Vikan


Vikan - 25.01.1962, Blaðsíða 4

Vikan - 25.01.1962, Blaðsíða 4
pað er tölulega sannað að............... FORD-DIESEL vélin margborgar sig á skömmum tíma í lækkuðum kostnaði. FORD-DIESEL er hægt að setja í langflesta fólks-, vöru og sendibíla, einnig jeppa og önnur landbúnaðartæki. — Látið FORD- DIESEL i bilinn yðar og þér munuð stórspara. FORD-DIESEL 4 og 6 strokka. mi FOROUM B D-ÐI-O SVEIIMIM EGILSSOIMf l»cr ^pjtrjið undrandi hvað valdi þessu skæra ljósi. Þvi er auð- svarað: OREOL KRYTON ljósaperurnar eru fylltar með efni sem KRYPTON heitir og orsákar algjörlega hvíta glóð sem endur- varpar því skærara og bjartara Ijósi en áður þekktist. Biðjið um OREOL KRYPTON i búðinni. MAUS TRADIIVG COMPAMl Klapparstíg 20. — Sími 17373. 1 Hver þekkir höfundinn? Ég leyfi mér hér með að senda þér eina vísu, sem mig langar til að biðja þig að birta fyrir mig, segir einn bréfritari úr Skagafirði. Þessi visa datt í mig fyrirvara- laust í dag og hygg ég að hún muni gömul vera. Mig langar til að vita hvort svo muni vera og þá hver sé höfundur hennar. Má vera að einhver lesenda þinna muni við vísuna kannast og vita á henni ein- hver deili, og þætti mér þá fengur að fá um það að heyra í Póstinum. Visan er svona: Eftir er sú eina þrá af ótal brostnum vonum að orna sér við ylinn frá æskuminningunum. Þá læt ég hér fljóta með aðra vísu og mun hún ný vera. Beittur faldur báru og skers brimið aldrei þrýtur. Særinn kaldur kann sín vers kvenna sjaldan nýtur. Ef þú birtir þetta fyrir mig, kynni ég þér þakkir minar fyrir. Mér finnst hjákátlegt að spyrja um skriftina, en hvers vegna að nota ekki tækifærið? Jón Jóns Nú er bezt að lesendur spreyti sig á að finna höfund að fyrri vfs- unni, og ef einhver er svo fróður að vita það, þá þætti mér vænt um að fá þær upplýsingar, sem ég skal svo birta hérna í dálkun- um. Um skriftina er það að segja, að hún er falleg og vel læsileg, en ég mundi f þínum sporum reyna að losa mig við krúsedúlluna, sero þú setur oft á t-in. Þetta skreytir efckert og er Ijótt, fyrir utan það að orðið verður vart læsilegt og menn verða að rýna í það til að kontast að því hvað það á að vera. Þetta tefur lesturinn, ef maður er efcki vanur skriftinni. Philetalist. Briefmarkensamler der Deutschen Demokratischen Republik sucht ein- en Tauschpartner in Island zwecks Austausch von Briefmarken. Gesucht werden alle Marken Islands post- friscli und gestempelt. Es werden Briefmarken geboten von der Deuts- chen Demokratischen Republik, Westdeutschlands, Berlin und Saar- gebiet, Korrespondenz in Deutsch oder in der Englischen Sprache. *Og ef þið skiljið þetta ekki, þá hafið þið heldur ekkert við það að gera, því maðurinn skrifar hvort scm er ekki nema á þýzku eða ensku. Hann heitir annars Siegfried Haupt- mann og býr við Markranstadt/ Leipzig Ernst Tlialmann Straze 14, Deutsche Demokratische Republik. Kæra Vika! Þú sem alltaf ert full af auglýsing- um frá alls konar fyrirtækjum, segðu mér eitt. Það eru auglýstar vörur og allar hugsanlegar upplýs- ingar gefnar, nema það er aldrei minnzt á verð, frekar en það væri ekki til. Nú vil ég fræða ykkar ágætu auglýsendur á þvi, að fyrir húsmæð- ur er verð hlutarins ekki minnsta atriðið, kannske einmitt aðalatriðið. Er verðið þá eitthvert feimnismál? Húsmóðir í Hliðunum. Þessu er hér með komið á fram- færi til auglýsenda, meira getum > við ekki gert í málinu í bili. Harðir bekkir ... Kæri Póstur. Mig hefur lengi langað til þess að fá birta svolitla umkvörtun, en þetta er i fyrsta sinn, sem ég hef mig í það. Svo er mál með vexti, að ég fer yfirleitt i kirkju á hverjum sunnu- degi, hvað og er hverjum manni nauðsynlegt til uppbyggingar og sáluhjálpar. En þvi miður er það svo með allflestar kirkjur hér, að bekkir þeir, sem ætlaðir eru kirkju- gestum, eru svo harðir, að alla messuna út í gegn sækja að manni svo veraldlegar hugsanir, að skömm er að. Þessir hörðu trébekkir eru leifar frá því í gamla daga, þegar ekki þótti annað en sjálfsagt að bjóða upp á slíkt og engin ástæða til að púkka upp á blessaðan söfn- uðinn. Nú er önnur tiðin og sizt ástæða til að hrjá kirkjugesti með slíku. Ég sé fyrir mitt leyti ekkert þvi til fyrirstöðu að í kirkjum séu sæti eins og 1 kvikmyndahúsum, því að i sannleika sagt er fjöldi fólks, sem hreint og beint hefur ekkí heilsu til að sitja á þessum ófétis bekkjum. „Eins og i kvikmyndahús- um?“ kynnu frómir menn að segja . . . „Það væri nánast óguð- legt, auk þess sem menn myndu sofna unnvörpum undir messunni“. En ég segi bara, sofni þeir, sem sofna vilja, þvi ekki hafa þeir kom- ið til þess að hlusta á guðs orð — liklega helzt til að sýna sig. Með frómri þökk fyrir birtinguna, Steingrimur. Aurinn upp í ökkla ... Kæra Vika. Ég fór í Stjörnubíó núna um jólin, og nú er ég virkilega vond út í þá sem standa að þessu bíói og reyni svo að svala reiði minni með því að skrifa þér. Þegar hleypt er út — þetta var á sjösýningu — gefst bió- gestum ekki kostur á því að labba sig út um aðaldyrnar og beint út á Laugaveginn, sem væri svo sem allt í lagi, ef öllum lýðnum væri ekki stiað út bakdyramegin út í eitt vað- andi forarsvað. Konur óðu þarna aurinn upp í ökkla, og ætli karl- menn geti ekki vaðið hann álika langt. Það er ekki hægt að bjóða bíógestum upp á svona lagað. Jæja, nú líður mér betur. Það er gott að fá svona útrás — gjarnan mættirðu birta bréfið, svona til þess að réttir aðilar fái rétta ráðningu. Inga Dúdú. — — — Þótt Stjörnubíó hafi í þetta sinn orðið fyrir barðinu á réttlátri reiði borgarbúa og full ástæða sé til að kvarta, er sannleikurinn sá, að sömu sögu má segja um marga opinbera samkomustaði — þar sem fólk 4 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.