Vikan


Vikan - 25.01.1962, Qupperneq 29

Vikan - 25.01.1962, Qupperneq 29
þúsundir króna árlega með því að kaupa mjólk í eigin umbúðum. Þessir plastbrúsar eru algjör nýjung hér, tilvaldir fyrir bæði heita og kalda drykki. ÓBRJÓTANDI FISLÉTTIR ÞOLA SUÐU Þeir kosta í heildsölu kr. 89.00 — 4ra lítra og kr. 65.70 — 2ja lftra. Talafell Garðastræti 2, sími 16976. 7 'i ’DifWai0 Hrútsmerkið 21. marz—20. apr.): Þessi vika verð- ur allt öðruvisi en þú hefur gert ráð fyrir, en ekki skaltu samt kvíða neinu, nema síður sé. Þú kynn- ist líklega manni í vikunni, sem gæti orðið þér góður vinur, þegar fram líða stundir. Þú munt komast að því, að þið eigið margt sameiginlegt. Um helgina gerist eitthvað, sem á eftir að valda þér óþarfa áhyggjum. NautsmerkiÖ (21. apr.—21. maí): Líklega verður þessi vika ekki eins neikvæð og þú hafðir gert ráð fyrir, og mátt þú þakka það viljastyrk þin- um. Um helgina gerist meira að segja það, sem þú hafðir aldrei þorað að vona — langþráð ósk þín rætist — kannski þó ekki nema að nokkru leyti. Þú segir eitthvað við vin þinn i gamni, en hætt er við að haijn taki þig alltof alvarlega i fyrstu. TvíburamerkiÖ (22. maí—21. júní): Þetta er vika mikilla freistinga, en líklega ert þú maður til þess að standast þær flestar. Á vinnustað gerist eitthvað, sem ekki fellur í góðan jarðveg meðal yfirboðara þinna, og átt þú líklega einhverja sök á því. Þú getur þó hæglega bætt fyrir brot þitt. Hrintu ekki þessu í framkvæmd, sem þú hefur á prjónunum, fyrr en i næstu viku. Krabbamerkiö (22. júní—23. júlí): Þú gerðir eithvað i vikunni, sem leið, sem félögum þinum féll afar illa, og finnur þú það vafalaust á fram- komu þeirra í þessari viku. Þú getur líklega ekkert við þessu gert — en þú skalt hugga þig við, að í næstu viku verður þetta gleymt og grafið. Þriðju- dagurinn verður mikill hamingjudagur. LjónsmerkiÖ (24. júlí—23. ág.): Þú munt eiga skemmtilegt stefnumót í vikunni, og ef vel á að fara, verður þú að sýna fyllstu tillitssemi og kurteisi. Þú ert dálitið viðkvæmur fyrir gagn- rýni þessa dagana. Mundu, að það verða allir að þola gagnrýni. Réttlát gagnrýni er til þess að láta sér'að kenningu verða, ekki til þess að fyrtast við. Meyjarmerkiö (24. ág.—23. sept.): Þú hefur einn vin þinn fyrir rangri sök, og er leiðinlegt til þess L*JRS3B að vita, en úr þessu rætist samt í vikunni. Það ber dálítið á þrjózku i fari þinu þessa dagana. og verður þú að reyna að venja Þig af þessum ó.sið. Þú vorkennir þér ailt of mikið. Kvöldin verða yfirleitt mjög ánægjuleg, einkum þó sunnudags- og þriðjudagskvöld. Vogarmerkiö (24. sept.—23. okt.): Þú munt eiga afar annríkt í vikunni, en yfirleitt mun þér verða mikið ágengt, þvi að þú vinnur vel og skynsam- lega, og verða launin sannarlega ekki af verra taginu. Þú ert afar bjartsýnn þessa dagana Bjart- sýni er að vísu kostur, en gæti þessi óeðlilega bjartsýni þin ckki orðið til þess að valda þér sárum vonbrigðum? Drekamerkiö (24. okt.—22. nóv.): 1 þessari viku verður þú að gæta hófs í einu og öllu, einkum þó um helgina — ekki sízt heilsu þinnar vegna •— kannski hvað mest andlegrar heilsu þinnar vegna. Vinur þinn veldur þér einhverjum vonbrigðum, en hefðir þú sjálfur ekki brugðizt eins við í hans sporum? Þú verður litið heima í vikunni, og er það miður. Bogmannsmerkiö (23. nóv.—21. des.): Þú ert einhvern veginn fyllilega ánægður með lífið og tilveruna þessa dagana. Að vísu verður þú að sigrast á smávægilegu mótlæti, en þú ert sann- arlega maður til þess þessa dagana. Um helgina gerist eithvað, sem þú skilur ekki til fulls, en vertu samt ekki að brjóta heilann allt of mikið um þetta. GeitarmerkiÖ (22. des.—20. jan.): Skapið verður víst ekki sem bezt fyrstu daga vikunnar, en einn daginn ferðastu eitthvað, sem snýr öllu við. Þú skalt ekki leggja út i þetta fyrirtæki, sem vinur þinn er með á prjónunum. Að vísu væri skemmti- legt, ef heppnaðist, en líkurnar fyrir þvi eru því miður hverfandi. Heillalitur rautt. eVatnsberamerkiÖ (21. jan.—19. feb.): Þú verður mikið heima við í þessari viku, en líklega mun verða mjög gestkvæmt hjá þér. Þú sýnir einum félaga þinum ekki nægilega tillitssemi, og er það miður. Amor verður mikið á ferðinni í vikunni, en líklega rista örvar hans ekki alltaf ýkjadjúpt. Gleymska þín kemur þér illilega i koll um heigina. ______FiskamerkiÖ (20. feb,—20. marz): Þú skalt vanda allt það, sem þú skrifar í þessari viku, einkum ef ■það snertir peninga á einhvern hátt. Þú munt glíma við skemmtilegt verkefni i vikunni. Þú lýkur þvi reyndar ekki eins fljótt og þú viidir, en láttu það samt ekki á þig fá. Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til föstudags.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.