Vikan


Vikan - 25.01.1962, Blaðsíða 7

Vikan - 25.01.1962, Blaðsíða 7
Ég hef alltaf getað hugsað mér góðan mat að ég tali ekki um hatt eða skó öðru hvoru. En nú erum við að byggja og Kalli segir, að við verðum að spara, spara og spara. Og þegar ég geri eitthvað sæmi- legt úr fiski, þá óskapast hann yfir tómötunum og gúrkunum og segir: Ella mín, þú veizt... Kalli hefur allt á hornum sér þessa dag- ana. Hann hefur tekiíS sparnaðarþráðinn upp að nýju, og þá er ekki á verra von. Er hættur að reykja sigarettur, en tottar griðar stóra pípu seint og snemma. Við hverja máltíð heldur hann langar ræður, um að ég verði að vera hagsýn i innkaupum, athuga vel verðið á vör- unum, og hitt og þelta. Ég reyni að taka þessu öllu með jafnaðargeði, en stundum hleyp- ur skapið með mig í gönur, eins og til dæmis um daginn, þegar ég bjó fiskréttinn, sem Randi sagði mér frá. Ljúfffengari mat get ég ekki hugsað mér, — úr fiski, — hugsið ykkur bara. Eða livað þetta var fallegt á borðinu, eins og skrautlegasti blómagarður. Rautt, grænt, gult, hvítt og brúnt. Kalli settist þegjandi við borðið, hann var ósköp þreytulegur og áhyggjufullur á svipinn, þessi elska — ég veit svo sem að hann á ekki sjö dagana sæla frekar en ég — og þess vegna gladdist ég yfir því, að hafa nú bæði ódýran og góðan mat á borðum. Ég rétti honum fatið með litasamsetningunni, og hann jós á diskinn sinn, en leit um leið i blaðið — á fremstu síðu var nefnilega grein um nýjar ráðstafanir vegna dýrtíðarinnar — þar af leiðandi, sagði hann , ekki: — en smekklegt hjá þér! Svo byrjaði hann að borða, renndi niður nokkrum munnbitum og enn nokkrum, svo lagði hann frá sér biaðið, leit á mig í staðinn og sagði ánægjulega: — Prýðilegt, virkilega gott. Ella, hvað er þetta? — Ó, blessaður vertu, bara fiskur, sagði ég salla róleg. — Þú ert snillingur, elskan, sagði hann og fékk sér meira. Við vorum að borða grautinn þegar Kalli sagði allt í einu: —• Bara fiskur segirðu, -— þið skiljið, hann var orðinn saddur, of saddur. — Já, sagði ég glöð, og átti mér einskis ills von. — En tómatarnir, eggin og gúrkurnar? — Já, þú meinar það. — Hvað kostar kílóið af tómötunum núna? Ég varð að játa að ég vissi það ekki. — En eggjunum? Ég vissi það ekki heldur. Hvernig endist maður líka til þess að fylgjast með þessum eggj- um, scm ýmist eru að liækka eða lækka, og það sagði ég Kalla. En haldið þið hann hafi getað hætt fyrst hann var fyrir alvöru byrjaður? Nei, aldeilis ekki, næst spurði hann: — En gúrkurnar, þú veizt þá kannske ekki heldur iivað þær kosta? En nú var farið að síga í mig, ég svaraði seinustu spurningunni alls ekki, en hreytti út úr mér: — Hver getur búið til góðan mat úr engu, mér er spurn? — Ella, þú veizt að við verðum að spara, þegar maður er að kaupa íbúð. Það er lóðið. Ég hef heyrt þessa setningu svo oft upp á síðkastið að ég dauðsé eftir að hafa ekki lagt fyrir krónu í hvert skipti sem hún er sögð. Ég er sannfærð um, að það væri komin all álitleg upphæð. Ég rýk nú upp i vonzku, segi að það sé gott og blessað, að reyna að eignast þak yfir höfuðið, en ef það þurfi að kosta það, að maður verði að ganga i Evuklæðum næstu tíu tuttugu árin og nærast á vatni og brauði í jafnlangan tíma, megi skollinn sjálfur kaupa þak yfir höfuðið i minn stað. Ég bæti því við, að hann skuli vera þess minnugur, að ekki hafi ég beðið hann að kaupa nýja ibúð, ég hafi verið ánægð í litlu kvistíbúðinni, þar hafi verið yndislegt. Aumingja Kalli, hann er mesta gæðablóð, hann tekur bara erfiðleika lífsins of hátíðlega. Hans kjörorð er: Erifleikarnir eru til að sigr- ast á þeim. Ég sniðgeng aftur á móti allt sem kostar mig einhverja fyrirhöfn eða fórn, þess vegna vildi ég ekki kaupa stærri íbúð. Þið ráðið hvort þið trúið mér. En Kalli er eins og áður segir, þolinmæðin sjálf og þreytist aldrei á að tala um nauðsyn þess að við spörum. — Elsku Ella min, segir hann. — Reyndu að skilja. Jú, jú, hamingjan hjálpi mér, ég er einn skilningur frá hvirfli til ilja, í bókstaflegri mérkingu. Þið ættuð að sjá fötin sem ég geng í. Kápan mín lítur út fyrir að vera erfðagripur frá henni langömmu minni. Ég á engan hatt, verð að notast við þrgigja ára gamlan höfuðklút, og hattarnir sem eru svo indælir um þessar mundir. Kven- tízkan hefur yfirleitt aldrei boðið upp á jafn mörg dásamleg tækifæri og nú. Tökum til dæmis skóna, þeir eru svo smart og svo þægilegir að maður bókstaflega fellur í stafi af hrifningu. En verðið.-----------Ég sá eina í giugga um daginn, og féll fyrir þeim á stundinni. Fór inn i búðina og mátaði þá, þvílikir skór, hreinasta opinberun, en, verðið reyndist líka hreinasta opinberun. Ég þakkaði fyrir mig og rölti heim á mínum tveggja ára gömlu lághæluðu skóm. Segið svo aftur, að ég eigi að reyna að skilja. Á kvöldin situr Kalli með blýant og blað og reiknar og reiknar. Ilvað kostar þetta, hvað kostar hitt? Því miður er ég mesti sauður, ég veit sjaldan hvað blutirnir kosta. Þetta gremst Kalla, og það skil ég yel, samt gremst mér, að liann • • • VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.