Vikan - 22.02.1962, Side 14
10 manns svara spurningu VIKUNNAR
um aðalatriði sögunnar á bls. 12—13
GERBI BJÖRN
ÆVINTYRAMAÐUR
RÉTT EÐA RANGT?
Sagan Sakrament eftir Þóri Bergsson er byggð á guð-
fræðilegu og sálfræðilegu atriði, sem lengi hefur valdið
deilum manna á meðal, og þótt skáldið byggi upp söguna
á þeim umdeilanlega grundvelli, Iætur hann ósagt um sitt
eigið álit á því, hvað honum finnst um tiltektir Björns æv-
intýramanns í sambandi við andlát gömlu konunnar.
Sagt er að svipaður atburður hafi skeð fyrir löngu síðan
hér á landi og vakti þá miklar deilur meðal almennings.
Höfundurinn segist þó ekki hafa byggt þessa sögu á nein-
um slíkum atburði. Er sagan listaverk, sem hlýtur að vekja
menn til hugsunar um það, hvort sögumaður hafi gjört
rétt við gömlu konuna — eða ekki.
Þess vegna var það, að Vikan leitaði til nokkurra karla
og kvenna, lýsti aðalatriðum sögunnar fyrir þeim, og spurði:
Gerði maðurinn rétt?
Meðal þeirra, sem svara spurningunni, er höfundurinn
Þórir Bergsson, sem heitir þó raunverulega Þorsteinn
Jónsson eins og alþjóð veit.
Séra Bjarni Jónsson,
vígslubiskup.
Ég mundi segja, út frá mínu
hjarta, að maðurinn hafi gjört rétt.
Þetta var kærleiksverk, sem hann
vann og i anda kristinnar trúar. 1
slíku tilfelli, sem þessu, hefir hver
sem er, leyfi til að gjöra slíkt hið
sama, að mínu persónulega áliti,
sé það gert i anda kærleikans.
Ef ég hefði sjálfur verið sá prest-
ur, sem verið var að sækja, og ekki
komizt í tæka tíð til konunnar, þá
hefði ég lagt blessun mina yfir verk
mannsins, sem varð til þess að
gamla konan fékk hjálp og gjöf frá
Guði á stund neyðarinnar.
14 VIKAN
Major Svava Gísladóttir,
H j álpræðishernum.
„Ég segi að maðurinn hafi gert rétt,
þvi þetta var konunni heilagt áhuga-
mál og jafnframt nauðsynlegt til þess
að hún gæti dáið i friði.
Við í Hjálpræðishernum erum ekki
mikið gefin fyrir ytri seremoníur, en
virðum þær og teljum nauðsynlegar
þeim, sem vilja viðhalda þeim. Margt
af okkar fólki tekur þátt í ýmsu
slíku, en við segjum ekkert við þvi.
Þess vegna er það, að við höfum ekki
beint áhuga fyrir líkamlegri neyzlu
brauðs og víns í sambandi við aflát,
því við trúum því að Kristur hafi
meint andlega neyzlu blóðs hans' og
iíkama — og að til þess þurfi eng-
in ytri tákn.
Aðaláherzluna leggjum við á hið
andlega samband mannsins við Krist og friðþægingu fyrirgefningu með einni athöfn, heldur að einlæg trú á
hans. Við trúum því ekki að hægt sé að öðlast synda- Jesú Krist veiti hana".
Thor Vilhjálmsson,
rithöfundur:
. . i scgu eftir Þóri Bergsson?
Má ég þakka þér fyrir að þú ætlast ekki
til að ég fari að lesa söguna.
Ætli það þurfi ekki forhert illmenni til að
neita að létta helstríð góðrar, gamallar konu
með svo lítilli fyrirhöfn?
Ekki spillir að þessi umrenningur skyldi vera
með það fína vín með sér á ferðalaginu og
geta hjálpað gömlu konunni til himnaríkis með-
púrtvíni áður en hún dó. *"
Ásbjörn
Magnússon,
forstjóri:
Samkvæmt kenning-
um rórnversk-ka-
þólskrar kirkju, sem
ég aðhyllist, þá helg-
ar tilgangurinn ekki
meðalið, og maðurinn
gerði því alrangt að
látast veita konunni
aflausn.
Hann hafði ekkert
umboð til þessa, enda
hafa engir til þess um-
boð nema kaþólskir
prestar, sem hafa
fengið Það með vígsl-
unni. Allir menn, sem
hafa sjálfir verið
skirðir, geta skírt
aðra, en aðeins prest-
ar og aðrir vígðir
menn, geta veitt aflausn synda. Þann mátt gaf Jesú postulum
sínum og þeir síðan sínum umboðsmönnum.
Þess vegna gerði maðurinn rangt.
Hann hefur að vísu dálitlar málsbætur, sem felast í því að
hann hefur sennilega ekki vitað gjörla hvað hann var að gjöra.
Höfuðatriðið er í sjálfu sér að konan iðraðist synda sinna,
og þá þurfti í rauninni ekki meira að gera, eins og á stóð.
Eftir andlátið má syngja yfir henni sálumessur, sem eru I
rauninni beiðni til Guðs um að veita henni fyrirgefningu
syndanna. Þess vegna hefði maðurinn ekki átt að vera að
skipta sér neitt af þessu, því það var hvort sem er alveg
ónauðsynlegt.