Vikan


Vikan - 24.05.1962, Page 26

Vikan - 24.05.1962, Page 26
Verzlunin Ríma T. v. er Ijós poplinkápa, kragalaus með stór- um vösum. Hún kostar 985.00 kr. í miðið er sterkrauð kápa úr efni með javavend. Hún er með hvítum hnöppum, kragalaus og þverskorin um mjaðmir með fjórum djúpum lokuföllum. Hún kostar 2355.00 kr. Lengst t. h. er þykkari kápa úr brúnyrjóttu ullar- efni. f hliðunum eru lokuföll og á baki er þversaumur neðarlega. Yerðið er 2285.00 kr. < Verzlunin Guðrún > Grá ensk dragt er t. v. Framan á pilsinu eru tvö lokuföll og jakkinn fylgir tízkunni, bæði hvað sídd og vídd áhrærir. T. h. er sterkrauð hollenzk dragt og er hún sérstaklega falleg fyrir ungar stúlkur. Pilsið er mjög stórfellt, vasi er upp við brjóst og dragtin brydduð með leggingaböndum, en hnapparnir eru hvítir. Gráa dragtin kostar 2760.00 kr., en rauða 2835.00 kr. Verzlunin Markaðurinn Þessi kjóll sýnir vel það nýjasta í tízkunni. Kjóllinn er úr mosagrænu Seekerssilki og er pilsið með svonefndu kassasniði, með fjórum stungum og engum hliðarsaumi. Sláin er það nýjasta frá Balmain, úr sam- litri blúndu og laus við kjólinn. — Þessi kjóll kostar 2.685,00 kr. Verzlunin Eygló Blár kvöldkjóll með lurexþræði, þ. e. a. s. silfurþráður, sem ekki fellur á, er ofinn í efnið. Efnið hefur prjónaáferð með lykkju- spori. Jakki fylgir kjólnum, og nær hann niður í mitti. Verð 2185.00 kr. Verzlunin Guðrún Græn regnkápa með áföstum trefli. Hún er fóðruð með bleigelitu fóðri, sem sést á uppslögum og trefli. f báðum hliðum eru opnar klaufir. Verðið er 2840.00 kr. V 26 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.