Vikan


Vikan - 25.01.1962, Blaðsíða 21

Vikan - 25.01.1962, Blaðsíða 21
ANN hafði þegar kvatt hana þessum venjulega brautarstöðvarmálamynda- kossi. Jane var i þann veginn að stíga inn í litla bílinn þeirra; Mark hafði ■ snúið baki við henni og gekk hröðum skrefum inn um stöðvardyrnar, en nam allt í einu staðar og sneri síðan við. Og síðan — að öllum þeim hinum mörgu ásjáandi, sem ætluðu að taka sér far með lestinni — vafði hann Jane örmum og kyssti hana beint á munninn. Kossarnir eru jafn fjölbreytilegir og menn- irnir, en blæbrigðum þeirra verður þó ekki með orðum lýst. Og þegar Jane ók á brott frá stöðinni og Mark tók sprettinn til að verða ekki af lestinni, reyndu þau bæði ár- angurslaust að gera sér grein fyrir þessum kossi og skilgreina meiningu hans. Hvorugt þeirra var í minnsta vafa um að hann hefði haft sína séijstöku merkingu, en þó kom hvorugu þeirra til hugar, að það yrði þeirra hinzti koss. Þetta var nokkrum minútum áður en Mark dró upp hvita vasaklútinn og þurrk- aði með honum rauðan farðann af vörum sér og hirti ekki um þótt eftir segði. Mark Willastone, sem þá var tuttugu og sjö ára að aldri, gengdi ábyrgðarstöðu við vátryggingaskrifstofu i borginni, og eigendur fyrirtækisins voru svo ánægðir með starf t hans, að honum stóð til boða að ganga í félag við þá. Hann var hamingjusamur í hjónabandinu og stóð auður til boða, svo ætla mátti, að hann nyti hylli guðanna ög þeir hefðu ætlað honum sérstakan frama. Klukkan tólf mínútur yfir sex þennan sama dag, stóð Mark úti fyrir járnbrautarstöðinni öðru sinni. Hann svipaðist um eftir Jane, sem alltaf beið hans þar á þessum tíma, nema hann hefði þá hringt og gert henni viðvart, að hann yrði að vinna eitthvað lengur. Það leyndi sér því ekki að hann varð fyrir nokkr-: um vonbrigðum, þegar hann sá hana hvergi. Það gat átt sér stað að bíllinn hefði bilað. Hann ásakaði sjálfan sig fyrir að hafa ekki athugað benzínleiðsluna; minntist þess að hann hafði orðið þess var daginn áður, að hún var ekki Hann skildi við hana á braut- arstöðinni eins og vanalega, en hún kom ekki aftur til að ná í hann, né heldur að hún væri heima. Hún hafði farizt þennan dag í bif reiðaárekstri og hann komst að því, að hún hafði verið á stefnumóti. Hann einsetti sér að komast að öllu og unni sér ekki hvíldar fyrr en hann vissi, hverskonar eiginkonu hann hafði átt. í,, - f 0> c eins virk og skyldi. Þegar klukkan var orðin hálfsex og Jane enn ókomin, , hringdi hann heim, en enginn svaraði. Hún hlaut því að vera á leiðinni. Hann hringdi aftur klukkan sjö — ekkert svar. Nágranni hans einn, sem ók framhjá brautarstöðinni og sá Mark bíða þar, hugs- aði, sem svo, að ef til vill yrði hann því einhvern tíma sjálfur feginn, að einhver byði sér að aka með ef þannig stæði á; hann benti Mark því að koma og setjast í hjá sér, og Mark þáði það með þökkum. ÞETTA var sex mílna leið, og þegar Mark gekk inn um garðshliðið heima hjá sér, voru enn tvær klukkustundir til myrkurs. Hann veitti því þegar athygíi, að bíllinn var ekki inni í skúrnum. Hann dró upp lyklakippuna, opnaði úti- dyrnar og þegar hann kom inn, var Jane þar hvergi sjáanleg. Enda þótt hann væri dálítið undrandi og vissi ekki hvað hann ætti helzt til bragðs að taka, var hann ekki neitt óttasleginn. Bíllinn hafði bilað einhversstaðar, hugsaði hann og Jane tafizt af þeim sökum. Annað hvort hafði hún þegar hringt heim, eða hún mundi hringja bráðlega. Hann hlaut því að biða, þar eð Jane mundi áreiðanlega gera ráð fyrir að hann væri kominn heim. Og Þar sem hann langaði til að hafast eitthvað að, brá hann sér í hversdags- fötin og fór að slá garðflötina. Þegar því var lokið, drakk hann eina flösku af bjór, fékk sér steypibað og hafði fataskipti. Um níuleytið, þegar fjólubláir skuggarnir læddust um hliðar dalsins og uglurnar tóku að láta til sín heyra i skógarlundinum, snæddi Mark kalt kjöt og brauð. Hann hafði sleppt hádegisverði þennan daginn og var nú orðinn sársvangur. Áður en hann settist að snæðingi, hringdi hann þó til eins nágranna síns varð- andi einskisverðan hlut og einungis til að sannfæra sig um að síminn væri í lagi. Þegar myrkt var orðið, tók að vakna með honum alvarlegur ótti; hann varð að hafast eitthvað að. En hvað? Hvað var hyggilegast? Eitthvað —sama hvað var, allt var betra en þessi ó- hugnanlega bið. Hugleiðingar hans fengu þó skjótan endi, því að síminn hringdi i sömu svifum. „Herra Willastone?“ spurði rám karlmanns- rödd. „Andartak. Þetta er lögreglustöðin i Ambleham. Varðstjórann langar til að tala við yður. M leið heyrðist önnur karlmannsrödd í símanum. „Ég er hræddur um að þér verðið því miður að vera viðbúinn slæm- um fréttum, herra minn . . . mjög slæm- um fréttum. Kona yðar hefur orðið fyrir alvarlegu slysi. Og þar sem þér eruð bíllaus, kem ég eftir yður. Þér megið búast við mér eftir sex eða sjö mínútur". „Alvarlegt slys?“ endurtók Mark, og varð skyndilega skraufaþurr í kverkunum. „Þér meinið að hún hafi beðið bana?“ „Ég er hræddur um, að Það sé einmitt það; sem ég á við“. Svo var talneminn lagður á. Þessi hræðilegá tilkynning hafði þó eins kon- ar miskunn í sér fólgna, að því leyti til, að hún var Mark að vissu leyti óraunveruleg; honum þótti sem hún væri ætluð einhverjum öðrum eyrum en sínum. Þegar lögreglubíllinn kom og varðstjórinn bað hann að búa sig til nokkuð langrar ferðar, hlýddi hann eins og i leiðslu. Varðstjórinn var vingjarnlegur maður, til- litssamur, og gerði ekki neina tilraun til sam- tals á meðan þeir óku suðvestur á bóginn í tæpa klukkustund. Þegar gat að líta sjúkra- hússmerki framundan, hægði varðstjórinn nokkuð ferðina og beygði siðan inn á heima- brautina milli lárviðanna. Allt var Mark þarna framandi og annarlegt; hann var leiddur inn í móttökuherbergi, þar sem ópersónulegur maður með slöngur hlustunartækisins um háls- inn tók á móti honum og leit á hann yfir kúpt gleraugu. „Við gerðum allt, sem I okkar valdi stóð, herra Willaston, en það var ekki um Framhald á bls. 25. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.