Vikan


Vikan - 22.02.1962, Qupperneq 13

Vikan - 22.02.1962, Qupperneq 13
Svo byrjaði hann, og ég hlusta'Sí. „Eins og ég sagði þér áöan, var ég þann vefur kertnari við unglingaskólann á Sóleyri og var þar almennt titlaður skóla- stjóri. Var i höfðingjatölu þar i þorpinu. Auk min kenndi við skólann einn kvenmaður, fröken María Blómdal hét hún og heitir enn, ef hún er ekki dáin i hárri elli. Reyndar sagð- ist hún vera um þrítugt, i óspurðum fréttum, og siðan eru, látum okkur nú athuga — tólf ár —, en sagan er ekki um Miss Blómdal. Og svo kenndi presturinn eitthvað líka. — Ung- lingarnir voru nálægt tuttugu, og einhvern blæ af menntun hafa þeir víst fengið á sig flestir, hvort það hefir orðið til að fegra þá og fága læt ég ósagt, veit það ekki. En veturinn var mér nær óbærilega langur og leiður. Eyrin var sannarlega engin Sóleyri í veraldlegum skilningi, því há ljöil voru á flesta vegu, og alla þá, sem nokkur sólar von var úr á þeim tíma árs, er ég dvaidi þur. Og i andlegum efnum fann ég þar lítt tii sólaryls. Fjögur hundruð sálir hýrðust þar i kaupstaðnum, og eini maðurinn, sem ég í rauninni kunni vel við, þrátt fyrir allt, var læknirinn, doktor Andrés Andrésson, miðaldra maður, ókvæntur. En liann var, þvi miður líklega, ákaf- 'lega drykkfeiidur, óstöðvandi vínnautnarmaður, blessaður karlinn. Fyrra hluta vetrar naut ég oft vel leiðindalækninga hans, en margan illan morgun átti ég þá, það veit hamingjan. Þess vegna gafst ég fljótt upp við þær leiðbeiningar að mestu leyti. En doktorsins sáiuga minnist ég alltaf með hlýjum huga, eins og allir, sem þekktu hann. Mér þótti verulega vænt um, þegar séra Pétur, þú kannast við, séra Pétur í Dal, gamall sveitungi og vinur, þá nýbakað- ur prestur, bauð mér að vera hjá sér um jólin. Hvar er annars séra Pétur nú, og hvernig líður honum?“ „Séra Pétur er enn í Dal, líður vel og er orðinn alþingis- maður og prófastur“, sagði ég. „Ágætt“, sagði Björn, og kveikti i nýrri pipu. „Já, séra Pétur þáverandi prestur og núverandi prófastur og þingmaður bauð mér að eta með sér jólamatinn og hlusta á helgar tíðir í Dah Þangað var yfir heiði að fara frá Sóleyri. Þá heiði hafði ég aldrei farið, en sögð var hún af kunnugum auðrötuð mjög og ekki meira en fjögra tíma gangur á milli bæja. Og þó eitt kot á heiðinni, klukkutíma gang frá byggð Dals-megin. Alla leið frá Sóleyri að Dal var sögð hæg dagleið gangandi. — Og á Þorláksmessu, i rökkrinu, var ég svo staddur uppi á heiði, einsamall og gangandi. Ég hafði hálft um hálft búizt við Smásaga eftír Þóri Bergsson samfylgd, en það brást. Varð þó lil þess að tefja mig svo, að ég komst ekki af stað fyrr en síðar en ég vildi. Veður hafði verið gott um morguninn, en var hvasst uppi og gerði uingt él um hádegið, þó var góð færð. Ég man hversu ég var orðinn undrandi yfir þvi,-hvað heiðar-ólukkan var löng, var orðinn slæptur, og sársá eftir þvi, að ég skyldi ekki hafa þegið hestinn sem. Pétur bauð mér að senda. Ég var, þarna í rökkrinu, ao þramma upp brekku, endalausa, líð- andi brekku, reyna að komast upp á brúnina, áður en dimmdi mikið meira. Þaðan vonaðist ég til að sjá til byggðar hinum megin og þaðan átti þó að minnsta kosti, að halla undan fæti. Það var orðið talsvert rökkvið, er ég kom upp á brekkubrúnina, og mér varð að von minni. Spölkorn frá, og dálítið til hægri handar, sá ég lítinn bæ, með Ijós í einum glugga. En beint fram undan hall- aðist heiðin, allbrött, niður í sveilina eins og breiður dalur. Tunglið var nú líka að koma upp. Allt lék nú aftur i lyndi. Ég settist á stein, og tók upp