Vikan


Vikan - 25.01.1962, Blaðsíða 16

Vikan - 25.01.1962, Blaðsíða 16
Tómstundaiðja STÓLL sæmilega lagtækur maður getur hæg- lega smíðað þá sjálfur úr hæfilega víðri stálpípu; bútað hana niður sam- kvæmt málinu og fengið þverslána soðna á í smiðju fyrir lítinn pening Plasthólka á endana má fá í verzl- unum, og kosta þeir sáralítið. Nýstárlegur — þægileg r auðsmíðaður — ódýr Öllum ber saman um að smíðar séu einhver sú skemmtilegasta og hollasta tómstundavinna, sem völ er á fyrir drengi og karlmenn á öllum aldri. Fátt veitir jafn gagngera tauga- slökun og hugarhvíld frá annríki dagsins, og fátt þroskar betur auga, smekk og handastjórn. Auk þess er það flestum karlmönnum nauðsyn að vera „bang-hagir“, eins og það var kallað; að minnsta kosti getur það ailtaf komið fyrir, að þeir þurfi að gripa til þess. Stóll sá, sem hér er lýst í orðum og myndum, er svo einfaldur að allri gerð, að sérhver sæmilega lagtækur piltur getur smíðað hann svo vel, að hann verði bæði honum og öðrum til ánægju. Og efniviðurinn, sem með barf, er bæði auðfenginn og ódýr til hess að gera — harðviður, nælonlína, stf lpípufætur. Eins og myndirnar sýna, er þarna •eiginlega um þrjár ólikar stólgerðir að ræða, sem þó má smíða allar eftir sömu teikningunni. Sú gerð, sem sýnd er á fyrstu mynd er auðsmiðust. Önnur gerðin, sú sem sýnd er á síð- ustu myndinni, er með örmum — til mikillar prýði, ef vel tekst. Fæturna má kaupa tilbúna, en hver 1 stað harðviðar má nota gabon í hlið- arnar, en þá verður að líma þunna lista á rendurnar, eða sþónleggja þær, og hvorugt er með öllu vandalaust. Sé harðviður notaður — t.d. eik, ahörn eða askur — þarf platan sem keypt er að vera 90x69x3 sm að stærð, og ekki stærri, þótt um þriðju gerðina sé að ræða Teikningin til vinstri sýnir hvernig hún er söguð niður. Sé það fyrsta gerðin, sem smiðuð skal, gildir skálínan svarta frá neðsta horni til Framhald á bls. 36. Þetta er þriðja og vandsmíðaðasta gerðin af þessum nýstárlega stól. Ef viF má bólstra armana með svampplasti og klæða yfir, en það er ekki nauðsynlegt. Leynilögregluþrautin: Morðið í kvikmyndaverinu Þú hefur unnið veðmálið! Þetta er kraftaverk, sagði kvikmynda- stjórnandinn Jules Jabot við vin sinn, dr. Walnut, sem einmitt hafði gisk- að rétt á nafn og árgang vínsins, sem borið var á borð með matnum. Hann hellti aftur í glasið hjá vini sínum og vinum hans, Hurlock lög- reglumanns og aðstoðarmanns hans, Snapham. — Þar með hefur þú unnið hlutverk i nýju myndinni minni, hélt Jules Ja- bot áfram — ég sé þig þá og vini þína í fyrramálið í kvikmyndaverinu. Við erum að taka ævintýramynd um framtíðina, og Þið getið allir leikið Marzmenn. Leikstjórinn skýrði gang myndar- innar fyrir mönnunum þrem. Fijúg- andi diskur hafði nýlega lent og nokkrir menn, sem höfðu tekið eft- ir því, höfðu flýtt sér til húss borg- arstjórans til að segja honum frá Framhald á bls. 42. 10 VIKAN Elvis Presley af- O greiðir ferðalang á Hawai. Slagsmála- hundurinn ELVIS Eftirlætissöngvarinn EIvis Presley er orðinn heilmikill slagsmálahundur. þ. e. a. s. á léreftinu. Þær eru víst orðnar fáar myndirnar, þar sem Elvis lendir ekki í einhverjum slags- málum, og leikur harðgerðan vöðvakarl. Hann blandast ávallt í einhver stórkostleg áflog, og auðvitað enda þau ávallt með því að mótstöðumaður hans, — eða mótstöðumenn, — eru slegnir í gólfið. 1 nýjustu myndinni „Blue Hawai", sem tekin er í mjög rómantísku umhverfi, er Elvis leiðsögumaður hjá ferðaskrif- stofu, og á að leiðbeina hóp unglinga, sem eru þar í heimsókn. Eitt kvöld, er hann fer með hópinn í næturklúbb, lendir hann í slagsmálum við ferðamann, sem gerðist of nærgöngull við eina stúlkuna í hóp Elvis. Þannig fær Elvis aftur tækifæri til að sýna krafta sína. Nú skyldi maður ef til vill halda að það væri ekki skynsamlegt að láta Elvis, leika slagsmálahund í hverri myndinni eftir aðra, en það er þvert á móti mjög skynsamlegt, segir umboðsmaður hans. — Aðdnendur hans mega aldrei láta sér detta í hug að hann sé einhvers konar mömmubarn, segir hann. — Það er ekki nóg að hann syngi. Hann Þarf líka að vera karlmaður. Aðdáendur hans eru mjög hrifnir af að sjá hann slást og útkljá deilumál á þann, hátt. Og hér er slags- málaatriði úr mynd- inni „Creole“, en þar er Elvis að berjast við náunga með hníf. Vil ekki kaviar, - segir Armstrong. Eins og kunnugt er,'þá hætti Louis „Satchmo" Armstrong við það að fara til Rússlands, eins og til stóð fyrir nokkru, en þangað var honum boðið. Hann var spurður að því hvernig á þessu stæði, og svaraði hann þvi til, að það væri í rauninni ekki vegna- stjórnmálaerfiðleika eða stríðshættu, heldur aðeins vegna þess að Það kom upp úr kafinu að það átti að greiða honum í rúblum. Nú er ekki leyfilegt að flytja rússneskan gjaldeyri út úr landinu, og eins og Louis sagði þá „væri ég nauðbeygður til að kaupa vodka og kavíar fyrir alla summuna og fara með það heim. Og hvað ætti ég svo sem að gera með Það, þegar ég drekk bara whisky og ét svínakjöt ... ?“ „My fair Iady“ endalaus. Það er vist alveg ýkjalaust, þegar sagt er að „My fair lady“ sé vinsælasti söngleikur allra tima. Hann hefur nú gengið i um fimm ár i New York, og i einu og sama leikhúsi hefur hann verið leikinn 2250 sinnum fyrir fuliu húsi. Rúmlega þrjár milljónir manna hafa nú þegar séð leikinn í þessu leikhúsi og hafa greitt samtals yfir 18 milljónir dollara í inngangseyri. Tónskáldið og ljóðskáldið geta rólegir haldið áfram að sóla sig suður á Miami Beach i nánustu framtíð.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.