Vikan


Vikan - 25.01.1962, Blaðsíða 18

Vikan - 25.01.1962, Blaðsíða 18
Jónas Guðmundsson stýrimaður tók samai Þeir, sem að staSaldri koma í Reykjavíkurhöfn, hljóta aS hafa tekið eftir beinvöxnum, gömlum manni í gráum frakka með ljósan hatt. Hann gengur eftir bryggjun- um hvern einasta dag og virðir fyrir sér skipin og athafnalífið með sýnilegum áhuga. Þó hann sé 83 ára gamall, er hann léttur i spori, hreyfingarnar eru kvik- legar og augun snör og athugul. Þetta er Sigurður Sumarliðason, skipstjóri. Alloft ber svo við, þegar hann er á þessum daglegu göngum sín- um, að sjómenn gefa sig á tal við hann, ellegar taka ofan með virktum um leið og hann gengur hjá, því hann nýtur virðingar í sjómannastétt. Ekki nýtur hann minni virðingar hjá yngstu kyn- slóðiinni, þvi hann skilur aldrei við sig tvær pjáturdósir, aðra rækilega fyllta af mjólkursúkku- laði, en hina af brjóstsykri. Það er fyrir ýmsa unga vini mína, segir hann og bros breiðist yfir andlitið, þegar honum verður hugsað til þeirra. Hann fylgist nákvæmlega með allri útgerð, með hverjum andar- drætti atvinnulífsins við sjóinn og það ber meira að segja svo við, að hann er fenginn til að gefa skýrslur um sildarafla fyrir Sjó- mannablaðið, það fylgjast ekki aðrir betur með en hann. Einu sinni, fyrir mörgum árum, var töfraljómi um nafn Sigurðar Sumarliðasonar, þá var hann aflakóngur, átti m.a. heilt gufu- skip og brauzt í ýmsu, innleiddi nýjungar og fiskaði eins og vit- laus maður sild og aftur síld, og nú skulum við heyra, hvað á dag- ana hefur drifið hjá þessum tnyndarlega, gamla manni, sem daglega gengur um bryggjur og fyllingar Reykjavikurhafnar og hefur auga með hverri hræringu útvegsins. 1. Einhvern veginn hefur það at- vikazt svo, að okkar beztu skáld og rithöfundar hafa verið miklir fésýslu, eða embættismenn, og verður manni í þvi sambandi hugsað til Snorra, Bjarna Thor- arensen, Grims Thomsen og Ein- ars Benediktssonar og þessu kunna menn vel, það fer vel á því, að slikir höfðingjar séu það bæði í hinum veraldlega og and- lega heimi. Þó er það nú ein- hvern veginn svo, að þó maður geti sætt sig við að Snorri væri með rikustu mönnum landsins, þá held ég að maður geti nú naumast hugsað sér Jónas Hallgrimsson, sem framkvæmdastjóra fyrir skreiðarsamlagi, ellegar beina- mjölsverksmiðju, og er svo hátt- að um fleiri skáld. Ef til vill var það líka þess vegna, að ég hjó eftir því tvisvar í sögu Sig- urðar Sumarliðasonar, þegar hann sagði mér, að eitt sinn hafi Þorsteinn Erlingsson, verið út- gerðarmaður og gert út á snurre- vaad, eða dragnót, og það meira að segja fyrstur manna hérlendis. Frá jæssu segir Sigurður á þessa leið: 2. Ég hafði legið veikur og var i umsjá Guðmundar Björnssonar landlæknis og var að hressast. Þetta var aldamótaárið 1900. Það mun hafa verið í júnimánuði, að ég frétti, að Þorsteinn Erlings- son, skáld væri staddur i Reykja- vík og væri áð .ráðá menn á skip. Ég man nú ekki hvernig mér barst þetta fil eyrna, en ég fór á hótelið, þar sem Þorsteinn bjó og falaðist eftir plássi og var ráð- inn, ásamt tveim öðrum skip- stjórum, þeim Einari Einarssyni frá Flekkudal og ólafi Ólafssyni frá Lambastöðum í Garði. Skipin, sem við vorum ráðnir á, voru þrír kútterar, sem voru í eigu G'ar.ðarsfélagsins, en Þorsteinn var í stjórn þess félags, en aðrir hluthafar voru Ari heitinn Arn- alds, sem þá var sýslumaður á Séyðisfírði, og fíeiri, sem ekki verða nefndir liér. Kútterarnir hétu SLATER; varð ég skipstjóri á honum. Hann var 86 tonn að stærð. Skipið, sem Ólafur fékk hét LOCK FINE og var hann 100 tonn og Einar varð skipstjóri á FÖNIXBORG, sem var dammskip, eða þannig búið að ferskur sjór streymdi látlaust út og. inn í lest- ina. Þannig gat skipið haft lifandi fisk í lestinni. Þetta voru allt ágæt skip, stór og sterk og góð i sjó að leggja. 