Vikan - 24.05.1962, Page 7
SMÁSAGA
eftir ungan höfund
sem kallar sig
ÓSKAR JÓNSSON
Hann þagnaði legi, það stóðu svitadropar á enni
hans og hendurnar hertust að stýrinu.
„Hvað svo?“ spurði ég lóks.
„Hvað svo? Nú lífið leið sem áður, ég hef vist
farið að finna til iðrunar. Mér fundust illir andar
stöðugt ásækja mig og loks var ég sendur á Klepp.
Svo batnaði þetta og nú er ég hér. Fólki finnst ég
skrýtinn. Það getur verið, en hvað scm um það er,
þá iðrast ég einskis."
Sólargeislarnir færðust sifellt ofar i fjallshlíðina
á móti. Rökkrið færðist yfir. Hann leit allt i einu
á mig, augnaráðið var tryllingslegt. „Nei, iðrast
einskis, atdrei“, öskraði hann og snarsnéri stýr-
inu svo bíllinn rann út af veginum niður á slétta
eyri sem lá að ánni. Ég brá við og ætlaði að stíga
á hemlana, en hann hratt mér frá, þá sneri ég að
hurðinni, lauk upp og þeyttisl út. Sem betur fór
lenti ég i skafli og meiddist lítið.
Ég heyrði þyt ]>egar þungur bíllinn þaut yfir
ísinn, síðan háan skeil. Þegar ég stóð upp var ekkert
að sjá utan nokkrar loftbólur sem fiutu niður ána,
sem rann til sjávar, blásvört og síraumhörð sem
fyrr. ★
VIKAN 7