Vikan - 24.05.1962, Síða 11
Tþróttir:
DAGUR
HEFNDARINNAR
Það var Allan Lawrence, sem olli mestum
vonbrigðum. Bæði sjálfum sér og öðrum.
Hann hafði unnið bandariska meistaratitilinn
í víðavangshlaupi. Hann hafði setl heimsmet i
tveggja og jn'iggja mílu hlaupi innanhúss. Hann
hafði sett bandarískt met í 10 km hlaupi, er
hann keppti sem fulltrúi fyrir háskóla sinn þar
— og a’la þeirra sigra hafði hann unnið í þeirri
von, að hann yrði valinn í ástralska landsliðið
til keppni á Ólympíuleikunum.
Því að Allan Lawrence var Ástralíumaður,
Jjótt liann stundaði háskólanám i Bandaríkjun-
um. Og hann var valinn í Ólympíuliðið.
Það var þar, sem hann olii mestum vonbrigð-
um.
Hann tók þátt í fimm og tíu kílómetra hlaupi
og maraþonhlaupi.
í fimm kilómetra lilaupinu komst hann ekki
einu sinni í úrslil. Náði ekki nógu góðum tíma.
Hann gafst upp í tíu kílómetra hlaupinu. í
maraþonhlaupinu gekk hann síðustu tvo kíló-
metrana. Hafði hlaupið sig uppgefinn.
Þegar hann hélt aflur til Bandaríkjanna og
hóf námið við háskólann á nýjan leik, bar öll-
um saman um að liann hefði ekVi átl neiti
erindi á Óiympíuleikana. Hann stóðst keppi-
nautum sínum liar ekki snúning.
Þrir af þeim keppinautum hans tóku þáít í
þessu hlaupi. Þrír Bandaríkjamenn, sein allir
hcfðu náð betri árangri í Róm en hann — og
mátti þar fyrstan frægan telja Marx Truxa,
lágvaxinn, hnellinn og þrekm'iinn hlaupara.
Ekki óttaðist Lawrence hann jió mest í keppn-
inni. Sá hættulegasti í keppninni var alls ekki
bandariskur. Það var Bretinn, Fred Norris, 39
ára að aldri, sem unnið liafði í ko'anámu í
Lancashire þangað lil fyrir misseri, en stund-
aði nú háskóianám í Bandaríkjunum.
Háskólarnir Iiafa alltaf þörf fyrir góða íþrótta-
menn. Þá gerir minna til um aldurinn eða
menntunina.
Þessi Fred Norris var furðulegur ásýndum.
Hann var kallaður „hlaupandi líkið“, og það
var ekki að ástæðulausu. En „lik“ það gat svo
sannarlega spretl úr spori. Að minnsta kosti
mátti telja Norris líklegastan sigurvegara í
þessu hlaupi — keppninni um bandaríska meist-
aratitilinn í víðavangshlaupi.
Framhald á bls. 42.
BerHiy Goodman.
Goodman í Evrópuferð.
Klarinetleikarinn Benny Good-
man hefur sett saman hljóm-
sveit, sem. hann fer með í
hljómleikajerð um Evrópu nú
í sumar og mun hljómsveitin
i-i. a. leiká í Rússlandi. Good-
man hefur í rnörg ár haft áhuga
fyrir að fara í hljómleikaferð
til Rússlanjls en loks nú hafa
Rússar viljað Goodman. Hljóm-
plötur hanS eru nokkuð út-
breiddar i Rússlandi og fáir
amerískir jazzteikarar kunnari
meðal Rússa en einmitt Benny
Goodman. Goodman er af rúss-
neskum ættum, þvi foreldrar
hans voru rússneskir Gyðing-
ar, sem settust að í Bandaríkj-
unum.
Að lokum má geta Þess -að
Goodman hefur aflað sér leyfis
hjá enska hljómsveitarstjóran-
um Kenny Ball til að leika lag-
ið Nótt i Moskvu í sömu út-
setningu og Kenny Ball notaði
á hljómplötu sinni, sem gerði
þetta fallega lag heimsfrægt.
Nýjar hljómplötur.
The Shadows: Wonderful
land og Stars fell on Stockton.
Fyrra lagið hefur um alllangt
skeið verið efst á vinsælda-
listanum í Englandi, en jjað
er leikið af fjögurra manna
hljómsveit, sem skipuð er gít-
ar, gítar, rafmagnsbassa og
trommum og er vinsælasta
hljómsveit Englands. Þetta er
rokkhljómsveit og mun betri
en margar ameriskar smá-
hljómsveitir, sem leika sams-
konar músík. Wonderful land
er mild melódía, sem ég efast
þó um að eigi eftir að verða
vinsæl hér á landi, en lagið er
skínandi vel leikið og upptak-
an alveg frábær, enda fáir
fremri Englendingum í hljóm-
plötuupptöku. Strengjahljóð-
færi eru notuð með og gefur
jjað laginu áferðarfallegri blæ.
Stars fell er mjög hratt lag
og þar er strengjahljóðfærun-
um sleppt, Shadows eru einir,
njóta reyndar aðstoðar þriggja
eða fjögurra aðila sem flauta
smákafla í laginu (nema þeir
geri það sjálfir?). Þetta er
reglulega skemmtilegt lag, og
eins og með fyrra lagið, þá er
upptakan hrein snilld. Jet
Harris aðalgítarleikari Shad-
ows er nú hættur með þeim
og hyggst koma fram einn á
Framhald á bls. 47.
The Shadows.
Gamla myndin.
%
Mynd þessi er af hljomsveitinni, sem lék
að Uppsöhim ísafirði fyrir um það bil tíu
árum. Frá vinstri: Finnbjörn Finnbjörnsson,
píanó (fæst lítið við hljóðfæraleik nú orðið),
Jón Jónsspn frá Hvanná, harmonika (fæst
ekki lengur við hljóðfæraleik), Erik Hubner,
trommur (hefur uin árabil verið fyrir hljóm-
sveit, sem leikið hefur á skemmtistöðum á
Keflavíkurflugvelli) og Vliberg Vilbergsson,
saxófónn og harmonika (Vilberg er starfandi
rakari á ísafirði, og leikur nú orðið lítið op-
inberlega).
VIKAN