Vikan


Vikan - 22.02.1962, Qupperneq 19

Vikan - 22.02.1962, Qupperneq 19
eldurinn á arninum brann með ann- arlegum brestum og gneistaflugi. Gegnum stormdyninn barst þungur gnýr af hafi, það var svo sem auð- heyrt að berserkjadans brimsins og brotsjóanna var þegar hafinn. Emmy hörfaði frá glugganum, hún sá ekki neitt fyrir veðrasortanum hvort eð var. Hún kveikti ljós, stillti súgspjaldið á arninum og tók aftur til við prjónana, þótt hún vissi að hún hefði ekki neina eirð i sér til vinnu fyrr en Páll var kominn heim af sjónum. o G i sömu andrá heyrði hún fótatak hans úti fyrir. Köld vindstrokan stóð inn um dyrnar þegar hann opnaði þær og kom inn. Hann var blautur og hrakinn, enn hann stóð þó þarna heill á húfi. — Sæl, Emmy . . . — Páll . . . Hamingjunni sé lof fyrir að þú ert kominn heim. Ég þorði alls ekki að vona að þú kæm- ir svona fljótt. — Ég hélt mig nær landinu en hinir bátarnir tveir, og lagði af stað um leið og ég þóttist sjá að óveður væri í aðsigi, svaraði hann. — Og hinir bátarnir . . . eru þeir líka komnir að? — Kristján hlýtur að vera kom- inn langleiðina. Ég hafði samband við hann um talstöðina skömmu áður en við lentum. Aftur á móti höfum við ekki heyrt neitt til Jan- usar, en vonandi er hann lika á heimleið. Það kom áhyggjusvipur á and- lit Páls, en því veitti Emmy ekki neina athygli. Hún var glöð og ánægð, fyrst Páll var kominn heim og hún hlakkaði til þess að eiga með honum langt og skemmtilegt kvöld. Þau tvö ein . . . —Nú skulum við fá okkur að borða, sagði hún. Þú hefur fulla þörf fyrir það. Svo hélt hún fram í eldhúsið, léttum skrefum. Páll settist fyrir framan útvarps- viðtækið og stillti á bátabylgjuna; leitaði og leitaði og heyrði tií nokkurra báta, en ekki þess, sem hann hlustaði eftir. Það leyndi sér ekki að honum var það mjög í mun, en þó lokaði hann fyrir við- tækið þegar Emmy bar inn mat- inn. — Gerðu svo vel, Páll. Það er ekki svo oft, sem þú borðar heima, og ég hugsaði mér því að gera okk- ur svolítinn dagamun. En nú verð- ur þú kannski heima á næstunni — ef óveðrið lægir ekki, á ég við? — Já, það getur staðið yfir báða dagana, svaraði hann. Leiðist þér mikið . . .? hann teygði sig til henn- ar yfir borðið og þrýsti hönd henn- ar. — Hræðilega, Páll. En það er þýðingarlaust að biðja þig að fá þér einhverja atvinnu í landi. Hann hristi höfuðið. — Heimsækja þær þig ekki, hinar konurnar í þorpinu? spurði hann ástúðlega. Hún yppti öxlum. — Mér stend- ur á sama um það, svaraði hún. Ég sakna þín og einskis annars. E JLJG VERÐ að sækja sjóinn og afla okkur viðurværis. En konurnar hérna í þorpinu eru því vanastar að standa saman í ein- verunni og vera hver annarri til aðstoðar og dægrastyttingar. Ertu viss um . . . ég á við, heldurðu að þú skiljir þær og takir þeim eins og vera ber, þegar þær heimsækja þig? — Þær heimsækja mig ekki, enda vil ég helzt vera ein, svaraði hún dálítið kuldalega. — En þær heimsóttu þig fyrst í stað? Og þú segir að þér leiðist að sitja ein öllum stundum. — Við skulum láta þetta liggja milli hluta í bili, Páll, mælti hún biðjandi. Stundum finnst mér, að þú skiljir mig ekki til fulls, ekki einu sinni þú . . . P Jn ÁLL svaraði ekki og það varð hljótt við borðið um hrið. Fyrir bragðið var sem hamfarir óveðursins úti fyrir yrðu enn tryllt- ari. Svo virtist sem stormurinn færð- ist stöðugt í aukana. Gnýrinn frá hafinu lét i eyrum sem samfelld- ar, þungar dunur. Regnið og sæ- drifið buldi án afláts á rúðunum. Það fór ósjálfrátt hrollur um Emmy. Þegar óveður geysaði var sem allt utan stofuveggjanna vekti með henni andúð og óvild. Inni í stofunni var hennar öruggi heimur — þegar Páll var þar hjá henni. Hún borðaði litið, sat bara og virti hann fyrir sér meðan hann gerði sér matinn að góðu af beztu lyst. Þegar hann hafði lokið mál- tíðinni, rétti hann úr fótunum og kveikti sér i pipunni, sæll og ánægð- ur, þótti henni sem lífið brosti við sér þá slundina, þrátt fyrir allt. Enda þótt húsið nötraði við átök storm- byljanna, stóð það fast á sínum grunni, sterkbyggt og öruggt, það lagði þægilegan yl frá arninum, Páll var heima, og hvaða máli skipti þá hrikaleikur hafs og storma úti fyrir — hvað kom henni það við? Hér var hennar heima og allt, sem hún unni. Páll var risinn úr sæti sínu og hafði fært sig yfir að útvarpsvið- tækinu, og allt í einu var sem hon- um brygði. Hann lagði við hlustir og svipur hans varð kvíðaþrunginn svo lá við ótta. Emmy veitti því athygli, og hið innra með henni var sem einhver annarleg rödd spyrði: — Hvað er nú í vændum . . . Hún þurfti ekki lengi svars að bíða. Hurðinni var hrundið upp, stormhviða stóð inn í stofuna um leið og hávaxinn maður klæddur svörtum olíustakk kom inn. — Er eitthvað að, Iíristján? spurði Páll hraðmæltur. Komumaður kinkaði kolli og strauk rengbleytuna og sædrifið af andliti sér. — Janus er ekki kominn að enn, svaraði hann. Vélin var í einhverju ólagi hjá lionum í dag. Framhald á bls. 36. Hún vildi hindra eigin- mann sinn í að fara út með björgunarbátnum. En hann tók hana í fang sér og bar hana þangað sem eiginkonur þeirra hinna af áhöfn- inni stóðu, og þær héldu henni fastri. VIKAN 19

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.