Vikan - 22.02.1962, Blaðsíða 47
Þér komist auðveldlega í KLÚBBINN, gangandi, með
strætisvögnum eða ieigubilum.
i KLÚBBNUM fáið þér góða skemmtun, mat og aðra
þ}ónustu vlð yðar haefi.
Þér getið valið um: KÍNVERSKAN SAL, ÞÆGILEGAN
MIATSÁL með dásamlegu útsýni.GRILL HORNIÐ.skemmti-
legt danspláss og góða hljómlist frá Hljómsveit HAUKS
MORTHENS og þægileg sæti fyrir framan logandi ARINN.
Á neðri hæð veljið þér um: ÍTALSKAN BÁR me.Ö góðu
danspiássi og hljómlis^ frá NEG-TRÍÓINU og söngkon-
urtni MARGIT CALVA, KÍNVERSKAN BAR og skemmti-
tegan VEIÐÍMANNAKOFA
Clark Gable.
Framhald af bls. 21.
hvítt, eins og það hafði upprunEilega
verið. Og oft er það, þegar ég stend
við rekkjustokkinn og virði litla
drenginn fyrir mér, að mér finnst
sem faðir hans standi þar við hlið
mér.
Það er hverri móður eiginlegt að
telja sitt eigið afkvæmi fallegast og
dásamlegast allra barna. Að sjálf-
sögðu er ég þar ekki nein undantekn-
ing. John litli er lifandi eftirmynd
föður síns. Og það er ekki nein ímynd-
un mín, aliir kunningjar minir og
aðrir, sem hann sjá, eru sömu skoð-
unar. Höfuðlagið, svipurinn, axlirnar
— jafnvel hrafnsvart hárið leggst af
sjálfu sér öldungis eins og það gerði
á föður hans. Að einu leyti er hann
þó ekki líkur föður sínum — hann
þarf ekki að kvíða því, að honum
verði strítt í uppvextinum vegna þess
hve eyrun séu útstæð.
Og þó er mér sjálfri það mest fagn-
aðarefni, að svipbrigði hans ætla að
verða öldungis eins og föður hans.
Þar er ekki heldur um að ræða neina
óskhyggju af minni hálfu, það taka
allir eftir því, sem þekktu Clark eldri.
Hann var ekki nema fjögurra vikna,
þegar hann yppti annari augnabrún-
inni, er hann leit á mig — öldungis
eins og faðir hans. Og Louise varð
einu sinni að orði: „Mér finnst að
faðir hans sé þarna lifandi kominn
og horfi á mig ...“
Eftir að myndin, sem tekin var af
John fjórtán daga gömlum, birtist á
forsiðu „Life'j, barst mér aragrúi
bréfa ,sem voru mér óblandið fagn-
aðarefni. Allir voru bréfritararnir á
einu máli um að faðir hans hefði
mátt vera stoltur af honum. Og gam-
an hafði ég af einu bréfinu sérstak-
lega — en þar var ég sökuð um að
hafa fengið „gervimeistara" Clarks
til að búa andlit drengsins þannig
undir myndatökuna, að hann yrði sem
líkastur föður sínum. „Drengurinn er
svo ungur, að það virðist óskiljanlegt
með öllu að svo sterkar sviperfðir
gætu komið í ljós, án þess brögðum
væri beitt,“ sagði bréfritarinn. „Eng-
inn þarf því að segja mér annað en
drengurinn hafi fengið andlitsgervi í
þeim tilgangi."
Jóhanna og Bunker eru ekki síður
hrifin af bróður sinum. Um leið og
Jóhanna litla leit hann augum,
gleymdi hún því, að hún hafði óskað
sér að eignast systur. Hún hefur tek-
ið að sér hlutverkið sem aðstoðar-
barnfóstra og stendur sig prýðilega.
John hefur bersýnilega miklar mætur
á söng hennar, og hún getur sinnt
honum ef með þarf, ekki síður en ég.
Bunker hefur miklar ráðagerðir á
prjónunum i sambandi við bróður
sinn. Eitt sinn kom ég að honum,
þar sem hann stóð við litla rúmið
og ræddi við John. „Eg ætla að kaupa
handa þér gallabuxur og sportskyrtu,
svo þú verðir reglulegur drengur,"
sagði hann. „Og þegar þú ert orðinn
stærri, ætla ég að kenna þér að klifra
í stóra trénu hans pabba ...“
Það var og einu sinni, er Bunker
fékk að halda á bróður sinum um
stund, að hann leit á John, alvarleg-
ur á svipinn og mælti: „Þú þarft
ekki að vera hræddur — hann pabbi
þinn, þarna uppi á himninum, gætir
þín, lagsmaður."
Aftur á móti hreyfði Bunker ákaft
mótmælum, þegar ég sýndi þeim syst-
kinunum skírnarkjólinn og kappanri.
Þetta var stelpubúningur, sagði
hann, og bróður hans alls ekki sam-
boðinn. Skömmu seinna reyndi hanri
að koma hvort tveggja undan — fela
það í þvottkörfunni. Ég komst að því
i tæka tíð og veitti Bunker þungar
átölur. E?n mest sveið honum þó þeg-
ar ég sagði: „Þú hefðir átt að sjá
skírnarkjólinn, sem þú varst sjálfur
í ...“
Börn og ást . . . þetta tvennt er hið
eina, sem veitir lífi manns fullan til-
gang og má þó hvorugt skorta. Eng-
in móðir getur notið móðurgleðinnar
til fulls nema hún unni barnsföður
sinum — annars er hætta á að ástin
á barninu verði henni óeðlileg upp-
bót þess, sem er annars eðlis. Eg
ann John litla og föður hans báðum
hugástum. Engu að síður sækir sorg-
in og söknuðurinn oft hart að mér.
Ég mun harma Clark alla ævi. En
ást hans verður mér alltaf rík hugg-
un. Og sonur hans ... sannarlega á
ég Guði mínum margt og mikið að
þakka ...
S Ö G U L O K .
Þá verðum við að veggfóðra upp
á nýtt og setja nýtt áklæði á hús-
gögnin.
VIKAN 47