Vikan - 22.02.1962, Side 4
þad
30 aura
pr.
i vihunni
Hjálpsöm eiginkona...
Kæra Vika!
Vandræði mín eru seniiega af
óvenjulegum rótum runnin, en engu
að síSur er þau að gera út af við
mig. ÞaS er konan mín og næsta
ótrúleg umhyggja hennar fyrir ná-
grannanum, sem eiga sök á öllu
saman.
Á afmælisdegi konunnar minnar
í maí-mánuði s). gaf ég henni sjálf-
virka þvottavél, sem hún hafði lengi
óskað sér. Setti hún hana upp í eld-
húsinu. Sem sé siðan í maí-mánuði
1961 hefur eldhúsið verið útúrfullt af
konum úr nágrenninu, gömlum-ung-
um, mjóum-feitum, og guð einn veit
hvaðan þær allar koma, þvi að fæst-
ar þeirra hafði ég séS fyrir komu
þvottavélarinnar.
Þegar ég set út á þetta eilifa
þvottavélarlán við konuna mína, fæ
ég slíkt ásökunaraugnaráð, að ég hef
á tilfinningunni, að ég sé heimsins
mesti nöldurseggur. Ilvað á ég til
bragðs að taka? — Erlingur.
Ég er sammála konunni yðar, þér
eruð hreint ótrúlegur nöldursegg-
ur. Ég sting upp á því, að þér
gefið nágrannakonunum sitt-
hvora þvottavélina —• ja, eða eina
stóra saman.
Hvað skeður ekki í strætó...
Kæri Póstur!
Maðurinn minn gengur með þá
grillu, að eitt af skyldustörfum hvers
borgara sé að vera frjálslegur og
alúðlegur við nágrannann. Þessi
grilla hans fær aðallega útrás i
strætó, þar sem hann sleppir varla
manni framhjá sér án þess að segja
einhvern smábrandara eða athuga-
semd við hann. Ég skammast min
alveg niður i tær, þar sem ég sé, að
viðkomendur verða alltaf hálf-
skömmustulegir og hrosa „nervöst“
að honum. Mér finnst hann verða
sér algerlega til athlægis. Hvað
finnst jjér? — Ein skömmustuleg.
Ertu nú alveg viss um, að þú ýkir
ekki eilítið, hvern einasta mann í
strætó, segirðu? Mér finnst, að
þú ættir að prísa þig sæla fyrir
að eiga mann, sem er svo dásam-
lega laus við að vera drumbur —
ég veit um margar, sem mundu
gjarna þiggja hann.
Sorgarrendur
Kæra Vika!
Ég er með yndislegum strák, sem
er hugulsamur, góður, fallegur og
allt nema hann er alltaf svo óhreinn
undir nöglunum. Ég þori ekki að
tala um þetta við hann. Hvernig get
ég vanið hann af þessu? — Lovísa.
Gefðu honum naglasköfu í leður-
hylki í afmælisgjöf.
Kæra Vika!
Mér þykir sárt að sjá hve margir
unglingar þurfa að leita til Vikunn-
ar með vandamál sín, i ástum, og
öðru sem ungu hjarta finnst þung-
bært, öfund, slúður, ekki réttar lín-
ur, og allt mögulegt. Fyrst þetta
unga fólk á ekki foreldra eða aðra
nána vini, sem það getur rætt þetta
við, þá fyndist mér mikil þörf á
að barnaverndunarráð eða einhver
önnur góð stofnun hefði til viðtals
ráðunaut, bréflega, símlega, og svo
augliti til auglits fyrir þá hug-
rökku, sálfræðing, sem leiðbeindi
þessum stóru börnum, „því langt
þykir þeim sem búinn biður“, að
biða í 3—4 vikur eftir svari í
vikuriti. Getur illa farið á skemmri
tima fyrir veikgeðja ungmennum.
Hvað finnst þér kæri Póstur?
Þú segir kannski bara: „Ja, margt
getur konum komið i hug, ef þær
eru einar heima á kvöldin“. Satt
er það góði. Blessaður sértu.
S. Sigfúss.
Þessi umræddu bréf, sem birtast
í Póstinum og fjölmörg önnur
sem við birtum ekki af ýmsum
ástæðum, sýna og sanna að mikið
og merkilegt er hlutverk skrifta-
föðurins. Það er sagt að ýmsir
sálrænir kvillar séu sjaldgæfari
meðal kaþólskra, sem alltaf geta
leitað til skriftaföður.
Hugmyndin um eins konar
ráðunaut á vegum Barnavernd-
arnefndar eða Æskulýðsráðs,
finnst mér hreint ekki vitlaus
og kem henni hér með á fram-
færi. Af einhverjum ástæðum
virðast unglingar að minnsta
kosti ekki trúa foreldrum sínum
fyrir þessum vandamálum.
Kæri Póstur!
Ég hef að undanförnu fylgzt með
þáttum þínum, og haft gaman af.
En satt að segja hef ég aldrei skilið,
að menn skuli skrifa einhverjum
þáttum til að fá vandamál sin leyst.
Nú, þegar ég stend í sporum þessa
fólks skil ég það. Skai ég nú segja
þér, hver vandi mér er á höndum.
Núna, ekki alls fyrir löngu, upp-
götvaði ég mér til skelfingar, að ég
virðist vera alvarlega hrifin af ein-
um kennara minna, ef ekki blátt á-
fram ástfangin. Að vísu hef ég alltaf
dáð hann mjög sem kennara, en nú
er ér hrædd um að eitthvað alvar-
legra sé á ferðinni. Þessi umræddi
maður er kvæntur og fjölskyldufað-
ir, auk þess sem hann er mörgum
árum eldri en ég.
Ég er alltaf vön að vera a. m. k.
hrifin af einhverjum jafnaldra
minna (ég er í gagnfræðaskóla), en
síðan ég hreifst af þessum manni,
hef ég ekki litið við skólabræðrum
mínum. Mér líður hræðilega illa, þvi
mér finnst ég vera að drýgja glæp,
með því að elska kvæntan mann.
Því skrifa ég þér nú Póstur sæll,
leita ráða hjá þér, því ég þori engum
að segja frá þessu, ég skammast mín
svo mikið. En, hvernig á ég að snúa
mér í þessu? Svo vil ég þakka þér
fyrirfram, í trausti þess að fá eitt-
hvert heillaráð frá þér.
Gagnfræðaskólastúlka, sem
telur sig í vandræðum
stadda.
Þetta er ævagamalt vandamál, að
ungar skólastúlkur verði ást-
fangnar af kennurum sfnum og
um það hafa verið skrifaðar sög-
ur og jafnvel bækur.
4 VIKAN