Vikan


Vikan - 22.02.1962, Page 44

Vikan - 22.02.1962, Page 44
Að vern faiíeg 09 hnldn fegurö sinni er leyndardómur hamingju og velgengni. TILKYNNIR Árum saman hafa læknar og efnafræðingar unnið að rannsókn- um til undirbúnings framleiðslu á snyrtivörum okkar. Ævagömul fræði um aðferðir til fegrunar og nýjustu vísindalegar uppgötvanir hafa verið hagnýttar til að ná sem beztum árangri. — Framleiðsla okkar Placenta creme inniheldur nátt- úrleg efni, sem hörundið drekkur í sig og hefur góð áhrif á húðina. Hrukkur og drættir hverfa. Sömuleiðis öll óhreinindi í húðinni. fsuzntwe Jknávé Kosmetik GmbH Wiesbaden PLACENTA CREM má nota, ekki aðeins á andlit, heldur á allan líkamann. Regluleg notkun á háls og brjóst gefa augljósan og skjótan árangur. RLACENTA CREM er þægilegt í notkun, það lokar ekki svita- holunum, og frekari snyrting er óþörf. PLACENTA CREM mun yður brátt finnast eins ómissandi og dagleg snyrting yðar. PLACENTA CREM fæst í snyrtivöruverzlunum og víðar. PLACENTA CREM er borið á húðina eftir hreinsun. Ögn af kreminu, á stærð við baun, er núið á milli fingurgómanna og klappað léttilega inn í húðina á andlitinu. — Einkaumboð : II. A. TULIMIUN buzannt André | V I K A N. Framhald af bls. 7. Ekki er allt efni í Vikunni sett jafn snemma: Einstaka síðum er haldið auðum fram í vikuna, sem brotið er um og það er gert til þess að efnið sé nýrra, þegar það kcmur út. Þánnig er það til dæmis með póslinn og ýmsar myn'daopnur. Þá er röðin komin að prentuninni og einnig hún tekur viku. Það eru prentaðar ýmist átta síður saman eða fjórar siður og alltaf þarf að fá lö.OOO eintök af hverri siðu. Örkunum er raðað upp í staf'a og þeir erti færðir inn í bókbandssal- inn, þar sem blaðið er brotið, heft og :ið lolcum skorið. Þar vinnur margt fólk, eins og bezt sést af myndinni, enda er það feiknalegt verk að framkvæma bókbandsvinnu á ölhi upplagi Vikunnar. Sú vinna tekur enn eina viku og þá er hálf vika, þar til blaðið á að koma út. Ekki veitir af þeim tíma, þvi enn er eftir að dreifa því til 100 útsölustaða í Reykjavík og senda liað út um allt land. Allir vilja fá Vikuna á fimmtu- degi í hverri viku og undanfarin ár hefur það verið eins öruggt að Vik- an kemur út i hverri vilcu eins og dagur kemur á eftir nóttu. Dreifinguna annast Blaðadreifing h.f. og munu flestir Reykvikingar hafa séð rauðan sendiferðahíl á göt- unnm, sem merktur er Vikunni. En sölubörnin gegna líka þýðingarmiklu hlutverki: Þau koma að jafnaði 100 á hverjum fimmtudagsmorgni til þess að taka blöð og þau hörðustu selja allt upp undir 100 eintök af hverju blaði. Á öðrum stað i þessu blaði eru myndir af sex söluhæstu börn- unum og stutt viðtöl við þau. Nú er enn ógetið tveggja hópa, sem gegna þýðingarmiklu hlutverki fyrir Vikuna. Annars vegar eru nokkrir menn úti í hæ, sem skrifa fasta þætti fyrir blaðið. Þessir menn eru flestir sérfróðir á sínu sviði og skerfur þeirra er mjög þýðingarmikill til bess að blaðið geti orðið gott. Það er mynd af flestum þessara manna meðfylgjandi þessari grein og visast nánar til þess, sem þar er sagt. Hins vegar er skrifstofa Vikunnar, sem sér um bókhatd fyrirtækisins og inn- heimtu fyrir blaðið. Það lið annast að vísu skrifstofustörf fyrir fleiri fyrirtæki en Vikuna. Við ritstjórn. á skrifstofn. i prentsmiðju, við mvnda- mótagerð og dreifingu á Vikunni vinna samtals milli 50 og 00 manns. Nú hefur verið stiklað