Vikan


Vikan - 25.01.1962, Blaðsíða 17

Vikan - 25.01.1962, Blaðsíða 17
Guðmundur í bankanum. Guðmundur Gíslason sundkappi er annar mesti met- hafi íslendinga, því hann hefir leikið sér að þvi að setja hvorki meira né minna cn 43 Islandsmet, og á ekki eftir að setja „nema“ 14 met til að slá út methafann í metutn, Jónas Halldórsson sundkennara. Jónas vinnur sjálfur að þessu öllum árum, ]jví hann er þjálfari Guðmundar, og þeir sögðu mér fyrir skömmu, að þegar Guðmundur tæki 50. metið, ætluðu þeir að efna til veglegrar veiziu. Sjálfur setti Jónas 57 íslandsmet þegar hann var upp á sitt bezta. Annars á Guðmundur i rauninni ekki „nema“ 15 met núna, þótt hann hafi sett þau 43, því hann hefur tekið sín eigin met aftur og aftur. Hann á t.d. öll metin i skriðsundi — á öllum vegalengdum, í flugsundi og bak- sundi. Á daginn, þegar hann er ekki að safna metum, vinn- ur hann eins og annað venjulegt fólk í Útvegsbankanum í deild, sem nefnist „Erlendir tékkar“ og aðstoðar við sölu á gjaldeyri til viðskiptavinanna. Guðmundur fór að æfa fyrir alvöru 1956, svo hann hefur verið í sundþjálfun stanzlaust í 5 ár. Hann er tvítugur að aldri, — þ. e. a. s. hann er núna orðinn tuttugu og eins, þvi hann átti afmæli á sunnudaginn var, 21. janúar, og varð þá fullmyndugur, fékk kosningarrétt og alll livað eina, e-ins og fullorðna fólkið. Annars er hann í rauninni ekkert öðruvísi en fólk er flest, nema þá ef til vill að því leyti að hann hvorki reykir né drekkur, enda hefði hann ])á vafalaust ekki komizt svona langt i sinni íþrótt. Samt finnst honum ekki að hann sé kominn nógu langt, og ætlar sér greini- lega meira, og það eru þeir báðir sammála um, hann og Jónas. Þess vegna heldur hann stöðugt áfram að þjálfa sig, og það er ekkert smáátak, sem þarf til þess að vera keppnisfær um íslenzku sundmetin. Þannig syndir Guð- mundur að jafnaði milli 7 og 8 kílómetra á dag af fullum krafti. Venjulega fer hann í sundhöllina á morgnana kl. háifátta og syndir til niu, en þá fer hann í vinnuna. Siðan fær hann matartíma frá hálftólf til eitt, og þann tíma hefur hann oft notað á sama liátt, en gleypt í sig einhvern matarbita að því loknu. Þó er það oftar að hann fer þess í stað á kvöldin kl. um hálfsjö og syndir til um hálfníu. Framhald á bls. 42. SYNDIR 8 KM ADAG Sumum þykir þó nokkuð að synda einn km, jafnvel að hafa gert það einu sinni á ævinni. En Guðmundur Gíslason hefur þá átta á degi hverjum og hefur nú sett samtals 43 íslands- met. Guðmundur með Jónasi Halldórssyni. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.