóna. Einar var farinn á undan til Akureyrar þar sem hann var ráðinn til blaðaútgáfu. Hafði hann farið á undan til þess að undir- búa komu fjölskyldu sinnar. Önnur kona, sem þarna var farþegi, var frú Guðrún Pétursson, ættuð úr Eng- ey, sem litlu síðar varð kona Bene- dikts Sveinssoiiar, alþingismanns og forseta Alþingis. Mig minnir, að Guðrún hafi verið á leið til Blöndu- óss, til að taka við kennslustörfum við kvennaskólann þar, en hún var ágætlega menntuð kona og vel gáfuð, að mér hefur verið sagt. Meðan ég stóð við á kvennafar- rýminu, kom þjónninn danski inn. Hans fyrsta verk var, er hann sá mig, að ráðast á mig með svívirðing- um og reka mig á dyr. Ég hefði ekk- ert leyfi til að vera þarna inni. En þetta snérist nú heldur í liönd- unum á þjóninum, ])vi þarna átti ég málsvara góða og marga. Sérstak- lega létu þær Gtsíina og Guðrún þjóninn heyra það óþvegið fyrir frammistöðuna og það endaði með því, að þær visuðu honum á dyr fyr- ir það að sinna ekki hjálparköllum þeirra um nóttina, svo sem honum bar skylda til. Skipuðu þær honum að láta ekki framar sjá sig þar inni. Þjónsnefnan hörfaði ringlaður út og þorði ekki að lála sjá sig þar aflur. Hann varð því að vílija en ég hélt veiii. En þarna fylgdi böggull skamm- rifi. Ég varð því að vinna störf þjónsins það sem eftir var leiðar- innar og gekk það ágætlega. 13 í byrjun október kom Ceres til , Akureyrar. Þá var það aðalatvinna sjómanna þar um það leyti árs, að veiða síld með lagnetum á opnum bátum. Veiðarnar fóru fram í Eyja- f'irði. Þrír menn voru á hverjum báti og höfðu flestir tvær setningar; einstaka þrjár. í hverri setningu voru þrjú lagnet, 15 faðma löng, og 4 faðma djúp, eða því sem næst. Veiðisvæðið var Akureyrarpollur og eitthvað út með firðinum, sitt hvor- um megin, allt út undir Svalharðs- eyri að austan verðu og Dagverðar- eyri að vestan. Kom fyrir að farið var allt út að Fagrabæ að austan. Venjulegast veiddust í allar setn- ingarnar hjá hverjum bát 3—4 tunn- ur af sild stundum minna, stundum meira, eins og gengur. Sigurður fór síðar á lagnetaveiðar. Það má geta þess, að eitt sinn var hann óvenju heppinn, fékk 15 tunn- ur, sem var næsta sjaldgæft. Það kom því snemma í ljós, hvert efni Sigurður var í síldveiðimann. Hér er átt við mældar síldar- tunnur, og var sildin seld á G—8 kr. tunnan, aðallega til kaupmanna. Þeir létu svo salta síldina niður í norskar sildartunnur og fluttu til Danmerkur, en þar var þessi sild seld. Það var kallað að vitja um, i hvert sinn sem síldin var tekin út net- unum. Það var gert snemma á morgnana. Var báturinn látinn fara undir netin frá enda til enda á hverri setningu. Netið dregið yfir bátinn og sildin hrist úr. Þessi að- ferð við að vitja um net vaú kölluð að fara undir netin og var það að sjálfsögðu réttnefni. 14 Það blés ekki byrlega fyrir Sig- urði fyrstu dagana á Akureyri. Eins og sagt var frá áður, þá voru sjó- menn í óða önn að veiða síld 1 lag- net. Voru allir búnir að ráða sér menn. í tvær vikur gekk Sigurður þvi iðjuiaus, þó ekki væri það að lians skapi. Hann hefði helzt viljað komast á iagnetaveiðar, en það var ógjörningur eins og á stóð. Þegar honum var farið að leiðast iðjuleys- ið, iét liann riða sér 6 þorskanet, hvert 30 faðma langt og 4 faðma djúpt. Riðinn var aðeins minni en nú er á þorskanetum. Um þessar framkvæmdir segir Sigurður á þessa ieið: Þegar ég var búin að fá netin, fékk ég mér leigða norsklagaða sjettu og 10 ára gamlan ungiing fyr- ir háseta. Lagði ég þessi net i tveim- ur setningum í Akureyrarpoll. Fisk- aði ég vel i netin. Fékk stundum hlaðna sjettuna í lögn. Mest var þetta 14—18 tommu fisk- ur og einstaka stærri. Þorskur var það og er stærðin eðlileg, þvi rið- inn var einmitt gerður fyrir 14— 18 tommu fisk, því þorskurinn á pollinum var mest af þeirri stærð. Fiskinn seldi ég blautan upp úr sjó, flattan. Var