Vikan


Vikan - 25.01.1962, Blaðsíða 20

Vikan - 25.01.1962, Blaðsíða 20
ÞAÐ var ein af þeim fáu, meinlausu grill- um, sem Mark Willaston gekk með í kollinum, að hann kveið því stöðugt að hann mundi verða að athlægi meðal starfsfólks sins í skrifstofunni, ef það henti sig að ganga með merki eftir rauðar konuvarir á hvítum og strokn- um vasaklútnum. Það var þessi grilla, og engin orsök önnur, sem réði því að þá fimm morgna í viku hverri, sem hann kvaddi Jane — en þau höfðu nú verið gift í full þrjú ár •— á járnbrautarstöðinni áður en hann steig inn í lestina til borgarinnar, en hún ók aftur heimleiðis, varð kveðjukossinn ekki annað en málamynda varasnerting' á vanga hennar. Hefði einhver ókunnugur veitt þessari stuttaralegu kveðjuathöfn athygli á hverjum morgni, og ekki vitað neitt um þessa grillu, sem Mark gekk með, mundi hann hik- laust hafa dregið af henni þá ályktun, að hjónaband þeirra væri komið á það dapurlega og hversdagslega stig, er báðir aðilar töldu ó- sjálfrátt að ekki væri neinnar aðgátar þörf. En þar mundi þeim góða manni hafa skjátlazt, hvað þau Jane og Mark Willaston snerti. Þau Jane og Mark unnu hvort öðru, heitt og innilega. Sambúð þeirra hafði verið með þeim ágætum, að þar bar hvergi skugga á, enda höfðú hveitibrauðsdagar þeirra nú staðið samfleytt i þrjú ár, einn mánuð og fjóra daga. Þennan morgun — gerið svo vel að leggja yður á minni að saga þessi hefst þann tuttug- asta og áttunda júli — sem við hittum ungu ijónin fyrst úti fyrir járnbrautarstöðinni, skul- um við, vissra orsaka vegna, veita orðum þeirra og framkomu sem nánasta athygli. Það eru þrjár mínútur þangað til lestin, sem Mark fer með, hálfniu-lestin, leggur af stað. „Hvað ætlarðu að hafa fyrir stafni í dag, vina mín?“ spurði hann. „Bara að bíða, þangað til Þú kemur aftur heim til min“, svaraði Jane. „Kannski get ég þá líka sagt Þér einhverjar fréttir. Svo þarf ég aö skreppa i búðir. Hver veit nema ég kaupi einhverja gjöf handa þér“. „Og hvar hyggstu taka peninga fyrir því, sem þú ætlar að kaupa?" spurði hann. „Ekki af heimilispeningunum“, svaraði Jane. „Þú ert orðinn svo matlystugur, að þeir gera ekki betur en hrökkva til. Kaupi ég einhverja gjöf handa þér — en ég tek það fram, að það er ekki vist — tek ég andvirðið af banka- innistæðu minni. Ég hef ekki enn snert við arfinum frá henni Edith móðursystur minni, eins og þú veizt". ÞEIM gafst ekki tími til að ræða þetta frekar, og þó svo hefði verið, mundu þau ekki hafa heyrt hvort til annars fyrir eimblístru lestarinnar. En þá gerðist dálítið einkennilegt, dálítið sem freistar manns til að álykta, að á þessari hraðfleygu skilnaðarstund hafi þeim Mark og Jane borizt hugboð um hið ókomna, með einhverjum hætti, sem skilningi okkar er ofvaxið. Að vísu væri heimskulegt að fullyrða nokkuð um það, ðn að afneita því væri aftur á móti hið sama og að afneita hinu dularfulla almætti ástarinnar. 20 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.