Vikan


Vikan - 25.01.1962, Blaðsíða 10

Vikan - 25.01.1962, Blaðsíða 10
Meðan miðstöðvarhitun og raf- magn voru meðal þeirra lífsgæða, sem enn höfðu ekki verið upp fund- in, gegndi arinninn þvi hlutverlci að hita hibýli manna. Þannig hafði það verið frá örófi alda i þeim hlutum heimsins, þar sem nokkru máli skipti að mannabústaðir gætu á stundum verið ögn skjólbetri en mörkin ogs viðavangurinn. Ekki kann ég segja frá því, hvar raunverulegur jf var fyrst notaður i veröldinni,| en svo kynlega ber við, að þá fyrst| förum við Íslendingar að nota arin,® við höfum tiltæk þau upphitun- artæki, sem gera hann óþarfan. Enda ir það ekki af praktiskum ástæðum, að menn hafa arin í ibúðinni nú á iögum; fremur til híbýlaprýði og krauts og til þess að geta skapað bað sérstaka andrúmsloft, sem þvi ýlgir að sitja i rökkrinu fyrir fram- >n eldinn, horft á leik loganna og ilustað á snark brennandi viðar. Það er ekki langt síðan nágrannar ikkar i Evrópulöndum þekktu þá ,> - ipphitun eina, sem eldur á arni veitti, og sjálfsagt er það víða til enn. Égj hef til dæmis búið i nýju húsi hjáj "jölskyldu í Manehester í Englandij og ekki var þar önnur upphitun enj ’rinn í miðju húsi. Fjölskyldan satj 'raman við eldinn á kvöldin, en núj var ekki lengur horft á eldinn, heldurj í sjónvarpið. Á Norðurlöndum er arinninn mjögj vinsæll enn þann dag í dag og munj óhætt að segja, að til dæmis i Noregi ! é vart byggt svo einbýlishús, að j 'kki sé þar „peis“. Það er þó engan j æginn svo, að nauðsyn reki til, held- ir er verið að viðhalda skemmtileg-j im hlut á heimilinu, sem tæknin get- ir ekki að öllu leyti leyst af hólmi.f Það sannast á þessu eins og mörgu | öðru, að fslendingar eru merkilegj Sióð. Að vísu kyntu fornmenn lang-i elda á skálagólfi, enda nýkomnir j "■ustan yfir haf. Sá siður lagðist síð- i i.r niður og öld fram af öld sátu menn c )g sv.áfu í köldum baðstofum og þótti sj j illgott meðan ekki botnfraus í koppn- 'im. Sums staðar var byggður pallur vfir fjósið til að fá hitann af kún- ím, en eldur aðeins kveiktur í lilóð- ' 'im í eldhúsi. Það verður ])ó að segja _ forfeðrum okkar til afsökunar, að . ■ aðstaðan til upphitunar með eldi var £ gjörólík hér og á Norðurlöndunum, " þar sem trjáviður er nógur, en á ís-j landí skörti áévinlega eldivið. Það e'r nálfega eingöngu bundið við} einbýlishús, að ríienn hafi arin í i íbúðinni og kemur það af nokkru 'jii leyíi til af því, að séfstakan reykháf i þarf að hafa og það er Vandkvæðum fj bundið i sambýlishúsum. í einbýlishúsum er það hins Vegarí eklci neinum vandkvæðum bundíð að '■ byggja arin og það fer í vöxt, að mettrt liti á arininn sem sjálfsagða skrauÞ fjöður. Það eru óteljandi möguleikar að gera arininn að listrænum mið- punkti ibúðarinnar; byggja hann inn i horn, út úr vegg, skipta með honum stofunni og jafnvel að hafa hann á ffús 09 búsbÚDdður miðju gólfi. Efnisnotkunin skiptir ekki minna máli og þar eru margir kostir fyrir hendi. Margir hafa notað ísleflzkt grjót með afbragðsárangri. Þar er eínkum fernt, sem kemur til grcina: Sæbarðir hnullungar, þunn ar grágrýtishellur, hraunhellur og blandaðar tegundir með mismunandi litbrigðum. Þá má steypa arininn á venjulegan hátt og mála eða flisa- leggja eða jafnvel smíða hann úr járni. Erlendis er það algengast að arinninn sé hlaðinn Frh. á bls. 42. /WNN IIBIIÐM 1) Steinsteyptúr arinn, notaður til þess að skipta stofunni og mynda skemmtilega umgjörð um setu- krókinn. Undirstaðan er úr múrsteini. 2) Hér er arinútskotið steinsteypt, eldfastur steinn í botni, en bríkin til hægri er hlaðin úr sæbörðum hnull- ungum og ögn inndregin. 3) Opið eldstæði úr eld- föstum steini, strompur úr málmi, en bakveggur úr Ijósum múrsteini. 4) Arinn úr íslenzkum hraun- hellum, eldstæðið úr eldföstum steini. 5) Arinn í horni. Hér er steinsteypa og múrsteinn notað saman og fæst með því skemmtilegt samspil. 10 VIKAN VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.