Vikan


Vikan - 22.02.1962, Síða 16

Vikan - 22.02.1962, Síða 16
Svanur Gestsson *© Hin hraSa úthreiðsla Vikunnar á undanförnura þrem árum, er ekki sízt" duglegum sölubörnum að þakka. Þau hópast saman á Laugavegi 133 á hverjum fimmtudagsmorgni svo stundum er löng biðröð, meðan verið er að afgreiða þau. Mest hafa komið 300 börn í einu til þess að selja Vikuna, en ef tekið er meðaltal allt árið, koma 100 að jafnaði. En sölubörn koma því aðeins, að þeim gengur vei að selja blaðið og þau fá vel borgað fyrir það. Vikan byrjaði á þeirri nýbreytni á sínum tima, að sölubörn fengu eins konar uniform: Rauðar töskur með nafni blaðsins og rauðar húfur að auki. Þetta varð fljótt afskaplega vinsælt i hópi sölubarna og munu önnur blöð hafa orðið vör við það, þvi þau voru fljót að koma i kjölfarið. Síðan Vikan hóf skipulagða lausasölu, hafa nokkur börn ævin- lega staðið upp úr fjöldanum og selt að mun mest. Það virðist ekki vera tilviljun, því þessi sömu börn verða alltaf hæst. Aflakóngurinn síðastliðin þrjú ár er tvimælalaust Svanur Gests- son, Háagerði 41. Þegar Vikan efndi til söluverðlauna 1959, varð Svanur hlutskarpastur og vann reiðhjól í verðlaun. Þá var hann svo að segja að byrja, en hann hefur alla tíð haldið forystunni og gerir enn. Svanur er núna 13 ára og það er liðið eitthvað á fjórða ár siðan hann byrjaði að selja Vikuna. Hann sagðist ekki muna gerla, liversu mörg eintök hann hefði seit i fyrstu, en núna selur hann 90—100 á viku og mest hefur hann selt 200 eintök á einni viku. Svanur hefur alltaf selt mikið til á sömu slóðum; hann fer einkum uin Smáíbúðahverfið, en þann tíma ársins, sem hann er ekki í skóla, fer hann lika niður í bæ og selur þá mest á skrifstofum. Sölubörn fá 3 kr. fyrir hvert eintak, sem þau selja, svo Svanur hefur að jafnaði 270—300 krónur á viku eða um 15000 kr. á ári. Hann hefur keypt sér svefnsófa, fatnað og ýmislegt fleira. Svanur segist ekki vera ákveðinn í þvi, hvað hann ætlar að verða þegar hann er orðinn stór. Næstur afiakónginum er Gunnar Þór Indriðason, Álfheimum 18, og slagar hann hátt upp i Svan, þegar bezt gengur. Hann er líka 13 ára og búinn að selja Vikuna i 3 ár. Hann seldi 30—40 blöð fyrstu vikurnar en núna selur hann 75—100 eintök á viku. Hann hefur fyrir það 225—300 krónur á viku. Gunnar Þór selur aðallega í verzlunum við Laugaveginn og i miðbænum. Hann gizkar á, að hann hafi selt fyrir 10.000 krónur á sl. þrem árum. Hann hefur keypt sér hansahillur, skrifborð, fatnað og fleira. Sá þriðji i röðinni er ekki aldraður til muna og gæti þess vegna átt pftir að siá sölumet Svans áður en hann verður 13 ára. Framhald á bls. 84.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.