Vikan


Vikan - 24.05.1962, Page 27

Vikan - 24.05.1962, Page 27
Verzlunin Markaðurinn A Grá flanneldragt, typisk Channeldragt og sígild flík, bæði að efni og sniði. Grátt flannel hefur verið mikið í tízku undanfarið, en aldrei meira en núna. Bryddingarnar eru núna svolítið inn á boðungnum, en hafa verið undanfarið á kantinum. Stundum eru þær hafðar tvær eða brjár í röð. Þetta er rétta síddin á jökkunum núna og pilsið er með loku- fellingum til að gefa rétta vídd. Hún kostar 2895.00 kr. < Verzlunin Markaðurinn Dragt úr ekta silki í sterkrauða tízkulitnum, en blússan og fóðrið í jakkanum, sem er líka úr ekta silki, er í enn nýrri tízkulitum, sem sé appelsínurauðum litbrigðum, og segir verzlunarstjórinn að það sé það nýjasta, hvort sem það nái fótfestu hér eða ekki. Þessi dragt, eins og önnur föt verzlunarinnar, nýtur sín vel í glæsilegum húsakynnum hennar. „I mínum augum er það beinlínis menningaratriði, að í Reykjavík séu til verzlanir, sem standa jafnfætis því bezta erlendis, livað húsakynni og annan aðbúnað snertir,“ sagði Ragnar Þórðarson forstjóri. Dragtin kostar kr. 3600.00. Verzlunin Ríma > T. v. stuttur rúskinnsjakki, dökkbrúnn og einfaldur í sniði, en t. h. er síð, dökkbrún rúskinnskápa. Hún er skorin í sundur á mjöðmum og ganga vasar niður í saumana. Jakk- inn kostar 1975.00 kr. og kápan 3485.00 kr. Fyrirsæturnar: Markaðurlnn: Verzl. Guðrún: Verzl Rkna: Verzl. Eygló: Guðrún Bjamadóttir Svanhildur Jakobsdóttir Rannveig Ölafsdóttir Sunna Borg Guðrún Ölafsdóttir Jóhanna Guðjónsdóttir Sigrún Guðmundsdóttir Hrafnhildur Gunnarsdóttir Bryndís Guðjónsdóttir Sigrún Ragnarsdóttir VIKAN 27

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.