Vikan


Vikan - 24.05.1962, Side 36

Vikan - 24.05.1962, Side 36
„AÐ STAUTA Á GÍTAR“ Marga langar að læra einfaldar aðferðir til þess að leika hljóma undir söng og þeir ættu að geta bjargað sér með námi í bréfaskóla Ólafs Gauks. Ólafur Gaukur leit inn á skrifstofu 'hlaðsins um daginn. Hann er gamall kunningi okkar, ekki aðeins fyrir gítarleikinn, sem flestir þekkja hann af, heldur einnig af blaðamennsku, því að hann vann hér á VIKUNNI sem blaðamaður um eitt skeið. — Blessaðir minnizt þið á gítar- skólann i blaðinu — það er alltaf gott að fá ókeypis auglýsingu. — Gítarskólann — hvað er nú J>að? — Þið fylgizt ekki með tímanum hér á. ritstjórninni. Lesið þið ekki blöðin eða livað? Þetta er þjóðþrifa- fyrirtæki hið mesta, sem stefnir að því að kenna sem flestum lands- mönnum okkar grip á gitar. Annars i alvöru talað hef ég verið að vinna við bréfaskóla í gítarleik npp á sið- kastið. Það er nokkuð sniðug aðferð lil að læra að stauta á gítar án þess að þurfa að sækja kennsluna út fyrir heimilið. — Hvað me-ira um þessa sniðugu aðferð? — Hún er svo sem ckkert sér- lega origínal, bara ósköp venjulegur bréfaskóli. Ég sendi hverjum nem- anda átta kennslubréf með viku millibili, en i hverju bréfi eru þrjár kennslustundir, sem hæfilegt á að vera að læra á einni viku. Svo svara ég auðvitað fyrirspurnum nemend- anna bréflega, ef það er eitthvað, sem þeir þurfa að fá frekari skýr- ingar á. — Og heldur þú að nemendurnir læri svo eitthvað á þessu? — Þetta er náttúrlega ekkert 1 átt við fullkomna tónlistarkennslu — ekki einu sinni kenndar nóturnar nema að sáralitlu leyti. Það eru aðeins settar fram einfaldar aðferðir til að leika hljóma undir söng — svona rétt til að fólk geti skemmt sér við það sjálft eða haldið uppi gleðskapnum í samkvæmum. Það eru svo margir, sem gjarnan vilja kunna nokkur grip, enda þótt það hafi aldrei hvarflað að þeim að ieggja út á tónlistarbrautina. Svo verður maður að hugsa um atvinn- una.'Ég e'r hræddur um að það yrði lítið að gera hjá mér, ef allir nem- endurnir mínir væru orðnir gitar- istar. — Og hvernig hefur fólki likað þeíta fyrirkomulag? — Ég hef ekki fengið neinar kvartanir. I>að virðast allir mjög á- nægðir, enda væri það eitthvað skrýtið ef það gæfisl ekki vel hér, því að þetta hefur gefið góða raun og verið mjög vinsælt um allan heim árum saman. Þetta er nefnilega ekk- ert nýtt, eins og ég sagði áðan, að- eins nýjung hér. — Ilefur þú marga nemendur? — Ég hef eins marga og ég kemst yfir að anna. Það er ekki hægt að taka ótakmarkaðan fjölda — þarf að svara bréfum og senda kennslu- bréfin reglulega. Það er talsvert stúss að sjá um að þetta sé allt í lagi. Maður er alltaf á þönum. Ég er meira að segja á hraðri ferð núna, ætlaði bara að líta inn og sjá hvernig þið hefðuð það. En þú gætir kannski minnzt eitthvað á „fyrirtækið“ í blaðinu. Og i guðana bænum gleymdu ekki að taka fram að gítar- skólinn hafi pósthólf númer 806 i Reykjavík. ★ WEST SIDE STORY. Framhald af bls. 19. boröið og um leið fleygði hann sér ofan á hana. Hún fann lærvöðva sina slrengjast ósjálfrátt þegar hann tók að dynta sér aö kviði hennar um leið og hann tók að fletta hana klæðum rneð þeirri hendinni, sem honum var iaus. „Láttu hana fá það, sem hún þarf með,“ hrópaði Diesiilinn eggjandi. „Sýndu henni hvernig Kanarnir sitja inerhryssi. Hún getur þá sagt Chino það ....“ „Taktu þessu með ró, skepnan þín,“ sagði Arabinn og barði hana. „Þér verður nauðgað hvort eð er, svo Þú ættir bara að taka því með ró og reyna að hafa eitthvert gaman af athöfninni ....“ Þá íann Arabinn gripið i sig aftan frá. Það var Diesillinn. „Lyfsalinn er að koma,“ mælti hann lágt. Þótt Arabanum væri það ekki ljúft, reis hann á fætur og lét Anítu lausa. Hún fann lyfsalann stara á sig opn- um munni, siðan heyrði hún hann hella skammaryrðunum yfir þá félaga og ógna þeirn með því, að þeir yrðu latnir gjalda gerða sinna. „E'rtu ómeidd?" spurði hann Anítu. Hún beit á jaxlinn og reyndi að lagiæra riíin föt sin. „Bernardo hafði á réttu að standa," mælti hún og reyndi að verjast gráti. „Og ef ég sæi annanhvorn ykkar eða báða liggjandi dauða og blóðuga á götunni, mundi ég skyrpa á ykkur .... “ „Þú ættir að halda heim,“ mælti lyi'salinn og reyndi að róa hana. „Nei, láttu hana ekki sleppa," hróp- aði Arabinn. „Hún segir Chino að Tony ....