Vikan


Vikan - 22.02.1962, Side 37

Vikan - 22.02.1962, Side 37
,|^P IvYNDILEGA lyfti Páll lienni á arma sér, þrýsti henni sterk- lega að barmi sér svo hún mátti sig ihvergi liræra og bar hana upp hryggjuna. Þegar hann kom þangaS seni konurnar stóðu i hóp. sleppti hann henni og mælti reiSilega. — Nú bíSurSu hérna þangaS til viS erum komnir frá bryggjunni. Og svo ferSu heim . . . AS svo mæltu var hann horfinn sjónum út í myrkriS og særokið. Emmy hugSist þegar veita honum ■eftirför, en fann um leið aS henni var haldið fastri, sterkum, sinaber- um liöndum. Hún leit um öxl, kon- urnar horfðu á hana, og svipurinn á veðurbörðum andlitunum var þrunginn alvöru og festu, en ekki mæltu þær aukatekið orð, enda þurfti ])ess ekki við — augnaráð þeirra talaði sinu máli. Emmy sleit :sig lausa og rcikaði kjökrandi und- an veðrinu heim á leið. Leifarnar af máltiðinni, diskarnir og bollarnir stóðu enn á borðinu. ÍTtvarpsviðtækið stóð opið, hún heyrði eftirlitsstöðina kalla hvað cftir annað á eitthvert skip eða bát, án þess nokkurt svar heyrðist. Hún lét allt eiga sig, en tók að draga út skúffur, þreif úr þeim fatnað og muni, sem voru hennar einka- ■eign, og lagði á legubckkinn. Nú var henni loks meir en nóg boðið; slíka meðferð gat hún ekki þoiað og allra sizt með tiiliti til þess að hún hafði nú gengið með barni í fulla sjö mánuði. Móðir hennar hafði lög að mæla, þegar hún varaði hana við að giftast þessum sterka og skapmikla sjómanni. Hún ý\ar ■ekki alin upp í því umhverfi eða andrúmslofti, að hún væri til þess fallin að deila lífskjörum með hon- um, eða að hún gæti umgengizt hans fólk. TT JLJLlJN náði i stóru leðurtösk- urnar, sem staðið höfðu ó- hreyfðar uppi á hanabjálkanum frá þvi hún settist að hér i húsinu. Þeg- ar hún gekk framhjá útvarpsviðtæk- inu, lokaði hún fyrir — henni var um megn að hlusta á þetta siendur- tekna, einhljóma kall, sem enginn svaraði. Svo rótaði hún hafurtaski sinu ofan i töskurnar, skeytti ekkert um hvernig um það fór, það skipti mestu máli að geta tekið það allt með sér. Loks hafði hún ekki skilið neitt það eftir, sem hún gat talið sina eign. Það var ekki heldur ýkja fyrirferðarmikið — en hitt var satt, að hana hafði ekki skort neitt; það var ekki svo mikið sem með þurfti í þessu þorpi. Hún leit á klukkuna. Það voru tv»r stundir þangað til átetlunar- bíllinn kom. Því ekki það — áætl- iinarbillinn kom hér við tvisvar á dag, það voru nú allar samgöngurn- ar við umheiminn. En nú varþessu lokið. Ef Páll unni henni svo, að hann vildi ekki sjá af henni, þá gat hann sótt hana. En ef hún ætti að koma til hans aftur, skyldi það kosta það, að hann yrði sér úti um aðra atvinnu og á öðrum stað, þar sem menningin væri ögn meiri en í þessu fiskiþorpi. Hún kveikti sér í sígarettu; veitti því athygli að Páll liafði gleymt pípunni sinni og vissi að honum mundi ekki falla það rétt vel, en hratt þeirri hugsun frá sér og tók sér sæti. Tvær klukkustundir voru hræðilega löng bið cins og á stóð. Klukkustund var liðin þegar dyr- unum var skyndilega hrundið upp og kona nokkur kom inn. Emmy bar kennsl á hana; þetta var sjómanns- kona á aldur við liana sjálfa, Hertha að nafni. Það hefði þó mátt halda að hún væri mörgum áruin eldri, eftir úllitinu að dæma. — Mig lángaði bara til að vita hvernig þér liði, mælti hún afsak- andi um leið