Vikan


Vikan - 24.05.1962, Page 12

Vikan - 24.05.1962, Page 12
SJÖTTI KAFLI. SAMFELLD SIGURGANGA. Þótt Goebbels væri einhver skefja- lausasti stríðsæsingamaður allra tíma, vildi hann ekki að til styrjaldar kæmi. Hann hafði þegar komizt að raun um hvílík kraftaverk mátti vinna með á- róðri og hótunum, ekki hvað sízt þegar voldugur her var hafður að bakhjarli, og þannig vildi hann leggja heiminn undir stefnu nazista og foringjann. Fyrir skarpskyggni sína sá hann fram á Það, að ef til styrjaldar kæmi, yrðu leiðtog- ar flokksins að afsala nokkru af völdum sinum i hendur herforingjunum, og hann hafði megnustu andúð á þeim og hern- um og vantreysti Þeim í alla staði — áreiðanlega í og með vegna þess, að herinn hafði eitt sinn gert hann afturreka og dæmt hann óvígfæran. Þarna reyndist Goebbels sjálfum foringjanum glöggskyggnari. Hinir miklu og auðunnu sigrar í byrjun styrjaldarinnar höfðu aftur á móti örlagaríkustu áhrif á Hitler. Honum kom ekki til hugar að þakka hernum sigrana, heldur eingöngu sjálfum sér. Þann 10. október, 1939, lét hann svo ummælt, er hann ávarpaði æðstu foringja hersins: „Ég geri mér Ijóst, að ég á engan minn líka .... aö skarpskyggni mín og dómgreind er ó- viöjafnanleg. Ég mun því lekki víkja fyrir neinum, heldur tortíma hverjum þeim, sem reynir aö bera mig ráöum .... Síöustu árin hef ég fengiö óyggjandi sannanir fyrir óskeikulleika mínum, og nú er ég ekk>i lengur í vafa um spádómsgáfu mína ... Það var svo hlutverk Goebbels að renna stoðum undir þessar full- dreginn út í Compiégneskóginn, svo vopnahléssamningarnir við hið sigr- aða Frakkland yrðu undirritaðir á sama stað. Hitler sat svo vitanlega í stólnum, sem Foch marskálkur hafði setið i forðum og las fyrir skil- málana. Slik leiksýningaratriði kunni foringinn vel að meta. Þegar Goebbels virtist kominn í algera sjálfheldu fyrir óvænta rás atburðanna, greip hann til óskammfeilninnar og lét sér livergi bregða. Þvi ber tilkynningin um „bandalag" Rússa og þýzku nazistanna i blaði hans, „Der Angriff", ljósast vitni. „Heimurinn stendur nú andspænis ó- lýsanlega þýðingarmikilli staðreynd: Tvö stórveldi hafa orðið ásátt um algera samstöðu í utanríkismálum á þeim grundvelli, sem traust og hefð- bundin vinátta þeirra á milli hefur skapað“. Miðað við hinn skefjalausa andkommúnistiska áróður, sem Goebbels hafði rekið allt frá því hann kom til skjalanna, verður þessi yfirlýsing að teljast frækilegt kollstökk. Hann átti eftir að endurtaka það stökk — og það aftur á bak. Auk þess fengu hinir miklu sigrar honum meir en nóg að starfa. Áróðurs- kerfið varð að ná til allra hinna herteknu landa; þar krafðist vitanlega allt endurskipulags, útbreiðslumálaráðuneytið tók yíirumsjón með öllum útvarpsstöðvum og blöðum og hafði hönd í bagga með öllum kvikmynda- húsum. Og það var ekki nóg að skipuleggja nákvæmlega allan útvarps- flutning, það varð líka að sjá svo um að fólkið hlustaði ekki á erlendar stöðvar, og í herteknu löndunum var það eftirlit býsna örðugt viðfangs, þrátt fyrir hörðustu refsingar ef út af var brotið. Það féll og í hlut Goebbels, sem var útbreiðslumálaráðherra, að undirbúa þjóðir þeirra landa, sem hernema skyldi, undir Það sem koma átti — fyrsta stigið var í því fólgið að láta sem bezt að viðkomandi þjóð í þýzkum útvarpssendingum og fullvissa hana um ævarandi vináttu Þýzkalands; annað stigið var svo það, að halda áfram vináttuloforðunum