Vikan


Vikan - 07.06.1962, Page 2

Vikan - 07.06.1962, Page 2
f fullrí ulvöru Dulbúin þrælkun Ekki alls fyrir löngu las ég grein í velmetnu, erlendu timariti, þar sem segir frá því hvernig „sér- fræðingi" nokkrum hefur tekizt að lengja starfsdag yfirmanna viS ýmis fyrirtæki um allt að 10,5%, þótt þeir hafi sama vinnutima og áður, með þvi að skipuleggja svo allt þeirra athæfi, að gernýtist hvert andartak. Þetta var merkilegasta grein, þar sem allt er sannaö með útreikningum, byggðum á nákvæm- um athugunum og mælingum. Með því að láta forstjórana nota teygjureimar, svo þeir geti smeygt fæti í skóna, lengist starfsdagurinn um tvær sekúndur. Venji þeir sig á að snaka sér i yfirhöfnina á leið- inni frá fatahenginu og út og úr henni á leiðinni inn úr dyrunum, lengist dagurinn til afkasta um 24 sekúndur. Sérstök, hnitmiðuð liand- beiting styttir rnkstur með raf- magnsvél um 50%. Annað var svo eftir þessu. En auk þess tókst sérfræðingi þessum að auka afkastagetu for- stjóranna um allt að 25% — t. d. með því að venja þá af að segja „you see‘ í tima og ótíma og „you got it?“ þegar þeir lásu fyrir einka- ritara sínum. Loks segir í greininni, að kennsla i þessari „sérfræði" sé þegar hafin við ýmsa háskóla, en hinna útskrifuðu bíði mikið og þjóðhagslega mikilvægt starf við að „lengja starfsdag" manna í alls konar fyrirtækjum. Sú kennisetning, að hver maöur sé frjálsborinn, og að það sé ein- hver hinn alvarlegasti glæpur að hneppa náunga sinn í þrældóm eða selja í ánauð, er liornsteinn alls lýðræðis, enda eitt af grundvallar- atriðunum í mannréttindaskrá Sameinuðu þjóðanna. „Frjáls mað- ur“ hefur frá öndverðu táknað hið eftirsóknarveröasta hlutskipti í líf- inu, en „þræll' þau ömurlegustu örlög, sem orðið geta. í þann tíð er þjóðskipulagið byggðist á opin- beru þrælahaldi voru liugtök þessi skýrt afmörkuð — i nútíma þjóð- félagi, þar sem opinbert þræla- hald er bannað með lögum, verða þau hins vegar svo víðtæk og óskýrt afmörkuð, þótt kynlegt megi virð- ast, að skilgreining þeirra er næsta torveld. Nú er margur talinn frjáls þótt hann sé það í rauninni ekki. Maðurinn getur, þegar allt er skoð- að, verið ánauðugur þræll, jafnvel þótt hann geri sér það ekki Ijóst — njóti meira að segja allra opin- berra réttinda sem frjáls maður. Menn eru í ánauð nautna, aðrir skoðanaþrælar og enn aðrir í viðj- um skulda, svo þeir mega ekki um frjálst höfuð strjúka. Þannig mætti lengi telja. Þar er þó einungis um óbeina þrælluin að ræða, auk þess yfir- leitt sjálfskaparvíti, þótt það geri hana elcki bærilegri þeim, sem liana verða að þola. Hitt er iskyggi- legra, að dulbúin Jirælkun færist nú stöðugt í vöxt í öllum menn- ingarríkjum, þótt þar sé lýðræði Framhald á bls. 39. Sími 13591. DELTA DÖMUBUXUR eru , viðurkenndar fyrir: snið sem allaf situr vel, glæsilega tízkuliti og úrvals efni: Ullarefni — Terelyn — Helenca Stretch og Phrix SBK sem er alveg nýtt gerfiefni. Heildsölubirgðir: YLTJR H.F. V 2 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.