Vikan - 24.05.1962, Blaðsíða 33
MISSKILNIN GUR. ^bíósætunum? skaut Rune inn i og
f~allir hlógu.
Framhald af bls. 9.
Alltaf varð hann að vera að leita
að einhverju sérstöku, sem ekki var
til. Stelpur voru ekkert sérstakar
eða merkilegar og Maríanna ekki
frekar en aðrar. Þær ætluðust ekki
til hess, að komið væri fram við
]iær eins og ævintýraprinsessur.
Hann gekk til hennar og leiddi
liana af stað.
— Þú situr hjá mér, er það ekki?
spurði hann og þrýsti liandiegg
hennar. Hún leit snöggt á liann og
kinkaði kolli án nokkurra svip-
brigða.
í myrkrinu í kvikmyndahúsinu
tók hann um hönd hennar og hún
veitti ekkert viðnám. f kvöld skyldi
það verða hún, sem hann kyssti í
portinu. Það hafði hann þegar dreg-
ið alltof lengi.
Hann hafði ekki mikinn áhuga
fyrir myndinni. Það var þetta
venjulega, þeir riðu, skutu og kysstu,
án þess að gera sér það ómak að
hoppa af hestinum. Það virtist svo
fjári auðvelt. Hann öfundaði þá, en
fyrir þessa manntegund var það
sjálfsagt ekkert vandamál hvenær
og hvern maður ætti að kyssa. Hann
hafði nú aldrei gengið lengra en
það að kyssa.
Eins og af tilviljun lagði hann
höndina á hné lienni. Ilún hreyfði
sig ekki. 1 gegnum pilsið fann hann
ylinn frá húð hennar. Hjarta hans
barðist um. Hann sneri sér hægt
við og leit á hana. Hún sat og beit
á vörina.
Eftir það hugsaði hann ekki meira
um myndina. Hann hugsaði um það,
að það var áreiðanlega i kvöld, sem
þau gömlu heima fóru að spila hjá
Óskarssons fólkinu. Þau voru vön
að koma seint heim. Það voru að
minnsta kosti tveir tímar, sem þau
gætu verið ein og ótrufluð.
í kvöld! Það skyldi verða i kvöld.
Allt í einu fannst honum, að þetta
kvöld mundu öll hans vandamál
leysast. Enginn órói lengur, engin
spenna, engin heilabrot. Það var
furðulegt að lausnin hafði verið
svona nærtæk og að hann hafði ekki
komið auga á hana.
Ljósin voru kveikt, forhengið
slóst saman eins og tveir stórir
vængir og bekkirnir tæmdust smátt
og smátt. í hópnum, sem streymdi
út, kom hann auga á hvítgult hárið
á Jane og nýja jakkann hans Eke
og þarna var Rulii og vingsaði glað-
lega doppóttum trefli. Hin voru
þegar komin út.
— Heyrðu, hvíslaði Sune lágt, við
stingum af, hvað segirðu um það?
Röddin var óvenju ráin, þótt hann
reyndi að hvisla.
Augu Maríönnu voru einkennilega
stór og gljáandi, eins og hún hefði
ekki enn stillt þau af kvikmyndinni
yfir á veruleikann. Hún kinkaði
kolli. Hann hélt enn um hönd henn-
ar og fingurnir voru iskaldir við
brennheita hönd hans.
Klíkan stóð þarna eins og straum-
brjótur í fólksstraumnum og fram-
hjá var ekki hægt að komast óséð-
ur. Þá var eins gott að ganga beint
til verks.
— Voruð þið að hugsa um að
sitja á næstu sýningu? spurði Eke
háðslega. Hann horfði á samflétt-
aða fingur þeirra. Einu sinni var
það Eke, sem hélt um hönd henn-
ar, Eke, sem lcyssti hana, en það
var nú búið að vera.