á stóru. en af þessu ætti að mega ráða, að það er talsvert flókið mál og margbrotið að koma saman blaði eins og Vik- unni. Vinnslan á hinum ýmsu stig- um á að renna áfram eins og ár- straumur, en stundum verða liindr- anir á veginum, og „prógrammið" fer úr skorðum. Helgidagar eru til dæmis afskaplega erfiður þröskuld- ur. Um jól og nýjár koma tvær vik- ur með ef til vill þremur vinnu- dögum. En Vikan kemur út i hverri viku — það vitið þið — hvað sem á dynur, og þá dugar ekki að flýta sér hægt, hversu ágætt 'sem það nú ann- ars er. Á þrem undanförnum árum hefur Vikan breytzt allmikið fyrir ntan allar stækkanir. Allir geta séð, að blaðið er kunnáttusamlegar unnið, en það var þá. Meir er vandað til vals á greinum og sögum. Það eru ef fil vill lesnar 5—10 sögur til þess að fá eina sæmilega. Breytingin er ]ió ekki sízl fólgin í útlitsmjsmun. Það er varið löngum tíma til þess að finna listrænt og frumlegt útlit á hverri opnu, enda er það þarna, sem Vikan er lengst á undan ís- lenzkum blöðum. Ef til vill tekur Pétur og Páll ekki eftir svona hlut- um, en staðreynd er það þó, að á ákveðnu tímabili síðastliðið haust, er þessu var mest breytt, jókst sal- an verulega um allt land, án þess að efninu væri breytt. í þvi sambandi viljum við benda á, að listrænt út- lit þjónar ekki einungis þeim til- gangi að gera efni forvitnilegt til .lesturs, heldur ber að skoða vel upp setta opnu sem listræna heild, á sama hátt og maður skoðar vel upþ byggða mynd. Á þessum þrem árum hefur margt fleira breytzt. Auglýsingastjórinn þarf ekki lengur að eyða tíma sínum til þess að sannfæra menn um það, að auglýsingagildi Vikunnar sé mik- ið. Allir vita, að blaðið er útbreitt og auglýsendur hafa fundið, að það er mjög gott að auglýsa þar. Stækk- anir á blaðinu eru líka fyrst og fremst því að þakka, að eftirspurn efíir augiýsingum hefur stóraukizt. Það talar heldur enginn lengur um það, að Vikan sé blað fyrir krakka eða vinnukonur. Hvert einasta ís- lenzkt blað mundi stolt yfir því að fá að birta greinar eins og aldar- spegla Vikunar. Þátturinn um „Hús og húsbúnað“ Iiefur fengið mikla og almenna viðurkenningu, sem það langbezta af því tagi, sem látið er í hérlend blöð. Allt hugsandi fólk hef- ur lesið með mikilli athygli greinar dr. Mattliíasar Jónassonar og frá- sagnir Vilhjálms S. Vilhjálmssonar og Lofts Guðmundssonar. Á næstunni er enn í ráði að bæta og vanda efni Vikunnar; jafnvel að stækka blaðið. Og eftir því sem blað- ið stælckar aukast möguleikarnir að gera það vandað. Þið hafið ef til vill tekið eftir þvi, að forsíðan er óvenju vel prentuð á þessu blaði og ]iað kemur til af þvi, að nú var notaður miklu betri pappír í forsíð- una, en um leið miklu dýrari. Það gerum við aðe-ins til hátíðabrigða núna, en alveg ú næstunni verður byrjað að nota talsvert vandaðri pappír í kápuna, en áður hefur ver- ið gert. Allir munu fagna því, að upp kemur eitt islenzkt vikublað, sem hefur á sér menningarsnið, gott efni og skemmtilegt, listrænt útlit og er fræðandi, án þess að vera leiðinlegt. Það er ]iví að þakka, að þið lesendur góðir, hafið stutt Vikuna og tekið vel á móti henni, Jiegar hún hefur komið til ykkar á fimmtudögum. Og það nmn hún hakla áfram að gera, fallegri og betri. — ... og ef einhver fer að skjóta, þá hleypur þú til hans og biður um að fá að sjá veiðileyfið hans. 44 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.