Vikan


Vikan - 22.02.1962, Qupperneq 24

Vikan - 22.02.1962, Qupperneq 24
Ný kvikmyndasaga Myndin verður sýnd í Trípolíbíói á næstunni. Tony opnaði dyrnar og kallaði nið- ur til Franks, sem sat við skiptiborðið. — Simasamband við Mario bróður minn í verzlun hans i New York. Númerið er í litlu minnisbókinni. Ally fölnaði. — Nei, pabbi, gerðu bað ekki. — Ot með þig. Þetta er einkasamtal. Ot . . . Og hann ýtti honum fram fyrir. Ally var að gráti kominn. — Þú veizt það, pabbi, að þegar mamma dó, heimtaði Soffia konan hans, að ég yrði tekinn héðan og mér yrði komið fyrir á góðu heimili. Manstu það ekki? — Hvað gengur eiginlega að þér. Komdu þér út. — Ég vil vera kyrr hérna hjá þér, pabbi . . . —• Hvað kemur það þessu máli við? Eg held þú sért ekki með öllum mjalla . . . — Þau fara undir eins að tala um það! — Ég hef engan tima til að þrátta við þig . . . Halló . . . ertu þetta sjálfur, Mario? Mario var eldri en Tony, lágvaxinn maður, fjörutíu og þriggja ára. Hann og Soffía, kona hans, höfðu unnið tólf klukkustundir á dag, sex daga í viku í þrjátíu og átta ár samfleytt í kven- nærfatabúð sinni í New York, og með einstakri sparsemi tekizt að nurla saman álitlegum auði. Auður vex hægt, eins og allt annað, var eftir- lætisorðtak hans. Gallinn er að allir vilja verða ríkir á stundinni. En það getur enginn, nema hann steli, og það á að hengja alla þjófa. Auður vex hægt, kartöflur spretta hægt, börn vaxa hægt. Soffía hefði átt að vera uppi á land- námsöld. Sannkallaður kvenskörung- ur. Þegar hún tók eitthvað í sig, unni hún sér hvorki svefns né matar — öðrum ekki heldur — fyrr en hún hafði hrundið því í framkvæmd. — Tony? spurði Mario. Leit til Soffíu, sem stóð við peningakassann og til sonar síns. — Það er Tony, Soffía . . . Hvað vantar þig mikið, Tony? Langlínusímtöl kosta peninga. — Þú þekkir mig alltof vel, Mario bróðir, svaraði Tony og hló. Heyrirðu til mín . . . —Já, því miður. Ég heyri alltof vel til þín. — Fimm þúsund og þrjú hundruð dollara .... Það var löng þögn hinum megin. — Fimm þúsund og þrjú hundruð dollara, endurtók Mario loks veikum rómi. — Feginn að heyra til þín aftur. Ég var farinn að halda að þú hefðir skellt á. — Fimm þúsund og þrjú hundruð dollara? Veiztu hvað ég þarf að selja mörg brjóstahöld til að þéna svo háa fjárupphæð? — Ég mundi ekki minnast á þetta við þig, ef ég væri ekki í vandræðum. — Nei, Tony. Ég get það ekki og vil ekki gera það. Eins og ég sagði sið- ast . . . aldrei aftur, ekki grænan eyri, og það stendur. — Ég er í neyð. Það á að bera mig út á götuna. Tveggja sólarhringa frestur. Mér stendur á sama um mig, en það er drengurinn. Ef hann væri frískur, þá væri þetta allt í lagi. En eins og á stendur . . . Ally stóð á öndinni — fyrir utan hurðina. Mario gleypti við agninu. — Hvað . . . hvað gengur að drengnum? Er hann veikur? — Það skiptir vitanlega ekki neinu máli. Fyrirgefðu, ég ætlaði alls ekki að minnast á það. — Ég er þó bróðir þinn. Og ef drengurinn er veikur . . . — Gleymdu því. Þú getur þetta ekki hvort eð er. Hvernig líður Soffíu? Er hún frísk? — Tony . . . hvað gengur að drengn- um? — Þetta er ekkert alvarlegt. Eitt- hvað innvortis. 1 maganum. — Tony, segirðu þetta satt? — Gættu nú að þér, bróðir. Um hvað ertu eiginlega að væna mig? Hef ég kannski einhverntima logið að þér? — Já, auðvitað. — Þú heldur þó ekki að ég færi að skrökva slíku upp? Hvers konar fantur heldurðu eiginlega ég sé? Og ef þú sendir mér ávísun ríf ég hana i tætlur . . . Hann skellti talnemanum á. Þessa stundina var hann sjálfur sann- færður um að hann hefði sagt þetta satt. Líka að hann mundi rífa ávis- unina í tætlur. Ally kom inn og var mikið niðri fyrir. — Hvers vegna sagðirðu að ég væri veikur í maganum? — Þú hefur legið á hleri eins og vant er. Þú ert alltaf slæmur í mag- anum. 1 gær og fyrradag . . . Hann kallaði mig lygara . . . Ég má ekki til þess hugsa að hafa drenginn hjá honum, sagði Soffía. Á því hafði hún stagazt að minnsta kosti í hálftíma. Það voru engir viðskipta- vinir inni i verzluninni þessa stund- ina. Segðu mér orðrétt hvað hann sagði . . . — Soffia, fyrir alla muni farðu nú ekki að gera neitt veður út af þessu. Strákurinn er með kveisu. — Og af hverju stafar kveisa í ung- lingum? Getur verið fyrsta stig af skeifugarnarbólgu. Stórhættulegt. — Soffía, fyrir alla muni . . . — Allt í lagi. En ef þetta er alvar- legt, berð þú ábyrgðina. — Þakka þér fyrir. — I dag er það kveisa. Á morgun getur það verið botnlangabólga . . , garnaflækja . . . guð má vita hvað . . . Og þú ætlar að hafa hann í umsjá þessa snarbrjálaða bróður þíns. Og ef drengurinn deyr? Þetta er ung- ur drengur, sem þarf að vera á góðu heimili, þar sem góð kona hugsar um hann. Hvað skyldi móðir hans hugsa í gröf sinni, eins og hún hugsaði alltaf vel um hann. Og Soffia fór að gráta. Það stóð þó ekki lengi. — Hvað er maður lengi að fljúga héðan til Miami? Það er orðið svo einmanalegt heima hjá okkur. Það væri ekki nema gaman að hafa dreng- inn. — Soffía, fyrir alla muni . . . við vitum ekki einu sinni hvort nokkuð gengur að drengnum. Framhald á bls. 46. — Fimm þúsund og þrjú hundruð dollara? Veiztu hvað ég þarf að selja mörg brjóstahöld----------

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.