við þjóðina sjálfa, en ráðast á stefnu stjórnar hennar, fyrst vægilega en síðan æ harðara, og svo var það þriðja stigið — að skýra þjóðinni frá því, að því miður væri nú svo komið, i yrðingar foringjans með áróðursnilli sinni, hvort sem hann trúði þeim sjálfur eða ekki. Sennilega hefur hann þó aldrei dregið ofurmennsku foringjans í efa; Þegar hann dró i vafa réttmæti skipana hans, hefur hann að öllum líkindum kennt um þreytu hans eða misvitrum ráðgjöfum. Og hann varð að sætta sig við það sem orðið var; styrjöldin var stað- jfeynd og nú kom til hans kasta fremur en nokkru sinni fyrr. Goebbels lét ekki á sér standa. En nú kom að þvi að honum brást boga- listin. Ekki fyrir það, að hann skorti snilli, heldur fyrst og fremst að hann allsendis ófróður um skaphöfn og viðhorf annarra þjóða; fyrir bragð- ið skaut hann oft langt yfir markið, einmítt þegar hann vildi beita sem mestri snilld. Þetta átti sér ekki einungis stað, þegar hann hugðist með áróðri sínum afla þýzka hernum álits og virðingar í hersetnum og sigruðum iöndum — en reyndin varð yfirleitt gagnstæð •— heldur og þegar hann vildi afla þýzku stjórninni samúðar og virðingar meðal hlutlausra þjóða, eins og dæmið um „Atheniu“ sannar óvefengjanlega. Farþegaskipið Athenia var skotið í kaf af þýzkum kafbáti, er það var á leið til Banda- ríkjanna með konur og börn — en Goebbels lýsti því óðara yfir, að Churchill hefði látið brezkan kafbát sökkva skipinu, i því skyni að geta notað það sem áróður gegn Þjóðverjum! En sviösetningargáfan brást honum ekki. Þegar Frakkland gafst upp, var það samkvæmt uppástungu Goebbels, að lestarvagninn, sem Foch hafði notað fyrir fundarstað forðum, þegar fulltrúar hins sigraða Þýzka- lands undirrituðu vopnahlésskilmálana, árði 1918, var tekinn af safninu og 12 VIKAN að Þýzkaland gæti ekki látið stjórn hennar haldast það lengur uppi að sýna af sér slíkan fjandskap og yrði því að láta til skarar skríða. Um leið var það tekið fram, að þarna væru alvarlegir atburðir í vændum — að sjálfsögðu mætti gera ráð fyrir blóðugum átökum, nema þjóðin sjálf gerði það upp við sig að taka þýzka innrásarhernum sem bæri, eða sem einlægum, frelsandi vinum. Loks var það fjórða og síðasta stigið — að skapa sem mestan ótta og öngþveiti með þjóðinni, unz hernáminu var lokið og þýzka útbreiðslumálaráðuneytið gat tekið allan útvarpsrekst- ur þar í sínar hendur. Sú áróðursstyrjöld, sem Goebbels stóð fyrir „á bylgjum ljósvakans“ á styrjaldarárunum, mun lengi i minnum höfð. Menn munu þó fyrst og fremst muna hinar blygðunarlausu árásir hans og álygar á foryztumenn óvinaþjóðanna og hina óskammfeilnu rangtúlkun hans á þeim staðreynd- um, sem hann taldi þurfa hagræðingar við. En þar með er sú styrjaldar- saga sízt öll sögð — útvarpsstyrjöld hans var blátt áfram meistaraverk hvað allt skipulag snerti, háð á öllum vígstöðvum, og í öllum löndum andstæðinganna að auki, og hið tröllauknasta fyrirtæki. Hitt er svo annað mál, að Goebbels skaut oft langt yfir markið, eins og fyrr er getið, vegna þess að hann þekkti ekki skaplyndi Þeirra þjóða, sem hann beindi orðum sínum til — hann heíði til dæmis varla gert það að aðalatriðinu í á- róðrinum, sem hann ætlaði brezkum eyrum, að kalla Churchill aldrei ann- að en ,,lygalávarðinn“ og „aðmírál hafsbotnsins", hefði hann haft minnstu hugmynd um sérkenni brezkrar skapgerðar.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.