Vikan


Vikan - 24.05.1962, Page 21

Vikan - 24.05.1962, Page 21
Hver ekur á honum i sumar Fylgizt með frá byrjun Eitt af þvi, scm taliö hefur verið Volkswagen til ágætis — og það er meðal annars ástæðan fyrir því, að við völdum þann bíl fyrir vinning í þessa keppni — er frábærlega góð varahlutaþjónusta. Enginn þarf að bíða eftir varahlut i margar vikur, sem Volkswagen á, vegna þess, að allir hlutir i þessa bíla eru ævin- lega fyrirliggjandi. Það er ómetan- legur kostur eins og allir bíleigend- ur vita. Vélin í Volkswagen er meistarastykki út af fyrir sig. Hún er mjög fyrirferðarlítil og lítur nánast út eins og saumamaskína aftur í bílnum. Einn höfuðkostur heri'nar er sá, að hún er loftkæld. Enginn þarf að hafa áhyggjur af því, að kælivatn frjósi og enginn þarf að hafa neitt með frostlög að gera, sem á Volkswagen. Vélin er fjögurra sylindra og þeir liggja á hliðinni. Það lækkar þyngdarpunkt bílsins og' minnkar fyrirferðina. Vélin er úr aluminium og magnesium og svo ódýr, að það borgar sig jafnvel betur að setja nýja vél í bílinn eftir nokkurra ára akstur, heldur en að gera hana upp. Enda þótt vélin í Volkswagen sé létt og fyrirferðarlítil er hún 40 hestöfl. Þar af leiðir að bíllinn vinnur mjög vel og á mjög hægt með bröttustu brekkur, enda þótt hann sé fullhlaðinn. I Sími

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.