Vikan


Vikan - 25.01.1962, Blaðsíða 38

Vikan - 25.01.1962, Blaðsíða 38
MIÐNÆTIR- 88 VIKAM SÁLUMESSA MORÐINGJANS Hvaö er það, sem knýr afbrota- manninn til að leita aftur á staðinn, þar sem hann framdi ódæði sitt? Þessi spurning hefur oft verið bor- in fram, en aldrei svarað til hlítar. Raunar má stundum skilgreina þetta fyrirbæri, sem hneigð til að sann- færa sjálfan sig um „snilli“ sína, njóta fullvissunnar um yfirburðina gagnvart sérfræðingum lögreglunn- ar. Sá íkveikjuóði snýr aftur á brunastaðinn til þess að hrífast af mikilúðleika þess sjónarspils, sem hann hefur sett á svið. Morðinginn leitar á stundum aftur á morðstað- inn fyrst og fremst til að ganga úr skugga um, að honum hafi ekki yfir- sézt neitt. En oft og tíðum eru þetta ef til vill aðeins tylliástæður; eflaust hefur sú kenning við einhver rök að styðjast, að þarna sé um að ræða djúplægari, sálfræðilegar orsakir, að afbrotamaðurinn sé bundinn ódæð- isstaðnum einhverju reginsterku dularafli. Paul Binneau, var prestur, en hafði verið sviptur kjóli og kalli. Hann sneri aftur á ódæðisstaðinn, til þess að biðja fyrir sál konunnar, sem hann myrti. Það bar við morgun einn, að lík gamallar konu fannst skammt frá járnbrautarteinunum 1 einu af út- hverfum Parísarborgar, og sáust þess greinileg merki að hún hafði verið kyrkt. Kona þessi hafði verið alkunn þarna í hverfinu um margra ára skeið, bæði lögreglunni og öll- um almenningi, þar eð hún hafði dregið fram lífið á betli og rusl- söfnun. Hún var og ofdrykkjusjúkl- ingur; slagaði oft og tíðum um göt- urnar eða hún lá ósjálfbjarga á al- mannafæri. Hún safnaði að sér kött- um; hafði jafnan um sig fjölmenna hirð þeirra i hreysi sínu á Signu- bakka, unni þessum dýrum ákaf- lega og lét þá sofa hjá sér í fletinu, og lagði ódauninn af þeim langar leiðir frá hreysinu. Þar var og tið- um sukksamt í meira lagi, því að menn og konur úr „undirheimum“ borgarinnar áttu þar oft gististað. Nú var hún dauð; hafði verið myrt, og kom það eiginlega ekki neinum á óvart, að ævi hennar skyldi ljúka með þeim hætti; það var ekki nema rökrétt, samkvæmt lögmáli orsaka og afleiðinga. Lögreglan framkvæmdi athuganir sínar, en komst auðvitað fljótt að raun um, að það mundi vonlaust verk að reyna að hafa uppi á morð- ingjanum, eins og allt var í pottinn búið. Gamla konan umgekkst dag- lega náunga, sem enginn bar kennsl á og voru líklegir til alls. Ekki átti hún heldur neina nána ættingja eða vandamenn, sem hún hafði haft samband við, svo ekki varð til neins leitað um upplýsingar, sem veitt gætu nokkra vísbendingu. Að því er vitað var, hafði hún ekki lifað fyrir annað en kettina og brenni- vínið. Að sjálfsögðu yfirheyrði lög- reglan hóp betlara og flækinga, en varð engu fróðari. En morð er morð, gáta, sem krefst lausnar enda þótt það hafi verið framið á vegalausum allsleysingja og ómerkingL Lögreglan lét ekki sitt eftir liggja, en tíminn leið og ekkert kom nýtt fram í málinu. Ekki fyrr en járnbrautarstarfs- maður nokkur gekk á fund Jeans Belin leýnilögreglumanns og sagði honum furðulega sögu. Maður þessi hafði það starf með höndum, að fara eftir járnbrautarlínunni á vissum kafla, og vissu millibili á hverri nóttu, til aðgæzlu. Tvær síðastliðn- ar nætur hafði hann séð dularfullan ljósbjarma og heýrt eitthvert ann- arlegt tuldur á staðnum, þar sem likið fannst. Ekki hafði hann haft tima til að aðgæta það nánar, en þar eð þetta hafði nú borið fyrir hann tvívegis, afréð hann að láta lögregluna vita. — Þetta var allóhugnanlegt, ekki neita ég ]ivi, sagði hann við leyni- lögreglumanninn. En ég er ekki sérlega trúaður á drauga og vofur, og þó er ég viss um, að þetta stend- ur á einhvern hátt í sambandi við morðið. Jean Belin ákvað að athuga þetta nánar. Var lausnin á morðgátunni kannski þarna framundan? Þegar næstu nótt hélt hann út að járn- brautinni í grennd við staðinn, þar sem líkið af hinni myrtu konu hafði fundizt. Og rétt var það — þar gat að lita daufan, flöktandi ljósbjarma. | Hann læddist nær, en hörfaði ó- sjálfrátt frá aftur, þegar hann sá hvað þar var um að vera. f Ijósbjarmanum af vaxkerti, sem kveikt hafði verið á í skjóli tveggja steina, sá hann öldung nokkurn með sítt og alhvítt skegg, liggjandi á hnjám með spenntar greiparnar, og heyrði að hann tuldraði lágt og í síbylju, rétt eins og hann þyldi bænir. Það var eitthvað óhugnan- legt og draugalegt við þessa sjón. — Hvað hafizt þér að hér? Spurning leynilögreglumannsins var stutt og hvell; öldungurinn ■Ör Framhald á bls. 42. 1

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.