og hún fékk sér sæti, án þess henni hefði verið hoðið það. Sem snöggvast varð henr: P - ið á ferðatöskurnar, en að þessu sinni hélt hún forvitni sinni í skefj- um og spurði einskis þar að ’útandí. — Þakka þér fyrir, mér liður ágætlega, svaraði Emmy um leið og hún kveikti sér kæruleysislcga í annarri sfgarettu, og lét sig heim- sókn konunnar engu skipta. Henni var svo sem velkomið að sitja þarna ef hún vildi, og ])egar áætlunar- híllinn kæmi, gat hún haft allt húsið fyrir sig og tekið lifinu með ró. Herthu varð litið þangað sem út- varpsviðtækið stóð. — Hefurðu opn- að fyrir það? — Nei, sagði Emmy og hristi höf- uðið. i 1 — Þetta verður erfitt hjá þeim, mælti Hertha enn. Einar fór með þeim ... i ' '"} — Einmitt það, já. Jú veðrið er hræðilegt og ég fæ ekki skilið . . . Emmy þagði við. Hún vildi ekki fyrir nokkurn mun koma af stað rökræðum; sizt af öllu nú, þegar þessu var öllu að verða lokið hvað hana sjálfa snerti. — Það er víst einhver að koma, sagði Hertha og lagði við hlustirnar. Hurðinni var enn hrundið upp og snarpur gustur fór um inni í stof- unni. Að þessu sinni voru gest- irnir tveir — sjómaður, sem var of aidurhniginn orðinn til þess að hann gæti tekið þátt í slikri svaðilför, Heildsölubirgðir: jíngrtivörur b.f. Sími 17177 og kona hans, holdskörp og veður- bitin í andliti. Honum varð litið þangað, sem viðtækið stóð, en hann sagði ekki neitt, . nema hvað þau köstuðu bæði kveðju á þær Emmy og Herthu. — Hér er hlýjan og skjólið, varð konunni að orði um leið og þau hjónin fengu sér sæti, óboðið. Kon- an veitti ferðatöskunum einnig at- hygli, enda þótt hún iéti sem hún sæi þær ekki. Emmy kinkaði kolli, dálitið vand- ræðaleg. Hvers vegna þurftu þau endilega að rekast inn, einmitt núna? Það var ekki nema tæp klukkustund þangað til hún varð að leggja af stað, og . . . nú — jæja þá, hún varð þá að láta þessa óboðnu gesti sitja eftir. Gamli maðurinn seildist inn fyr- ir treyjubarminn og dró upp tóbaks- pípu, tróð í hana og kveikti síðan í. Þær konan og Hertha litu hvor á aðra og reyndu að koma af stað sam- tali, sem þó hvorki snerti veðrið né sjóinn. Emmy var farið að liða illa. Og allt í einu var hurðinni hrund- ið upp í þriðja sinn. — Gott kvöid, var mælt varfærn- islega. Hér eru þá gestir fyrir, sé ég . . . Það var miðaldra maður, sem gekk inn i stofuna, en I kjöl- far hans sigldii konur tvær, þreytu- legar og óttaslegnar. En nú gat Emmy ekki lengur á sér setið. Hún gat ekki þolað það, að allt þetta fólk æddi inn óboðið, fengi sér sæti og hagaði sér að öllu leyti eins og það væri heima hjá sér. Hvaða erindi átti það . . . Hvers vegna gat það ekki iátið hana i friði, siðasta hálftimann, sem hún dvaldist í þessu þorpi? Hún minnt- ist þess, er henni hafði verið haldið fastri — skyldi það kannski hafa i huga að leika sama leikinn aftur, og koma í veg fyrir að hún héldi á brott? Væri það meiningin, skyldi það fljótt komast að raun um að hún léti ekki bjóða sér slíkt. Hún reis úr sæti og röddin titr- aði litið eitt. — Ég veit ekki hvort ég get boðið nokkrar góðgerðir. Má ég kannski bjóða herrunum vindla . . . eða glas af víni? Gestirnir litu á hana og þögðu. ,Loks rauf sá, sem siðast kom, þögn- Hna. — Við komum ekki hingað til Jþess að fá góðgerðir. Við hugsuðum vikan 37

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.