Vikan


Vikan - 22.02.1962, Qupperneq 5

Vikan - 22.02.1962, Qupperneq 5
Það er ekki um annað að ræða en berja þessar tilfiningar burt með harðri hendi, — frá sjónar- miði kennarans yrði þetta ein- ungis hlægilegt. Ef þú lýkur ekki skólanum í vor, skaltu eindregið halda áfram í öðrum gagnfræða- skóla næsta vetur. Kæra Vika! Ég ætla að leita til þín i agaleg- um vandræðum mínum. Þannig eru málavextir, að ég er lirifin af manni, sem ég þekki, og í haust flutti ég i bæinn og hann baS mig aS lofa sér að vita hvar ég ætti heima. En ég er ekki viss um að hann sé eins hrifinn af mér og ég af honum, og þess vegna hefur þetta farizt fyrir hingað til. Nú langar mig að heyra frá þér heil og góð ráð sem allra fyrst. Með fyrirfram þakklæti. P.s.: Hvernig er skriftin? Ein vanda vafin. Það er jafngott fyrir þig að láta hann vita, hvar þú átt heima eins og vera í þessum „agalegu vand- ræðum“. Þá kemst þú að því, hvort hann hefur raunverulega áhuga fyrir þér og ef svo er ekki, þá verður þú auðvitað að taka hann af dagskrá. Skriftin er af- leit. Kæra Vika! Ég sendi þér nokltrar linur með kærri kveðju. Mér líkar vel lesmál Vikunnar, vildi helzt meira af frá- sögnum eins og Haust og Harmleik- ur á heljarslóðum. Línurnar hef ég ekki fleiri. Gunnar Friðþjófsson, Iíirkjuvegi 9, Ólafsfirði. Kæra Vika- Þér virðist ganga allvel að ganga út, enda er það lítil furÖa, þar sem ])ú ert ágæt í flesta staði. ViS þökk- um þér innilega fyrir síðast, en þú sveikst okkur um nýja framhalds- sögu. Við erum hérna nokkrar yng- ismeyjar og erum að rífast um hvort eigi að skrifa kjaftæði eða kjaftaæði. MeS fyrirfram þökk fyrir opinber- unina. — Kjaftakerlingar. Nýja framhaldssögu? Ég held, að ég skilji ekki, hvað þið eigið við. Það hefur alltaf byrjað ný framhaldssaga að annari end- aðri. Kannski eigið þið við kvikmyndasöguna „Með lausa skrúfu", sem er í blaðinu núna. Það mun réttara að segja kjaft- æði. Æruverðugi herra Póstur! í háttvirtum pistli yðar í 51. tbl. 1961, birtist greinarkorn eftir Jón H. ásamt visu eftir mig, og ber hvort tveggja yfirskriftina: Þingeyingar svara fyrir sig. Undir visu minni stóð: Fullkominn Þingeyingur (en það eru þeir allir). Það er mér virð- ist, að með greinarkorni Jóns H. hafið þér hugsað yður að sanna, að undirskrift mín væri ekki alls kost- ar rétt, vil ég benda yður á, í fullri vinsemd og kimnilaust, að grein þessi ber einmitt vott alfullkomnun- ar á sinu sviði. Oss, Þingeyingum, gengur jafnan betur að tjá hugsanir vorar í bundnu máli en óbundnu, og læt ég þvi fylgja línum þessum visu til skýringar máli minu, í von um að þér sjáið yður fært að birta hana: Sárt er að játa, að Jón sé af norðlenzkri slekt, en jafnvel i því finnur rök hin þingeyska snilli: Því fábjánskan hallast svo fast upp að æðstu spekt, að finasta hnifsblað kemst ekki þar á milli. Yðar einlægur áður kynntur Þingeyingur. „Meistari Karlsson“ og Kirkjan á hafsbotni. Það væri annars furðulegt að vita livernig læknar myndu taka grein i blaði um læknavísindi, sem rit- uð væri af skósmiði eða bifvéla- virkja. Þetta var það fyrsta sem mér datt í hug, eftir að hafa lesið grein þá í Vikunni þann 15. janúar sl., ef grein skyldi kalla, en grein þessi er rituð undir fyrirsögninni „MEÐ Á NÓT- unum, og finnst mér það vægast sagt undarlegur eða öllu heldur fjar- stæðukenndur og móðgandi titill á þeirri klausu. Bágt á ég með að trúa því að aumingja maðurinn sá arna, sem framdi þessa klausu, sé blaðamaður að atvinnu, og ennþá ver á ég með að trúa því að hann starfi við Vik- una, því ég hélt að það ágæta viku- blað væri sneytt slíkri blaða- mennsku, en það er víst þar eins og víða annars staðar, það leynir furðu margt á sér. Það leynir samt ekki á sér, að vesalings maðurinn á sér eina af- sökun, og þakka má hann guði fyrir það, en hún er sú, að hann hefur árciðanlega ekki snefil af þekkingu á eíni því er hann hæðist að, og má það því kallast furðuleg biræfni, að hann skuli hleypa sér svo langt sem 'nahn annars gerir, og væri það ósk- andi að manngarmurinn tæki það til athugunar, sér til bétrumbóta, áð blaðamennska byggist ekki á því einu saman að vera kaldur karl, heldur verður þekking og réttlæti að skipa stóran sess, ef vel á að vera. Og greinilega hlýtur það að telj- ast varasamt að kalla slíkan blaða- snáp sem þennan á sinn fund, til sannmælis á einu eða öðru. Siðan i sept. sl. bafa verið haldin jazzkvöld einu sinni í viku í Tjarn- arcafé i Reykjavík. Þessi jazzkvöld eru ávallt á mánudagskvöldum, frá kl. 9—11:30 á venjulegum restaurat- ion-tíma. Frá byrjun hafa jazzkvöldin verið prýðilega vel sótt og farið einkar vel fram. Reynt hefur verið að gefa gestum tækifæri til að heyra i sem flestum jazzleikurum landsins, með því að breyta til um hljóðfæraleikara frá kvöldi til kvlds, og hefur það tekizt vonum framar, en þar sem margir þeirra eru bundnir við störf sín um- rædd mánudagskvöld, þá hefur ekki Framhald á bls. 36. m WftíiMliÍnÍlliiím Him lim - -vM H V ImSHÍ CB ec a j-j o Q Z o J CQ 3 o cn isi 'C a 1 «5 3 o o m ’jA W z cs . <! e o m a ■ < < c/3 W * I I fe c *o O :0 t/3 C/3 Xfí cö c CQ U œ £ S‘a § s <! -r . . *ú-h — C cö eö CQ < fe fe e Cí 0> £ xn ho o pQ £ * * * VIKAN 5

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.