Vikan


Vikan - 22.02.1962, Side 12

Vikan - 22.02.1962, Side 12
Þorsteinn Jónsson (Þórir Bergsson). Björn ævintýramaður kemur á bæ og þar er gömul kona að deyja. Hún á von á presti, en Björn sér, að hún á ekki langt eftir, tek- ur upp vasapelann og gefur henni sakra- ment í Jesú nafni. Vikan hefur snúið sér til tíu þekktra borg- ara og lagt fyrir þá spurninguna hvort, Björn ævintýramaður hafi gert rétt eða rangt. Svör þeirra eru í opnunni hér að aftan. Björn ævititýramaður sat á stölnum hinum megin við borðið á móti mér og reykti pípu. Við kÖlíuðum hann ævintýramann siðan hann kom heiin þá um sumarið síðla, við sem þekktum liann áður. í tíu ár hafði Björn flækzt suður í löndum, og lítið af honum frétzt. Stöku sinnum hafði hann þó skrifað mér, frá Mexico, Kina, Búlgaríu og Vestur-vígstöðvunum. 'Ég sendi þá stundum linu aftur, en fékk oftast bréfin endursend ári síðar, eða svo, og stóð. þá oftast stimp.að á þau „Parti“ (farinn) og einu sinni „I)écédé“ (dauður). Það bréf var sent til og frá Mexico. En lifandi var hann samt, eftir allt volkið, gamli félagi minn og fermingarbróðir, Björn ævintýramaður Andrésson. Og sat nú á móti mér, þetta haustkvöld í rökkrinu og reykti. „Þið viljið alltaf heyra ævintýri“, sagði hann, „en hver þremiíiinn getur sagt ykkur nema ég búi þau tii, hreint og beint ijúgi að ykkur? Ég er einn til frásagnar. Eg liefi líka tekið eftir því stundum siðan ég kom, að menn trúa mér misjafn- lega — þegar ég hefi verið svo barnalegur að segja frá ein- hverju í hóp manna. Þess vegna hætti ég því fljótt. — Þig, Alli, hefi ég gaman að spjalla við, því þú segir mér annað í staðinn, sem mér þykir gaman að. Þótt það sé ekki um morð og manndráp, þorsta og hungur — og þú trúir mér. Þú talar við mig eins og ég væri maður ennþá, en ekki einhver sjaidséður gripur, eða grammófónn, sem gaman er að draga upp og hlusta á í nokkrar mínútur. Skollinn hafi hað allt sam- an, ég er orðinn þréyttur á þvi. — Nei, mitt mesta ævintýri var ekki, þegar ég var dæmdur til dauða í Mexico, skotinn og jarðaður, og skreið svo ósærður upp úr gröfinni um nóttina. — Þeir grafa iiræin grunnt þar, og kosta ekki upp á kistur — sem betur fer. — Þú varst að spyrja livað væri mitt mesta ævintýri? Það var ekki það, og ekki heldur . . ., nei, það gerðist áreiðanlega hér á íslandi, áður en ég fór á flakkið veturinn, sem ég var kennari við unglingaskólann á Sóleyri. Á ég nú að segja þér hvað það var?“ „Ég var að biðja þig um mesta ævintýrið", sagði ég. Björn lagði fæturna upp á annan stól, og sneri vanganum að mér, andlitinu frá glugganum. „Ég ætlaði eiginlega ekki að segja neinum frá því atviki — en nú finnst mér ég þurfa að segja þér frá því. í rauninni hefir það alltaf pínt mig, að hafa aldrei sagt frá því. Það getur verið, að þér finnist það ekkert ævintýr, ekkert nema atvik, sem hvern óráðvandan heiinsk- ingja getur hent — en heyra skaltu það nú“. c o o MMm

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.