klukkuna. Hún var fjögur. Ég vissi, að nægur tími var til að ná húttum að Dal, og fara þó að engu óðslega. Ég var svo giaður, að ég tók nú upp vasapelann, í fyrsta sinni um daginn, flatt glas með portvíni, sem læknirinn gaf mér um morguninn og dreypti á jjví. — Ég fann að ég var orðinn ban- hungraður, ég hafði litið sem ekkert borðað um morguninn, nesti hafði ég með mér, en ekki haft skap tii þess fyrr um daginn að hugsa um það. Fyrst var það élið, sem ég hélt að væri stórhrið að byrja og mundi ríða mér að fullu, og svo var það brekkan, sem aldrei ætlaði að þrjóta. Og hvað vissi ég nema önnur eins brekka, helmingi lengri, væri niður af heiðinni liinum megin? Nú var ég hungraður. En það var frost og kalt, og ég heitur eftir brekkuna og ergelsið, og ekki laus við hroll. Þá varð mér litið á ljósið í Heiðarbænum. „Élg fer heim í kotið“, hugsaði ég, „og et inni. Fæ svo kaffisopa á eftir“. Björn þagnaði nú um stund, barði öskuna úr pípuhausnum og lét í hann tóbak. Svo tottaði hann pípuna þegjandi, en kveikti ekki i. „Þér finnst þetta, sem komið er, ekki sérlega ævintýralegt, sem von- legt er“, sagði hann. ,En samt er það formáli að þvi sem langmest áhrif hefir haft á mig af öllu því, sem fyrir mig hefir komið, og ég hefi langoftast lifað aftur í vöku og draumi. En það getur vel verið að þú brosir að því síðar, að ég geti ekki sagt þér þannig frá því að þú skiljir mig. Ég barði að dyrum í kotinu á heiðinni. Einhver kom hratt fram göngin og opnaði bæjarhurðina. Það var karlmaður, og liélt á kerti, sem slokknaði á um leið og hann opnaði. Nú var orðið dimmt, og tunglið var bak við ský. „Komið þér sælir“, sagði hann og talaði lágt, en hratt. „Guði sé lof, að þér eruð kominn“. Ég átti ekki von á þessari kveðju og fannst hún auðvitað dálítið brosleg. En flaug í sömu andrá i hug, að eitthvað væri að þarna í kotinu. Ég rétli honum höndina og heilsaði. „Er það ekki séra Pétur?“, sagði hann og kom út á hlaðið tíl mln, berhöfðaður, með kertisskarið i hendinhi. „Nei, nei, það gat ekki heldur verið. Nei, hann getur ekki komið fyrr en um sex-leytið — í fyrsta lagi“. Ég sagði honum hver ég vár og erindið. „Er von á séra Pétri hingað i kvöld?“, spurði ég svo. ,,Já“, sagði hann. „Ég sendi eftir honum i dag, til að þjónusta móð- ur mína, — Hún er i dauðanum, — alveg í dauðanum. — Hún þráir sakramentið. En guð veit, hvort hann kemur nógu fljótt“. Honum var ákaflega mikið niðri fyrir. „En ég læt yður standa hér úti, þreyttan ferðamanninn“, sagði hann, „komið þér inn. Þér bíðið hvort sem er eftir presti og verðið honum samferða heim“. Satt að segja hefði ég nú helzt viljað halda ferð minni áfram, og ég ympraði á því við bónda. Prestur mundi ríðandi, sagði ég, en ég væri gangandi, og við gætum þvi ekki orðið samferða. Og þegar svona illa stæði á lijá honum, þá vildi ég ómögulega gera átroðning. „Gerið það fyrir mig, að koma inn“, sagði hann innilega og tók í handlegginn á mér. „Því, sjáið þér til, hvernig ástatt er fyrir mér, ég sendi Guðrúnu eftir prestinum, og þegar svona kemur fyrir, þá er allt svo erfitt, og maður er feginn að vera ekki aleinn“. „Er enginn heima, nema þér?“ spurði ég. „Við erum ekki nema þrjú hér“, sagði hann, „hún móðir mín, blessuð, ég og hún Guðrún, vinnukonan. Við erum ekki fleiri". „Ég bið þá eftir séra Pétri“, sagði ég, og svo rak ég liann inn til sjúklingsins og fór að skafa af mér snjóinn í hálfleiðu skapi yfir þessu. Þó gat ég ekki að því gerí, að í huganum var einliver undir- Framhald á hls. 4?. VIKAN 13

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.