“ Arabinn hljóp i veginn íyrir hana og varnaði henni út- göngu. Aníta réðist á þá. „Ég skal segja ykkur skilaboðin, svo þið getið komið þeim til félaga ykkar,“ hrópaði hún. „Segið þeim morðingja, að hann sjái Maríu aldrei framar." Hún hló, hátt og storkandi. ,,Þið skuluð segja hon- um að Chino hafi komizt að öllu saman og að hann hafi .... skotið hana til bana.“ Hún skellti liurð að stöfum á hæla sér. Lyfsalinn studdist við afgreiðslu- borðið. „Guð minn góður — ég' verð að segja honum það,“ stundi hann. Svo sneri hann sér að þeim félögum og hrópaði: „Komið ykkur út tafar- laust. Reynið að komast einhvers stað- ar í kirkju, svo þið haldið þó grið- um .... “ „Við skulum koma.“ Diesillinn gaf Arabanum bendingu um að fylgja sér. „Hvert?" „Þú getur sjálfur ráðið því,“ svar- aði Diesillinn um leið og þeir hurfu á brott. „Suður, norður, austur eða vestur .... sama er mér .... “ TlUNDI KAFLI. , Tony hljóp eins hratt og fætur tog- uðu, án þess hann vissi sjálfur hvert. Hún var horfin, hann mundi aldrei sjá hana framar. Sekt hans var meiri en svo, að hann fengi risið undir henni. Og þessu var ekki lokið enn. Chino hafði enn verk að vinna. Hann vissi ekki hvað Chino hafði í hyggju, en hann vissi hvað hann hafði sjálfur i huga. Hann ætlaði að hafa uppi á Chino, og Chino skyldi ekki komast hjá þvi að drepa hann líka. Það var eina leiðin til að binda endi á það, sem orðiö var. Og Tony vildi fá þessu lokið sem fyrst, þvi að hann gat ekki afborið það að lifa lengur. Það var margt manna á götunum. Hann æddi framhjá þeim; heyrði þá ræða um einskisverða hluti. Lög- reglubill nálgaðist og hann skauzt inn i undirgöng á meðan hann þaut framhjá. Hann leit inn i veitinga- stofu, en Chino var þar hvergi sjáan- legur, og nú varð honum ljóst, að hann mundi aldrei hafa uppi á hon- um, ef hann leitaði hans úti á göt- unni — hann yrði að fara inn i garð- ana að baki sambyggingunum, þar sem Porteríkanarnir bjuggu, niður í kjallarana, kannski líka upp á þökin. Hann varð að sjá svo um að Chino bærist það til eyrna, að Tony væri ekki að flýja hann, heldur að leita hans. „Chino!" hrópaði hann hárri röddu, þegar hann kom inn í garðinn, inn á valdasvæði þeirra, Hákarlanna. Svo dró hann djúpt andann og hrópaði enn eins og hann mátti: „Komdu, Chino .... Komdu, ég bið þín hérna .... “ Hann heyrði einhverja hreyfingu, teygði út armana og sneri barmi að, svo skotið gæti ekki misst marks. En það var ekki rödd Chinos, sem nefndi nafn hans i myrkrinu. Þar var Allra- skjáta komin, hún hafði bersýnilega verið i njósnaferð. „Ertu snarbrjál- aður,“ hvíslaði hún. „Veiztu ekki að þút ert kominn inn á yfirráðasvæði þeirra." „Farðu frá . ... “ Hann hratt henni til hliðar. Og svo kallaði hann enn sem fyrr. „Chino .... komdu! Komdu — ég bíð .... “ AUraskjáta greip um arm honum og reyndi að toga hann með sér inn í undirgang. „Þeir ....“ „Gættu þin,“ hrópaði hann og sló hana flölum lófa í andlitið. Hann sá ijós kveikt í nokkrum gluggum. „Chino ....“ kallaði hann. „Hvar í fjandanum heldurðu þig eiginlega. Ég bíð .... Fljótur nú .... “ Kúlan hæfði hann í brjóstið. Hann hneig niður og fann heitt blóðið streyma úr vitum sér. Og honum þótti sem hann sæi hvitklædda veru koma hlaupandi í áttina til sín og kalla á sig með nafni. María kraup á kné við lík hans og tár hennar runnu niður á ásjónu þess, sem starði brostnum augum upp í myrkan næturhimininn. Tony V/yzek, sem hafði látið lif sitt áður en sagt varð með sanni að hann hefði lifað lífi sínu. Svo reis hún seinlega á fætur. Hún sá Allraskjátu koma fram úr skugganum, og hún bauð henni að nema staðar. „Og stattu líka kyrr þar sem þú ert kominn," mælti hún við Chino. „Og fáðu mér skammbyssuna .... “ Hún snart harðan, fágaðan og kald- an málminn og fann hve skeftið fór vel í hendi. „Hvernig er skotið af henni?" spurði hún Chino. ,,Þarf mað- ur ekki annars við en þrýsta á þennan litla gikk?“ Hún sá Chino lúta við, þegar hún beindi að honum byssuhlaupinu. „Hvað eru mörg skot eftir, Chino?“ spurði hún ögrandi. „Kúla handa þér .... og kúla handa mér? Og þér lika?“ Hún beindi hlaupinu að Allraskjátu, sem stóð í skugganum undir sambyggingunni. „Því að við vorum öll um að drepa hann. Við bróðir minn og ég .... Chino var ekki einn um Það .... “ Hún miðaði á hann skammbyssunni. „Get ég drepið þig, Chino? Og loks sjálfa mig .... “ 1 sömu svifum var hönd lögð á öxl henni og hún heyrði talað til sín, 36 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.