Vikan


Vikan - 22.02.1962, Síða 6

Vikan - 22.02.1962, Síða 6
VIKAN FAGNAR MERKUM ÁFANGA 1000% AUKNING ÁÞREMÁRUM Þegar Vikunni var breytt í núverandi form, seint á árinu 1958 var blaðið 16 síður og upplagið 4000 eintök. Nú er upplagið 16,000 eintök og hvert eintak 44 síður. Það er liðlega þúsund prósent aukning. I tilefni af þessum merka áfanga, kynnum við fyrir lesendum, hvernig blaðið verður til og hverjir vinna við, að það komi út í hverri viku allt árið. Þegar núverandi eigeudur Vikunnar tóku við rekstri blaðsins seint á árinu 1958, var stærð blaðsins 16 siður og út komu 4000 eintök vikulega. Á Jiessum þrem árum, sem síðan eru liðin, má segja, að Vikan hafi farið hamförum; stækkað ár frá ári og breiðzt út að sama skapi svo útbretiðslan er orðin eins mikil i hinum þéttbýlli hlutum landsins eins og útlend blöð gera ráð fyrir, að hún geti mest orðið. Þegar Vikunni var breytt f núverandi form, var hún stækkuð í 28 síður. Á árinu 1960 var blaðið stækkað í 36 siður og á síðasta ári i 44 síður. Auk þess komu út sex blöð á síðasta ári, sem voru 52 síður og eitt 64 siður. Á þriggja ára tímabili hefur upplag blaðsins verið stækkað úr 4000 eintök- um í 16.000 eintök á viku. Þá er stækkunin orðin 1000% miðað við prent- aðar síður. Vikan er nú orðin næst stærst allra íslenzkra blaða; aðeins Morg- unblaðið hefur stærra upplag. Samkvæmt Gallup-könnunum erlendis, er gert' ráð fyrir því, að fimm manns sjái hvert selt vikublað, en þrír hvert selt dag- blað. Samkvæmt því má gera ráð fyrir, að nálægt 75.000 manns sjái Vikuna í hverri viku, eða tæpur helmingur allrar þjóðarinnar. Þessi hraða útbreiðsla og aukning Vikunnar, er fyrst og fremst því að þakka, að blaðið hefur líkað vel, það hefur verið reynt af fremsta megni að vanda til þess og gera það bæði skemmtilegt til dægrastyttingar, fræðandi og vel útlít- andi. Önnur orsök velgengninnar er sú, að Vikan hefur litla sem enga sam- keppni haft, nema helzt af dönsku vikublöðunum, Hjemmet og Familie Journal, sem seld eru hér í talsverðu magni. f þessi þrjú ár hefur verið í senn blómatími og hnignunarskeið hinna svo- nefndu sorprit. Þau spruttu upp eins og gorkúlur á mykjuhaug, en efnið var eins i þeim öllum; þrástagazt og smjattað á pyndingum, morðum og sjúku kynferðislífi. Það þótti leiðigjarnt til lengdar, enda hafa þau flest lagt upp laupana. Önnur og betri vikublöð hafa líka séð dagsms Ijós á þessu tímabili. Þeim hefur ednkum verið ætlað það hlutverk að keppa við Vikuna; þau hafa stælt útlit hennar og efni, en af einhverjum ástæðum hefur aldrei orðið um neina samkeppni að ræða.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.