Vikan


Vikan - 22.02.1962, Side 20

Vikan - 22.02.1962, Side 20
Framhaldssagan: soia s oii Clark lá rúmfastur næstu tiu daga. Fyrst í stað svaf ég á litlum bedda við fótagaflinn, en Það var þröngt í sjúkrastofunni og brátt varð þar svo mikið af allskonar lækningatækj- um og glösum, og hjúkrunarkonan sat þar einnig inni, svo læknirinn taldi heppilegra að ég flytti yfir í næsta herbergi. Það var óvænt og þung þraut fyr- ir mig að sjá Clark rúmliggjandi í sjúkrahúsi. Hann sem alltaf hafði verið hraustur og sterkur og lífsfjör hans einstakt. Hann hafði aldrei kennt neins sjúkleika og engin merki um hjartabilun komið fram við læknis- skoðun að undanförnu. Þótt hann væri sárþjáður fyrst í stað, heyrðist hann aldrei kvarta. Það gat ekki verið betra að fást við hann sem sjúkling, og hann var staðráðinn í að gera allt, sem honum sjálfum væri unnt, til þess að fá serh fyllstan bata og sem fyrst. Þyngstar áhyggj- ur hafði hann af mér og barninu. „Ég haga mér þokkalega gagnvart þér og barninu," sagði hann hvað eftir annað. „Þú ættir ekki að vera yfir mér, ég veit að það hefur ó- heppilegustu áhrif, eins og ástatt er fyrir þér.“ Ég hagræddi svæfli hans og sagði: „Þú hefur þar rangt fyrir þér. Það hefði enn óheppilegri áhrif, ef ég gæti ekki verið hjá Þér ...“ Clark krafðist þess af læknunum, að þeir segðu sér allt eins og var um sjúkdóminn. ,,Ég vil fá að vita hversu alvarlegt þetta er,“ sagði hann við hjartasérfræðinginn. „Ég vil fá að vita hvað hefur bilað og hvernig, og hvers ég má vænta í framtíðinni. Segið mér allt eins og það er, og dragið ekkert undan. Ég þoli það." Hann brast ekki kjark fram á síðustu stund. . Honum var sagt að hann yrði að hvila sig vel og lengi eftir að hann væri brautskráður úr sjúkrahúsinu. Hann mundi þá smámsaman ná full- um bata. Hann virtist hressast með degi hverjum, gat jafnvel farið að lesa sér til dægrastyttingar. Hugsanir hans snerust stöðugt um mig og barnið. Ég hafði þá gengið með í fimm mánuði. Hann bað mig oft að standa við rekkjustokkinn, svo hann gæti horft á mig. Og einhver kærasta endurminningin frá þessum tíma er gleði hans og stolt, þegar hann hafði fengið hlustunartæki læknisins að láni og gat heyrt hjartslátt hins ó- fædda sonar síns. Þegar ég vef John Clark á búgarði sínum. litla örmum nú, minnist ég þess jafn- an, að þeirrar gleði fékk faðir hans þrátt fyrir allt að njóta. Læknarnir höfðu sagt mér, að venjulega væri það tíundi dagurinn sem réði úrslitum þegar um slíkan hjartasjúkdóm væri að ræða. Ég man að einn þeirra komst þannig að orði: „E'f allt fer vel tíunda sölarhringinn, eru miklar vonir um að allt fari vel“. Ég beið, taldi sólarhringana og bað. Það var á níunda degi að ég skrapp heim eftir ýmsu smávegis, sem Clark vanhagaði um. Ég hafði ekki neinn grun um að honum kynni skyndilega að versna, enda engin ástæða til að ætla það. Ég hafði beðið og beðið, en aldrei látið hugfallast, staðráðin í því, eiginmanns míns og barns okk- ar vegna að ég skyldi ekki bugast. En þegar ég kom inn í svefnherbergið okkar og fór að tina saman það, sem Clark hafði beðið mig að sækja, brast mig skyndilega þrek. Ég lokaði mig inni í snyrtiherberginu og grét. Loks létti mér svo, að ég gat haldið af stað aftur. Þegar ég kom inn í sjúkrastofuna, mælti Clark: „Þú mátt ekki fara frá mér aftur. Ég þoli ekki að vera án þín .. .“ Daginn eftir, þann 16. nóvember, vorum við öll hin vonglöðustu. Ég færði Clark nokkur bréf og símskeyti, sem honum hafði borizt •—- svo hundr- uðum skipti á hverjum degi eftir að fréttist um sjúkleika hans, en ég valdi alltaf úr fáein, sem ég las honum. „Hér er bréf frá gamalli vinkonu þinni í París,“ sagði ég og fékk hon- um lokað umslag. „Eins og þú sérð, þá hef ég staðizt freistinguna að opna það.:: Hann leit á mig og brosti. „Hvar felurðu svo öll hin?" spurði hann glettnislega. Ég sat við rekkjustokkinn og virti fyrir mér svipbrigði hans í speglin- um. Ég hafði aldrei séð hann eins karlmannlegan og fríðan öll þau ár, sem kynni okkar höfðu þá staðið. Þetta var líkast kraftaverki, hugsaði ég. Öll sjúkdómsmerkin hið ytra voru horfin — þreytudrættirnir og fölvinn — hann virtist hafa yngzt um mörg ár og annarlegur friður hvildi yfir svip hans. Ég hef heyrt sagt að aldrei sé Ioginn bjartari en i þann veginn sem hann er að slokkna, en ekkert slíkt kom mér til hugar, þegar ég sat þarna og naut Þess að virða hann fyrir mér. Rufus Martin, sem verið hafði vinnumaður á búgarði Clarks í meir en tuttugu ár, Ieit inn sem snöggvast andartaki síðar. Hann brosti, þegar hann hélt á brott. „Ég óttast ekki um Clark Gable úr þessu," sagði hann. Við Clark snæddum kvöldverð og glöddumst saman yfir því hve þetta hefði verið góður dagur. Þegar klukk- una vantaði um tíu mínútur i tíu um kvöldið fann ég til leiða fyrir hjartanu; Það var minn gamli sjúk- dómur, sem sagði til sín og kom mér það mjög á óvart, þar sem ég hafði ekki kennt hans í meir en tvö ár. Ég vildi umfram allt ekki valda Clark neinum áhyggjum, svo ég bað hann hafa mig afsakaða andartak og gekk út úr sjúkraherberginu, eftir að ég hafði kysst hann og Þrýst honum að mér. „Ég kem inn til Þín aftur, elskan min, þegar hjúkrunarkonan hefur búið þig undir nóttina — ég elska þig.“ Þetta urðu siðustu orðin, sem ég mælti við hann. Síðan hef ég hvað eftir annað ósk- að þess með sjálfri mér, að ég hefði ekki farið út úr sjúkraherberginu. Læknarnir sögðu mér að öllu hefði lokið á broti úr sekúndu og hann hefði ekki liðið neinar þjáningar — hefði ekki einu sinni haft hugmynd um þegar dauðinn nálgaðist. Hjúkrunar- kona sagði að hann hefði hnigið út af með lokuð augu, og í sömu andrá var hann látinn. Þetta var kl. 10.50 að kvöldi. Ég hafði lagzt fyrir og blundað inni í herbergi minu, en læknirinn og hjúkrunarkonan vöktu mig. „Clark 20 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.