3. Ég man nú ekki nákvæmlega hvernig það var, en við fórum austur til Seyðisfjarðar með brezkum togara, sem eitthvað var á snærum Þorsteins. Þorsteinn var með á siglingunni suður fyrir og austur. Man ég að hann stóð uppi þegar siglt var fyrir Land- eyjarnar og hann var að sýna okkur ýmsa bæi i Fljótshliðinni, en þaðan var hann ættaður. Þor- steinn var sérlega fallegur maður og skemmtilegur með afbrigðum. Hann hafði er þetta gerðist ver- ið eitthvað viðriðinn útgerð á Bíldudal, þó upphaflega færi hann þangað til að taka við cin- hverjum ritstörfum við blað. Það þarf ekki að taka það fram, að þó fyrirhugað væri að gera þessi skip út á dragnót, þá höfð- um við ekki minnstu hugmynd um það veiðarfæri yfirleitt, hvernig átti að nota það, cn þetta kom allt saman smám saman. Þó skal það tekið fram, að ólíkar að- ferðir voru hafðar við þetta, þeim sem nú tíðkast. Dráttartógunum var róið beint út frá skipinu á flatbotnuðum doríum. Tógin voru 300 til 500 faðma löng, hvort fyr- ir sig og síðustu 50 faðmarnir voru rónir í hringboga út frá skipinu ásamt dragnótinni, sem var 70 faðma löng. 4. Veiðisvæðið, sem þeir fiskuðu á, náði sunnan frá Hornafjarðar- flóa norður til Gunnólfsvfkur og mest var verið inni á fjörðum. Veiddist aðallega koli í voðina. Var hann settur lifandi í flot- hylki, sem lágu bundin við skips- hliðina meðan á veiðinni stóð. FÖNIXBORG hafði þá sérstöðu, að geta sett fiskinn í lestardamm- inn og hélzt hann auðvitað lif- andi, því sjór streymdi látlaust inn og út i lestinni. Flothylkin, sem áður var á minnzt, voru höfð aftan i skipinu og eins þau, sem höfðu verið fyllt hæfilega af rauðsprettu, en tóm hylki voru liöfð á þilfarinu, og ekki þarf að taka það fram, að hylkin voru alltaf full af sjó eftir að farið var að láta lifandi kola i þau, og þau látin vera í sjó á meðan. Um það segir Sigurður svo: Hliðar og botn trékassanna höfðu verið útboraðar með allstórum götum, sem sjórinn gekk út og inn um eftir þörfum eftir að þeir höfðu verið sjósettir. Þeir voru mjóir i annan endann, þvi stundum var siglt með þau í eftirdragi milli fjarða, ef fiskur tregaðist, svo að nauðsyn var að færa sig til. Engin hjálparvél var í þessum skipum, nema gufu- vélin, sem dreif þilfarsspilið og ketill sem henni fylgdi. Þilfars- spilið var notað til að draga tóg- in. Skipin voru með stór sumar- segl og sigldu því vel. Alfann var farið með til Englands og hann seldur þar, og kom togari með vissu millibili og flutti liann á markað. Togarinn var enskur. Það er litill vafi á þvi, að þetta munu vera fyrstu dragnótaveið- ar íslendinga, á islenzkum skip- um hér við land. Þetta var eins og áður segir sumarið 1900. Það eru því þessir þrir skipstjórar, sem eru brautryðjendur þessara veiðiaðferðar, sem skilað liefur landsmönnum miklum auði, þó allir séu ekki á eitt sáttir um beitingu he-nnar. Garðarsfélagið, sem fyrir veið- unum stóð, varð gjaldþrota skömmu síðar og afdrif skipanna þriggja urðu þau, að Slater, sem ég var með var seldur til Fær- eyja. Lock File, skip Ólafs var selt til Reykjavíkur, en fyrst mun það hafa verið i eigu Stefáns Jónssonar, kaupmanns á Seyðis- firði, eða eftir að félagið hætti að starfa. Stefán var í stjórn Garðarsfélagsins meðan það starfaði. Endalok Lock Fine urðu þau, að hann rak upp í Batteríið í Reykjavík í ofsa norðanroki og brotnaði þar í spón. Skipið, sem Einar færði veit ég ekki hvað varð um, en það var dammskipið. Ég get, segir Sigurður, naumast skilið svo við þennan þátt í lifi mfnu án þess að minnast á suð- vestanroltið, sem hann gerði 20. september árið 1900. Það var að kvöldi dags 18. september, sem við á Slater lögð- umst i hægum sunnan andvara, rétt innanvið Garðarsbryggjuna á Seyðisfirði. Við hefðum ekki lagzt svona grunnt, ef við hefðum séð betur til en við gerðum vegna náttmyrkurs. Þetta varð okkur til láns liinn 20. svo mikið er víst. 5. Um morguninn, 19. var það, fórum við að taka ofan reiða og flytja veiðarfæri og annan út- búnað skipsins í land. Við höfð- lg VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.