Vikan


Vikan - 25.01.1962, Blaðsíða 25

Vikan - 25.01.1962, Blaðsíða 25
num samt, og velja þær meira að segja vandlega — einungis til þess að stinga þeim inn í skáp hjá öðr- um bókum, sem þeir hafa áður valið, og horfa þar á þær sér tit augnayndis þegar þeir koma þreyttir heim, alltof þreyttir til að lesa, nema hvað þeir kannski renna augunum yfir dagblöðin. Það lætur kannski lygilega i eyr- um okkar — útlendingar, sem lítið þekkja hér til mundu að minnsta kosti alls ekki trúa því -— en það er til að þessir menn gangi að bókaskápnum og strjúki kili bókanna gómum, létt og ást- úðlega eins og þeir geri gælur við smámey. Það er áreiðanlega rótgróin ást í margar kynslóðir, sem felst í þessari snertingu. Og 'mundi með réttu mega kalla nokkurn mann fremur bókhneigðan en þann, sem kaupir hækur af titölulega litlum efnum, vitandi það, að liann hefur alls engan tíma til að lesa þær og vonar, að minnsta kosti hálft í hvoru, áð hann fái aldrei tima til þess? Því er stundum haldið fram að þessi bókaást sé ein af þeim fornu dyggðum, sem nú séu að hverfa úr fari þjóðarinnar. Á öid liraðans og tækninnar megi eng- inn sjá af tima til annars iesturs, en sem honum er óhjákvæmileg- Framhald á bls. 42. iti konur og menn endingi margfalt meiri og vandfylltari, en ef hún giftist manni af sínu eigin þjóðerni. Heimskulegt væri þó að mála allt kolsvart. Það fyrirfinnast stúlkur, sem gifzt hafa útlend- ingum og setzt að í framandi landi, og virðast una hag sínum vel og tekizt að samhæfa sig hinum fram- andi aðstæðum. En jafnvel þær hinar fáu, sem lifa Þar í hamingju- sömu hjónabandi, játa fúslega að þær hafi oft átt við mikla örðug- leika að stríða, hvað þetta snertir. Kona sem ég þekki, og hefur ver- ið búsett og gift í Suður-Evrópu í full átta ár, komst þannig að erði við mig síðast þegar hún var stödd í orlofi hér heima: „E'f ég ætti að gefa þeim stúlk- um heilræði, sem eru að hugsa um að giftast útlendingum, mundi ■ ég segja sem svo við þær: Slíka á- kvörðun skyldi engin taka, án þess að hún hefði dvalizt að minnsta kosti árlangt i heimalandi vænt- anlegs eiginmanns síns, kynnzt fjölskyldu hans náið, lært tungu- málið til hlítar og kynnt sér alla siði og venjur vandlega. Ef hún telur síðan, að þessu loknu, að hún muni una sér vel í þessu nýja Framhald á bls. 42. ing. Þegar trefillinn mælist 20 cm eru teknir prj. nr. 2Vi og prj. áfram næstu 20 cm. Þá eru aftur teknir prj. nr. 3 og prj. áfr, næstu 20 cm á sama hátt og fyrstu 20 cm, en á mótstæðan hátt. Pressið öll stykki mjög lauslega frá röngu og gangið frá endum. Saumið hliðarnar saman með aft- ursting og lirröktu ullargarni. Brjót- ið upp á húfuna og saumið trefilinn við að neðan. Ath. :>ð miðja aftan á húfunni komi við miðju á trefiinum. BLÓMAÞÁTTUR Eftir Paul V. Michelsen Bougainvillea glabra. Þríbura- blóm, er hún kölluð jíessi yndislega klifurplanta, vegna þess að lnin ber 3 smáblóm saman innan i þremur skrautblöðum, sem svo eru mismun- andi að lit, eftir tegundum. Framannefnd planta er algeng- ust ennþá með gljáandi, grænum, egglaga blöðum, með fjólubláum há- blöðum. Eg hefi nýlega fengið nýja tegund af þessari plöntu, dekkri að lit, skrautlegri og er hægt að rækta hana upp sem blómstrandi skraut- runna. BougainviUea Mrs. Butt, er með kringlóttari blöðum og dökkrauð háblöð, mjög falleg, en blómstrar ekki eins mikið, og meira í stór- um klösum. Þær eru einnig til i gulbrúnum, miklum lit. Þríburablómin eru frá Brasilíu og eru mjög víða notuð til að þekja utan húshliðar, með sínu fagra blóm- skrauti, t.d. í Frakklandi. Jurtin getur tæplega fengið of mikla sól, en varizt að láta hana ofjmrna í glugganum, því þá er hætt við að hún sviðni. Hafið góða pottahlíf utan um pottinn. Þríburablómi er fjölgað með græðlingum hæfilega jurtkenndum, en ég tel þá konu mjög duglega sem getur fengið þá til að festa rætur i heimahúsum, og það getur tekið iangan tíma. Þríburablóm getur hlómstrað allt upp i 10 mánuði og hvert blóm á að standa í þrjá mánuði, svo blóm- skrúðið getur orðið mikið, en það er betra að gefa vel af góðum blóma- áburði yfir vaxtartímann. Þegar jurtin vill fara að hvila sig að vetri til er bezt að hafa