Vikan


Vikan - 07.06.1962, Side 4

Vikan - 07.06.1962, Side 4
Brottför frá Reykjavík: Þriðjudagur 24. júlí. Lengd ferðar: 15 dagar. Verð kr. 6650,00 (miðað við þátttöku fjögurra). Einstaklingsferð, án fararstjóra. VW-FERÐ UM NORÐURLÖND FYRIR FJÖLSKYLDUR OG FÁMENNA HÚPA Réttlát reiði ... Kæra Vika. Það er margt undarlegt í henni veröld, t. d. þetta mál, sem ég skrifa um. Ég er „krakki“, eins og kallað er. Allt frá því ég man fyrst eftir mér, var verið að brýna fyrir mér að bera virðingu fyrir fullorðna tólkinu. Ég býst við, að fleiri hafi svona sögu að segja. Við eigum að vera kurteis (út á það hef ég ekk- ert að setja), þéra það og vera auð- mjúk, þegar við biðjum um eitthvað. En „það“ þarf ekkert að gæta kurteisi við okkur. Nei, nei, það má skamma okkur, jafnvel leggja hend- ur á okkur, ef því býður svo við að horfa. Hvernig á maður að geta borið virðingu fyrir svona mann- skap, getur þú sagt mér það? Mér finnst það ákaflega súrt í broti, þeg- ar ég geri mér far um að vera kurt- eis og þéra það og fá svo ekkert nema óforskömmugheit i staðinn. Þótt maður reyni að láta það ekki sjást, að manni mislíki, þá hlýtur maður að finna til réttlátrar reiði, og það getur enginn láð manni það, eða hvað finnst þér? Einhvern tíma hafa þessar skrítnu manneskjur verið ungar og i'undið til sömu kennda — þvi ekki að vera skiln- íngsrikur og iíta i eigin barm? Skólastúlka. —-------Gamalt og gott máltæki segir okkur, að „enginn verði obarinn biskup" — og meðan við höfum enn ekki nægilegan þroska tii þess að komast áfram í þess- um heimi, verðum við að sætta okkur við handleiðslu reyndari manna. Þú mátt fyrir alla muni ekki halda, að allt það sem þér mislíkar í fari fullorðna fólksins sé sprottið af eintómri illkvittni — oftast er allt „tuskið“ vel meint. En jafnvel þessum lífs- reyndu uppaldendum getur aug- sýnilega orðið ýmislegt á, og skil ég mætavel að þér þyki það súrt að fá ekki annað en „ófor- skömmugheit“ fyrir alla kurteis- ina. — Ég er eiginlega farinn að sáröfunda tilvonandi börn þín af því uppeldi, sem þau hljóta að fá. Þér fáið spánýjan Volkswagen bíl til afnota í 15 daga og getið ferðazt að vild. Ferðaskrifstofan LÖND & LEIÐIR Tjarnargötu 4. — Sími 20800. Rithöfundur af lífi og sál ... Heiðraði Póstur. Ég lief, frá þvi ég var drengur innán við fermingu, gengið með þann leiða löst að verja öllum mín- um tómstundum i að skrifa. Skrifa sögur, ljóð o. fl. En þar sem ég er fremur hlédrægur maður, hafa engir aðrir en konan mín, foreldrar og örfáir aðrir séð jiessar ritsmíðar. Þetta fólk hefur sagt, að þetta væri allt gott, sæmilegt og sumt ágætt. Auðvitað legg ég lítið upp úr þeim dómum, eins og skiljanlegt er. Nú er svo komið, að þessar rit- grillur mínar eru allt að því farnar að tefja eða réttara sagt glepja mig við mín daglegu störf. Ég sé því ekki annað ráð vænna en reyna að fara að koma einhverjum ritsmtð- anna fyrir almennings sjónir og vita, hvort þær eru þess virði að eytt sé tíma i að semja þær, og hvort þær séu takandi i blöð og timarit. Ef svo er ekki, þá get ég með góðri, en að sjálfsögðu dapurri samvizku, hætt öllum mínum ritórum og reynt að láta þá hverfa í djúp anna ókom- inna ára. Eftir þennan formála koma svo nokkrar spurningar varðandi þetta efni, sem ég vonast eftir að fá sem gleggst svör við: a) Eru ekki einhver tímarit hér á landi, sem eingöngu eru helguð byrjendum ritlistarinnar? b) Ef svo er, hver eru þau og hvar staðsett á landinu? c) Tekur Vikan sögur eða ljóð til birtingar, sem lienni berast og hæf þykja til prentunar? d) Greiðir hún (þ. e. Vikan) eða önnur timarit einhverja þóknun til höfunda birtingarhæfra rit- smíða? Með fyrirfram kærri þökk, Þórir haustmyrkur. --------Ef þessar ritgrillur þín- ar eru, eins og þú segir, „leiður löstur“ held ég þú ættir að leggja þetta á hilluna. En við skulum samt vona, að svo sé ekki, og finnst mér sorglegt til þess að vita að þú hrúgir upp ritverkum, sem enginn fær að sjá, nema þínir allra nánustu. Hér á landi þrífast engin tímarit, sem einvörðungu eru helguð byrjendum, enda varla von. Hins vegar eru fjöl- mörg tímarit, sem þiggja til birt- ingar ritsmíðar, sem eitthvað er í spunnið — og greiða m. a. s. þóknun fyrir — og er Vikan eng- in undantekning. Veldu nú úr einhverja beztu ritsmíð þína — t. d. stutta smásögu — og sendu okkur. Við lofum engu um það, hvort hún verður birt, en þú ger- ir ekki' meira en að reyna. Mér finnst þú ættir að senda fleiri tímaritum ritsmfðar þínar, ef þær eru eins góðar og þínir nán- ustu vilja vera láta. f versta til- falli færð þú þær í hausinn aftur. Það er allt betra en að sitja með sveittan skallan og skrifa og skrifa einungis fyrir ruslakörf- una. Miðnætti í Moskvu ... Kæri Póstur. Mér datt svona í hug að setja sam- an nokkrar ljóðlínur við þetta vin- 4 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.