Vikan


Vikan - 25.01.1962, Blaðsíða 28

Vikan - 25.01.1962, Blaðsíða 28
4. verðlaunakrossgáta Vikunnar. Vikan voitir eins og kunnugt er verðlaun fyrir rétta ráðningu á kross- gátunni. Alltaf berast margar lausnir. Sá sem vinnninginn hefur hlotið fær verðlaunin, sem eru: 100 KRÓNUR Veittur er briggja vikna frestur til að skila lausnum. Skulu lausnir send- ar í pósthólf 149, merkt „Krossgáta". Margar lausnir bárust á 51. kross- gátu Vikunnar og var dregið úr rétt- um ráðningum. HANNA JÓNSDÓTTIR, Hólmgarði 54, Reykjavík. hlaut verðlaunin, 100 krónur og má vitja beirra á ritstjórnarskrifstofu Vikunnar, Skipholti 33. Nafn Heimilisfang Lausn á 51. krossgátu er hér að neðan. - = sí = ± ó 9 I 3 3 i h 'n = = 9 V £ I = 3 = So m b T = C = = T 9 >í m = 3 3 9 I h £ 3 I h m h n ± = £ m 6 C I £ n. . = T £ i b i Ö /5 (í u 1 u 3 = 1 3. íý T £ i £ = ± 1 £ = I rn = = I u 3 = ± m £ 3 ni 9 u = = = = Jj i 0 3 = b rr h 3 6 = 3 = = = 14 s = t h 3 b íi ö £ (í i Y s b n >1 b 3 £ 3 q u = 9 =' £ ó ij í ± n íl £ I 3 .1 u T = I ± 'i c JÍ h = £ U = h I t = n 1 s I = J3 5 9 = ± 'A A 9 Ó ö T si II I /j ■i = i V n n X = Ö 3 >. m T u Ó Jj m t £ ö £ n ö. ± Hinzta stefnuraótið. Frh. Næstu dagana komst Mark að raun um, að gamla máltækið hefur við rök að styðjast — hjörtu bresta ekki. Sviðinn í sárinu dvínaði. Fólk var honum innilegt, en hluttekning þess og innileiki snart hann ekki. Einn sins liðs í híbýlum sínum, þar sem hver hlutur minnti hann á Jane, fór hann smámsaman að sætta sig við hið hræðilega áfall, sem hann hafði orðið fyrir, um leið og hann reyndi að gera sér grein fyrir hversvegna örlögin hefðu ákveðið að einmitt hann skyldi svo hart leikinn. Jafnvel sorgin er eigingjörn í eðli sinu. Hann gekk langa hrið um skóg- lundina á meðan Margrét, systir Jane, hafði á brott með sér fatnað Jane, snyrtiáhöld og aðra muni, sem verið höfðu hennar einkaeign. Þegar hann hafði svo fengið fasteignasala til að taka að sér sölu á húsinu, sneri hann aftur til vinnu sinnar. Hið daglega ferðalag hans til Lundúna og aftur heim kom nokkru jafnvægi á til- finningar hans. Hann vann af meira kappi en nokkru sinni fyrr, í þeirri von að starfið gæti áuðveldað hon- um að hrinda af sér fargi sjálfs- meðaumkunarinnar, sem hann gerði sér ljóst að gæti aldrei orðið til að leysa vandamál hans. Lifið var þeirra, sem lifðu, og hann vissi að Jane, sem alltaf hafði unnað gleð- inni, mundi ekki hafa óskað þess að hann harmaði hana til lengdar. Þegar nokkrar vikur voru liðnar frá jarðarför Jane, og Mark var nokk- uð farinn að átta sig á hlutunum, tók hann að leggja fyrir sjálfa sig þá spurningu, sem ekkert skynsamlegt svar virtist við. Á hvaða leið hafði Jane verið, þegar hún varð fyrir slysinu? Hvað hafði hún verið að fara og hverra erinda- Hún hafði getið þess við hann um morguninn, að ef til vill gæti hún sagt honum nokkrar fréttir, þegar hann kæmi aftur úr vinnunni. Hvaða fréttir gat hún hafa átt við? „Það getur líka verið að ég kaupi gjöf handa þér,“ hafði hún líka sagt. Og