— Eruð þið mcð fasta áskrift að
— Auðvitað. Ársáskrift. Hvað
hélduð þið? Hann varð að taka á
öllu til að sýnast rólegur eins og
venjulega. Hann reyndi að hlæja,
en hláturinn stóð í honum og varð
eins og hósti. Hann þoldi ekki að
þau horfðu öll á hann og sleppti
hendi Mariönnu.
— Jæja, við erum að fara, sagði
bann hraðmæltur, og það var eins
og orðin héngu lengi vandræðaleg
í lausu lofti.
—■ Fara? Hvað er á seyði?
— Hafið þið heyrt það, ha? Þau
eru að fara. Hvenær kviknaði þetta
eiginlega?
— Eina stundina hefur maður ekki
minnstu luigmynd um neitt, og þá
næstu eru þau bara hérumbil trú-
lofuð!
— Látið ekki ímyndunaraflið
blaupa með ykkur í gönur, væri
það e!<ki betra?
Þetta var það fyrsta, sem Mari-
anna sagði. Hún liafði dregið upp
greiðu og spegil. Ilún slóð þarna
skökk til að reyna að halda tösk-
unni á mjöðminni, og einblíndi inn
i spegilinn.
Skyndilega sá hann eftir öllu
saman. Þessi hlátur og allar þessar
glósur. Meira að segja Marianna
var framandi og ógeðsleg. Þau voru
öll eins og af öðrum kynflokki, eins
og Marzbúar. Ekkert nema augu og
munnur, leitandi og gleypandi. Þetta
var andstyggilegt.
— Komdu, sagði liann snöggt og
dró hana með sér áður en hún gæti
lokað töskunni. Það var um að gera
að komast burt frá þeim, hann
heyrði í þeim liláturinn langar
leiðir.
— Æ, þú meiðir mig! Ég get ekki
gengið svona bratt á þessum hæl-
um, Sune!
Hann æddi fyrir liornið og stanz-
aði þar. Andardráttur hans var
hraður og þungur, hjartað sló eins
og hann hefði hlaupið óravegi. Hann
losaði takið á handlegg hennar.
— Af hverju varztu svona illur?
spurði hún lágt.
Hann leið niður. Ekki gat hann
sagt henni að hann gæti ekki þolað
þau, hvorki hana né öll hin.
— Það var ekkert, sagði hann
kuldalega. Mér fannst bara að við
þyrftum ekki að vera þarna leng-
ur. Ég er bara ekki i þannig skapi.
— Þá er kannski bezt að ég fari?
Hann gaut til hennar augunum.
Það vantaði nú bara að hún færi
aftur til þeirra og segði þeim alla
sólarsöguna — hún mundi heldur
betur verða krydduð með hlátra-
sköllum. Nei, það gat alveg eins
orðið hún eins og einhver önnur,
og i kvöld hafði hann tækifærið.
— Nei, því ættirðu að gera það?
sagði hann hlæjandi, við erum þeg-
ar lögð af stað, er það ekki?
Þá smeygði hún handleggnum i
handarkrika hans.
— Jæja, allt í lagi.
Hugsanir hans voru allar á ring-
ulreið. Hann var á leið heim með
stelpu í mannlaust húsið. Hvernig
yrði framliaidið? Hann óskaði þess
að hún segði eitthvað til að rjúfa
þögnina, kannski mundi hann þá
heyra það á henni hvernig henni
væri innanbrjósts. Hún var allt of
örugg, það hefði verið skemmtilegra
að vera sjálfur sá sterkari. í fyrsta
sinn — hann gat ekki ímyndað sér
hvernig það yrði — hann óskaði
þess heitt að það væri annar dag-
ur, annað ár, önnur stúlka og
Aukið
fcgurð
augnanna-
Veljið hvern þann (nýja) litblæ af Kurlash
Mascara kremi sem þér óskið, og sjáið hversu
auðveldlega það gefur augnhárum yðar þann fagra
blæ sem þér hafið alltaf óskað eftir.
Kurlash augnsnyrtivörur fást í næstu snyrti-
vöruverzlun.
Heildsölubirgðir:
H. A. Tulinius
VIKAN 33