Vikan


Vikan - 22.02.1962, Síða 11

Vikan - 22.02.1962, Síða 11
SíSustu árin hefur færzt mikið fjör í reykvisk veitingahús; það kemur nálega eitt nýtt á ári hverju og þau bjóða öll uppá skemmtileg sérkenni. Það má segja, að stofnun Nausts fyrir nokkrum árum hafi hrundið þessari öldu af stað. Mestan þátt í því átti Halldór Gröndal, sem stýrir þeim stað enn þann dag í dag af raunsn og glæsimennsku. Það þarf varla að kynna Naustið fyrir landsmönnum. Nálega allir vita, að inn- réttingin minnir á gamalt skip, að það er hægt að velja um meira en 50 rétti og þar hefur verið lögð áherzla á allskonar sjórétti. Þá vita Reykvikingar að minnsta kosti, að Naustið byrjaði á skemmtiiegri nýbreytni fyrir nokkrum árum; gaf mönn- um kost á fyrsta flokks þorramat á þorr- anum. Halldór Gröndal er fæddur á Ránar- götunni 1927 og hefur alltaf verið Vestur- hæingur og RR-ingur að þvi er hann segir. Faðir hans er Sigurður Gröndal, sem rek- ið hefur veitingar í Valhöll á Þingvöllum. Halldór fór i Verzlunarskólann og lauk stúdentsprófi þaðan 1949. Hann hefur lik- lega haft áhuga fyrir veitingamennsku í blóðinu, þvi hann var farinn að hugsa um þau mál á skólaárunum og vann fyrst á Hótel Borg og síðar á Hressingarskál- anum á námsárunum. Halldór fór fyrst til Evrópu og kynnti sér hótel og veitingahús þar og síðan fór hann til náms i Cornell háskóla í íþöku Framhald á bls. 43. UNGT FÓLK Á UPPLEIÐ Halldór Gröndal veitingamaður í Nausti VIKAN 11

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.