nú fannst Mark Það allt í einu öllu varða að komast að raun um hvaða erindi Jane hefði átt til Wingfield. Það var fyrst við yfir- heyrslurnar, að hann hafði heyrt þorp þetta nefnt á nafn. Þau áttu þar ekki neina vini eða kunningja, og ekki heldur þar í grennd. Þau höfðu ekið nokkrum sinnum um Chichester, en ekki þekktu þau neinn þar heldur. Vitanlega lá sú skýring beinast við, að Jane hefði ekkert sérstakt erindi átt til Wingfield; einungis ekið þangað að gamni sínu í sumarblið- unni. Það er svo alvanalegt, einkum á sumrin, að fólk aki jafnvel langar leiðir án þess að hafa nokkurt mark eða mið. En Jane var bara ekki þann- ig gerð. Hún hafði síður en svo gam- an af að aka; bíilinn var henni ein- göngu farartæki en alls ekki neitt skemmtitæki. Hún hlaut því að hafa átt eitthvert sérstakt erindi til þessa þorps, og Mark var staðráðinn í að komast að raun um hvaða erindi það hefði verið. Hann ók til þorpsins i leigubil um helgina. Þetta var viðkunnanlegasti staður, en gersamlega sérkennalaus. Kirkjan gnæfði yfir allt og þarna voru þrjár bjórknæpur og nokkrar verzlanir. Mark dvaldist langa hríð í póststofunni og athugaði símaskrá þorpsins vandlega, ef vera mætti að hann rækist þar á eitthvert nafn, sem hann kannaðist við og gæti ef til vill skýrt þetta ferðalag Jane þangað, siðasta daginn, sem hún lifði. Aðeins eitt nafn kom honum kunn- uglega fyrir sjónir — Larbelastier, ætt, sem komin var úr Ermarsunds- eyjunum, mundi hann og nafnið þess vegna mjög sjaldgæft á Bret- landi. Jane hafði átt góðkunningja með þvi nafni, en það var löngu áður en þau kynntust, Mark og hún. Mark reyndi eftir mætti að rifja upp fyrir sér fornafn hans, en tókst það ekki. Á meðal þeirra muna, sem systir Jane hafði tekið og haft á brott með sér, var minnisbók með nöfnum og heimilisföngum. Hann kom við hjá henni í heimleiðinni, og hún lét hann Framhald á bls. 32. Ungfrú Yndisfríd Merkið bréfin með x + Y Ungfrú Yndisfríð er nú orðin þekkt sem viðtakandi fær sendan heim, svo persóna með þjóðinni og rausnarleg framarlega, sem heimilisfang fylgir eins og allir vita, þvi hún veitir verð- seðlinum. Það geta vist allir notað laun í hverri viku: Þið eigið að finna sama númer af konfekti. dagbókina hennar, sem hún hefur falið einhvers staðar í blaðinu. Dagbókin er á bls.......... Ungfrú Yndisfríð vill vekja athygli á því, að allmargir vinningar eru ósóttir og það hefur aldrei verið ...................................... meiningín, að blaðið sendi þessa vinn- Nafn inga út, heldur verða vinnendur að vitja þeirra. Þegar um er að ræða hluti eins og fatnað, er að sjálfsögðu tilgangslaust að senda slíkt án þess að vita númer það, sem viðtakandi notar- Heimillsfang En nú breytir Ungfrú Yndisfríð til, leggur undirföt og náttföt á hilluna Síðast þegar dregið var úr réttum í bili og fyrst um sinn verða verð- lausnum, hlaut verðlaunin: launin: STELLA STEFÁNSDÓTTIR, STÓR KONFEKTKASSI Gnoðavog 14, Reykjavik. 28 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.