Vikan - 22.02.1962, Blaðsíða 7
1 tilefni af þeim aukningar-áfanga, sem nú hefur verið náð, vill Vikan gefa lesendum sínum
örlitla mynd af þvi, hvernig svona blatS er sett saman, hversu mikinn tima það tekur og
hve margir koma þar viS sögu. Þá er bezt að byrja á byrjuninni: Vikan er skipulögð um þaS
bil sex vikum áSur en hún kemur út. ÞaS er nauSsynlegt að vinna blaðið þetta langt fyrirfram
til þess aS vinnslan verði hagkvæm. Margt af efni blaðsins er þó unnið lengra fram i tímann,
allt upp i átta vikur. BlaSiS stendur i sambandi við fyrirtæki i Stokkhólmi og kaupir þaðan
sögur, ýmsa smáþætti og myndasögurnar. Margir halda, að myndasögurnar séu teknar upp úr
dönsku blöðunum. Það er mesti misskilningur; dönsku blöðin kaupa bara myndasögur frá
sama fyrirtækinu, Bulls Prasstjenst.
Auk ritstjórans starfa tveir blaðamenn við Vikuna. Ritstjórinn ákveður efnið, safnar þvi sam-
an og teiknar upp útlit blaðsins. Einn blaðamaður vinnur að innlendu efni og myndatökiun,
en blaðakona Vikunnar er um þessar mundir á blaðamannaskóla í Þýzkalandi og kemur vænt-
anlega aftur til blaðsins næsta haust.
Þegar efnið liggur fyrir, er það látið ásamt skissu af útlitinu i hendur manns, sem gerir ná-
kvæma vinnuteikningu fyrir prentsmiðjuna. Þegar þvi er lokið er liðin rúm vika frá þvi byrjað
var á blaðinu. Prófarkalesarinn tekur nú öll handrit og fer yfir þau; samræmir merkja-
setningp og leiðréttir villur, síðan fara handritin í setningu.
Setning á öllu efni i Vikuna tekur um það bil viku. Þá er lesmálið „þrykkt af“ eins og það
er kallað og síðan eru lesnar prófarkir. AS því loknu hefst umbrot, það er að segja siðunum
er raðað saman eftir teikningunni. Þá er búið að gera myndamót, en þau eru gerð i mynda-
mótavél Rafgraf h.f., sem er af fullkomnustu gerð sinnar tegundar. — Það tekur eina viku
að raða efninu saman og þá koma auglýsingarnar til skjalanna; þær hafa verið settar
nokkru áður, en nú koma myndamótin inn ásamt textum. Framhald á bls. 44.
1 hverri viku eru haldnir fundir, þar sem rætt er um
efni blaðsins, auglýsingar, prentun og vinnslu. Hér
eru talið frá vinstri: Guðmundur Karlsson, blaða-
maður og Ijósmyndari Vikunnar, Davíð Áskelsson,
prófarkalesari, Jóhannes Jörundsson, auglýsinga-
stjóri, Gfsli Sigurðsson, ritstjóri, Hilmar A. Krist-
jánsson, framkvæmdastjóri Hilmis h.f., Helga
Finnsdóttir, blaðakona, sem nú er við nám á
blaöamannaskóla i Þýzkalandi, Guðrún Leósdóttir,
aðstoðarstúlka hjá auglýsingastjóra og næst á mynd-
inni Runólfur Elentínusson, sem gerir vinnuteikn-
íngar af blaðinu fyrir prentsmiðjuna.
;X; .-ý;:
VIKAN 7