verðið 4 aurar kílóið fyrir hann fiattan. Ekki var nú fiskverðið hærra i þá daga. 1 liverri vitjun urðum við að draga netin inn í sjettuna. Greiddum við fiskinn úr og logðum svo netin niður i bátinn jafnóðum. Siðan lögð- um við þau á nýjan leik. Við gátum ekki farið undir netin, eins og þeir á sildveiðinni, þvi fiskurinn, sem í þeim var, flækti þau um sig og vatt þau oft upp í göndul. Netin varð því að greiða vel, áður en hægt var að leggja þau á ný. Ég stundaði þorskanetavedðina fram að jólum. Eftir því, sem ég bezt veit, held ég að þetta hafi verið fyrsta tilraun til þorskanetaveiða fyrir Norðurlandi. 15 í ársbyrjun 1902 var ég formaður með lagnótaúthald fyrir Einar Gunnarsson, kaupmann á Akureyri. Var hvorttveggja nýtt, bátur og net. Hásetar á bátnum með mér voru Jón bróðir min og Kristján fóstur- bróðir minn. Þeir höfðu verið i land- nótabrúki fyr um haustið, sem Egg- ert Laxdal, kaupmaður á Akureyri átti. Kristján sem undirnótabassi. Um það leyti, sem við byrjuðum þessar veiðar, var Eyjafjörður lagð- ur með hestheldum isi allt út undir Hjalteyri. Hélzt þá ís á firðinum fram undir vor. Við lögðum netin undir ísinn og þurftum því engan bátinn. Niðurlag i næsta blaði. Clark Gable Framh. af bls. 15. bezt að segja Þá höfðum við bæði fengið meir en nóg af slíku. Þau þrjátíu ár, sem Clark hafði verið frægur maður, hafði hann ver- ið yfirleitt allstaðar og séð alla skap- aða hluti. Nú þráði hann eingöngu þann frið og ánægju, sem hann gat fundið heima. Ég hafði tekið mikinn þátt í samkvæmislífinu og fengið meira en nægju mína af þvílíku. Clark túlkaði afstöðu okkar beggja prýði- lega með einni setningu, sem hann hafði á hraðbergi þegar þessháttar bar á góma: ,,Kathleen — við höfum bæði setið við alla þessa elda.“ Og svo undum við heima við okk- ar eigin eld og njóta ylsins. Við nám- um þá list að hafast ekki að, og við námum hana til fullnustu. Dag nokk- urn sagði Clark: „Mig langar til að vita hvernig það muni vera að draga sig í hlé!“ Og hann lét ekki sitja við orðin tóm. Hann tók sér árs hvíld frá störfum, og í alla þessa tólf mán- uði vorum við saman hvern einasta dag. Þeir voru svo fljótir að líða að engu tali tók, og okkur leiddist aldrei. Kvöld nokkurt, þegar við sátum úti á veröndinni og vorum að dást að limfegurð álmtrés, sem hann hafði gróðursett þá fyrir skömmu, varð Clark að orði: „Kathleen — við kunn- um betur Þá list en nokkur hjón önnur í heimi, að hafast ekkert að, en lifa lífinu í ró og næði. Og nú vil ég hvergi fara,“ bætti hann við, „þú hefur gert mér lífið svo þægilegt. Þú og börnin — þið hafið veitt mér það, sem ég hafði ekki kynnzt áður, fjöl- skyldulíf eins og það getur verið bezt. Það var einmanalegt hér áður, nú er það raunverulegt heimili." Vegna Clarks og stjúpbarna hans er það fastur ásetningur minn að svo verði einnig framvegis. En það verður mér örðugt á stundum, því að nú er aftur orðið einmanalegt. Þegar mér verður litið um öxl, got ég sagt með sanni, að aldrei hafi komið til ósamlyndis okkar á milli í hjónabandinu. Hvorugt okkar þoldi nöldur eða rifrildi. Vitanlega vorum við ósammála endrum og eins. Hvaða hjón skyldu vera alger undantekn- ing hvað það snertir. Við gættum þessu engu að síður vandlega að ræða aldrei í, áheyrn barnanna það, sem okkur bar á milli. Þau mál ræddum við ævinlega í einrúmi, þangað til niðurstaða var fengin, og svo var aldrei framar á það minnzt. Þar var ekki um neinn sigur eða ósigur að ræða. Þessum rökræðum lauk alltaf í gamni, enda þótt hvort um sig hefði sótt og varið mál sitt af kappi. Hlát- urinn þurrkaði út alla beiskju, og það var eins og Ijúfur blær úr lundi færi um svefnherbergið okkar, sef- andi angan þrunginn. Svo gengum við til rekkju, lásum nokkra stund, buðum hvort öðru góða nótt með kossi og sofnuðum rótt.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.