Vikan


Vikan - 22.02.1962, Page 36

Vikan - 22.02.1962, Page 36
Þér njótið vaxandi álits ... þegar þér notið Blá Gillette Extra rakblöð í*ér getið verið vissir um óaðfinnanlegt útlit yðar, pegar þér notið Blá Gillette Extra blöð, undrablöðin, sem þér finnið ekki fyrir. Pó skeggrótin sé hörð eða húðin viðkvæm, þá finnið þér ekki fyrir blaðinu ef notuð eru Blá Gillette Extra. 5 blöð aðeins Kr. 20.50. Gillette er eina leiðin til sómasamlegs raksturs ® Gillette er skrásett vörumerki. Pósturinn. Framhald af bls. 5. tekizt að ná til allra þeirra er hlut eiga að máli ennþá. Og það má með sanni segja, að jazzkvöldin hafa gefið góðan árang- ur, og eru til sóma fyrir aiia þá er hlut eiga að máli, nema ef ske kynni að þau ættu eftir að verða blaðasnáp einum fræknum frá Vikunni til ó- sóma. Það er ekkert einsdæmi að ráðizt sé á jazztónlistina, sem er hin göfuga tónlist þeirra sein hana skilja og kunna að meta, en það verður ekki einungis sagt um jazzinn, heldur um aila tónlist og alla aðra list, eu heppilegast tel ég þó að slikir árás- armenn kynnu að rita skammir sín- ar stórslysalaust, og að þeir hefðu einhvern snefil af þekkingu á við- eigandi málefni. 36 VIKAN Það er annars furðulegt að mann- tetrið skuli ekki láta sér nægja að bruðla með landa sína, heldur gerir hann sér lítið fyrir, í umræddri klausu, og gerir grín að heimsviður- kenndum jazzartistum, en þá nefnir hann ýmsum hjákátlegum nöfnum sem ég kann ekki að nefna hér, og þar má lesa háðið á milli línanna. Hefði nú Vikunni ekki verið nær að senda einhvern dómbæran mann á vettvang til að dæma hina ágætu ipzzleikara eitt mánudagskvöld, — en það má með sanni segja að marga eigum við jazzleikara, sem eru á beimsmælikvarða, og sumir þeirra hámenntaðir, — heldur en að senda þennan jarðvöðul sem gerði ekki annað en skíta út og hæðast að öllu viðkomandi. Svo er hér smá orðsending til meistara „KALSSON“ sem ég vona að hann taki til greina, þó ekki væri það annað: „KIRKJAN Á HAFS- BOTNI ER EFTIR DEBUSSY“. Reykjavik 18. jan. 1962. Þráinn Kristjánsson. Heyrðu! Mikið svaka er hann djúpur, þessi. . . . og ég, sem hélt að kirkjan væri eftir Göte...! Karlsson. Óveðursnótt. Framhald af bls. 19. Hver veit nema hann liggi úti fyrir vegna bilunar. — Einmitt það. Páll varð einbeitt- ur og alvarlegur á svipinn og bjóst til að ganga út úr stofunni. Emmy spratt á fætur og stóð í vegi fyrir honum. — Hvert ætlarðu, hrópaði hún. Hann leit snöggt á hana og ýtti henni til hliðar. — Báturinn minn er eina fleytan hérna, sem kemur til greina að farið geti til aðstoðar, sagði hann. Hún stóð sem stjörf og náföl á meðan hann brá sér í skyndi í sjó- stigvélin og olíustakkinn. Svipur hennar lýsti uppgjöf og örvæntingu. Þegar Páll hugðist kveðja hana, greip hún báðum höndum um arma honum eins og krampataki. — Þú ferð ekki fet, hrópaði hún. Þú verð- ur kyrr hjá mér. Ég get ekki setið hérna ein eftir . . . Hann strauk hendinni hægt og ástúðlega um hár hennar. — Ef til vill eru mörg mannslif i hættu, mælti liann rólega. — Vertu sæl, vina min. Dyrnar lokuðust að baki lionum og komumanni. Hún heyrði að þeir voru að tala um hverjir mundu fáanlegir til að fara með þeim. Nú var hun ein inni í stofunni. Húsið skalf á grunni við átök stormsveip- anná, svo brakaði og bra'st í viðnum. Hún lét fallast niður á stól og sat þar sem lémagna nokkur and- ■r'ök. Svo reis hún hægt á fætur, liélt fram á ganginn, fór i gúmmí- s'ígvél og regnkáþu. Loks batt hún á sig skýlukhit, opnaði útidyrnar og stornuirinn hrakti hrakti Iiana af stað. T Jfc IU til tuttugu manneskjur stóðu efst á bryggjunni og spyrntu við fótum gegn storminum. Fáeinir karlmenn en inun fleiri konur, sem horfðu föstu og kvíða- þrungnu augnaráði á það, er sjó- mennirnir börðust við að koma bátn- um frá bryggjunni, sem sjóina braut yfir án afláts svo löðrið gekk hátt upp á land. Það lá við sjálft að Emmy yrði að skríða móti rokinu. Hún var strax orðin gegndrepa og skalf af kulda. Hún var náföl og annarleg einbeitni í svipnum. Hún barðist gegn stormsveipunum, framhjá hópnum, sem stóð efst á bryggjunni; gegnum brimgnýinn og veðurofsann heyrði hún rödd Páls, þegar hann skipaði fyrir, en að baki sér heyrði hún viðvörunarköll — stormhvið- urnar gætu feykt henni út af bryggj- unni þegar minnst varði. En hún lét það ekki á sig fá og brauzt á- fram gegn rokinu. Og skyndilega stóð Páll frammi fyrir henni. — Emmy, hvað ertu að vilja hing- að? hrópaði hann ótta og furðu lostinn. — Ég er kominn til að sækja þig; þú kemur heim með mér. Ég er þó eiginkona þin og hlýt þvf að standa þér næst og vera þér meira virði en nokkuð annað, hrópaði hún á móti. Hann tók utan um hana og studdi hana gegn storminum. — Þú ferð heim, Emmy. Ég hef ekki tima til að tala við þig núna. Við látum það biða þangað til ég kem heim aftur. Hann leiddi hana nokkur skref upp bryggjuna. Hún streyttilst á móti. — Ég fer ekki heim án þin, hrópaði hún. Þú mátt ekki fara. Þú getur drukknað. Þú verður að koma heim. En það reyndist gersamlega tilgangslaust. Hún var til þess kom- in að fá hann heim með sér; sam- búð þeirra var i húfi . . . Fyrst hún bannaði honum að fara, hlaut hann að taka tillit til þess — ef hann þá unni henni.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.