frem- ur kalt á henni, og lnin má gjarna þorna svo að blöðin detti af. Síðan er hún klippt mikið niður fyrst í marz og umpottuð i góða frjóa mold, og látin i gluggann. Þessar plöntur hafa oftast verið seldar uppbundnar á vír, en auð- vitað er hægt að hafa það eins og hver vill. Jk k-d-g ¥ A 4 7-5-4-3-2 * A-K-D-7 4 10-9-6-4 V 6 4 A-K-D-10-9-6 Jf, 6-4 8 9-8-7-5-4-3 G-8 G-10-9-8 * A-7-5-3-2 y K-D-G-10-2 4 ekkert «í» 5-3-2 Austur pass pass pass pass pass Útspil: tígulkóngur. Suður 1 spaði 4 hjörtu 6 hjörtu Vestur 2 tíglar pass pass Norður 4 lauf 4 grönd 6 spaðar Spilið i dag lýsir svokölluðu Coffin-bragði, kennt við hinn fræga spilara Georgs S. Coffin. Það lýsir sér bezt þannig, að sagnhafi fórnar viljandi trompslag til þess að græða „tempo“, sem er nauðsynlegt til þess að taka nokkra slagi seinna. Vestur spilaði út tígulkóng og al- slemman blasti við, þegar blindur kom upp. Sagnhafi trompaði heima, tók tvisvar tromp og endaði í borði. Þegar austur var ekki með i seinna skiptið iðraðist sagnhafi ekki leng- ur að hafa ekki farið í sjö. Nú var hjartaásinn tekinn og svo kom hið fræga bragð. Spaðakóng var spilað úr borði, drepinn með ásnum og þar með átti vestur hæsta tromp. En sagnhafga var sama um það, því nú spilaði hann hjörtunum og síðan laufunum og vestur fékk aldrei nema einn trompslag. Þetta spil var spilað í tvimenn- ingskeppni og unnust sex spaðar aðeins á þessu eina borði. Nokkrir sagnhafar lentu i sex hjörtum, sem eru náttúrulega dauðadæmd frá upp- hafi. Einn norðurspilarana vann sex lauf með fallegu endspili. Austur spilaði út tigulgosa, sem sagnhafi trompaði. Þá kom hjarta heim á ás- inn, tígull trompaður og þar með átti austur ekki meiri tígul. Þá kom þrisvar lauf og síðan var spöðunum spilað. Þriðja spaðann drap norður af sér með ásnum og hvernig sem austur spilaði, þá gat hann ekki fengið nema einn slag á tromp. Hinzta stefnumótið Framh. af bls. 21. neina von að ræða. .Viljið sér sjá hana?“ Jane lé ein í herbergi. Hlíf var fyrir framan rekkjuna. Henni var ýtt til hliðar og lakið dregið ofan af andlitinu. Hún virtist að mestu leyti eins og hún átti að sér, þar sem hún lá, nema hvað augun voru lokuð og varirnar fölar. „Það er þó þakkar- vert, að hún skyldi ekki þurfa að þjást neitt“, mælti hjúkrunarkonan, sem var nokkuð við aldur og móður- leg í rödd og framkomu; sennilega var það yfirhjúkrunarkonan. Þvi næst var hann leiddur á brott inn í annað herbergi, að öllu leyti eins, og andartaki eða eilífð síðar fann hann fyrir nálarstungu um leið og hann missti meðvitundina. Það var ekki fyrr en þrem dögum síðar að yfirlækninum leizt á það hætt- andi að leyfa Mark að fara brott úr sjúkrahúsinu, og þá eingöngu vegna þess að návistar hans var óskað í sambandi við yfirheyrslurnar. Ekki voru nein sjónarvitni að slys- inu. Lögregluþjónarnir skýrðu svo frá, að Jane hefði ekið bílnum eftir mjóum hliðarvegi, sem liggur frá þorpinu Wingfield á aðalbrautina milli Lundúna og Ghichester, um það bil fimm mílur frá þeirri borg, sem síðar er nefnd. Hún hafði hemlað skyndilega skömmu áður en kom á aðalbrautina, að þvi er merkin eftir hjólbarðana sýndu, en um leið hafði bíllinn skrikað til i veg fyrir litinn sportbíl, sem andartaki áður hafði ekið fram úr öðrum bíl, og að því er eþill hans bar, að minnsta kosti á sjötíu og íimm mílna hraða. 1 sport- bílnum var karlmaður og kvenmað- ur, og létust þau bæði samstundis, en Jane haíði verið með lífsmarki, þegar hún var flutt í sjúkrahúsið. Klukkustundu síðar var hún látin, án þess hún hefði komizt til með- vitundar. Enda þótt margir af vinum Marks yrðu til þess að bjóða honum dvöl hjá sér í bili, settist hann aftur að á heimili sinu, fyrst og fremst vegna þess að hann gat ekki með nokkru móti afborið samúðina, sem allir kepptust við að auðsýna honum. Hið eina, sem hann var fær um að gera sér grein fyrir í sambandi við slysið að svo komnu, var að það hafði gerzt um fimmleytið. Jane hefði því getað náð að járnbrautarstöðinni í tæka tíð, með því að aka hratt. Þótt heimskulegt kunni að virðast, varð þetta til að vekja með honum sekt- arkennd. Framhald á bls. 28. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.