Vikan - 07.06.1962, Page 16
Sálkreppur og
sálgreining
UPP-
SPRETTA
OTTANS
Brosleg hræðsla.
Átta saumaklúbhsyinkonur sitja við glaðvært mas
i vistiegri stofu. Áhyggjuleysi og jjæginclakennd
markar viðmót þeirra. Grá mús jíýtur yfir gólf-
teppið, og í sömu andrá víkur glaðvært áhyggju-
leysi kvennanna fyrir skelfingu. Þeim finnst stof-
an eins og fangaklefi, sem loki jjær inni hjá hætt-
unni, og hver og ein reynir að forða sér. Þær
finna til andþrengsla, eins og brjóst og háls herp-
ist saman.
Hvað oili skelfingu þeirra? F.ngum þykir mús
hættulegt dýr í alvöru, likt og ljón eða eiturslanga.
Hún er í flestra augum meinlaust, hreinlegt og
fallegt dýr. Skelfingin, sem fólk verður gripið í
návist músar, er í raun ekki hræðsla við músina,
heldur eðlisgeigur mannsins sjálfs, sem hann reynir
að réttlæta með tilvist meinlauss dýrsins.
Við getum greint milli hræðslu og ótta. Hræðsla
vaknar gagnvart ákveðinni ógnun. Við vitum, hvað
við hræðumst. Hræðsla barns við grimman lnind
og reiðan mann er trúverðug. Óttinn aftur á móti
sprettur ekki af jæirri ytri orsök, sem upp er gefin,
heldur af dulvituðum geig djúpt í sálarlifi okkar.
Við finnum honum tylliorsök til þess að réttlæta
hann. „Óttinn ferðast ailtaf undir dulnefni,“ eins
og Lersch orðar það hnyttilega.
Annars kynni hann að verða broslegur, jafnvel
í augum hins óttaslegna sjálfs. Og vcrður jjað ó-
neitanlega. Settleg frú, sem stekkur æpandi upp
á stól vegna ímyndaðrar eða raunverulegrar músar,
segir með vorkunnháðsku brosi frá þessari
heimskulegu hræðslu sinni, sem þjáir hana síðan
hún man fyrst eftir sér. Það er eins og hana gruni,
að óttinn eigi sér alvarlegri uppsprettu en mein-
lausa músina.
Ótti af þessu tagi, sem við kennum daglega við
einhverja gervi-orsök, j)jáir margan mann. Fræði-
menn greina hana í ýmsar tegundir og kalla fóbíur.
Margar tilraunir hafa einnig verið gerðar til djúp-
16 VIKAN
færari skýringa. Ótti fylgir jafnan taugavciklun,
og sumir kalla hann eitt öruggasta auðkenni henn-
ar. Sú hugmynd virðist þvi nærtæk, að bæði eigi
sér sömu uppsprettu: Röskun innra samræmis í
sálarlifinu. Sú röskun gerist að miklu leyti I dul-
vitund okkar, svo að einstaklingurinn megnar ekki
að skýra hana fyrir sér hjálparlaust. Þess vegna
leitum við að tylliorsök óttans. Músin, köngulóin,
ánamaðkurinn, myrkrið verður skýring á óræðum
geig, sem rótfestist djúpt í eðli minu, e. t. v. i frum-
bernsku.
Kynþrá og angist.
Höfundur sálgreiningarinnnr, Sigmund Freud,
sem drýgstan skerf lagði fram til að skýra tauga-
veiklun, reyndi einnig að grafast fyrir rætur ótt-
ans. Að lians dómi er óttinn sálrænt ástand, sem
myndast á bernskuskeiði, oft jafnvel i frumbernsku.
„Fyrsta angistin, sem gagntekur barn:ð, sprettur
af aðskilnaði þess frá móðurinni. Fyrsta stig að-
skilnaðarins er fæðingin. Hún veldur barninu sárs-
auka — stundum jafnvel s'ysum — og ])ó að það
sleppi við köfnunaraðkenningu í fæðingu, finnur
það til hennar um leið og nærandi blóðstraumur
móðurlíkamans er rofinn og öndunarfæri þess
taka sitt fyrsta viðbragð, til þess að fullnægja súr-
efnisþörf líkamans. Geðlæknar þekkja ótalin dæmi
um sálræn áföll, sem börn urðu fyrir i fæðingu
(Geburlstrauma) og síðar leiddu til torskilins ótta
og taugaveiklunar.
Hvítvoðungurinn er þó ekki að ful'u skilinn við
likama móðurinnar, Hann fær næringu sína úr
brjóstum herinar, en um leið veita þau honum
likamsnautn, sem fróar kyneðli hans. Þvi að barn-
ið er kynvera og lifir sinu sérstaka kynlifi alla
tið frá fæðingu. En jafnskjótt sem siðakröfur sam-
fé agsins síjast inn í vitund barnsins, tekur það að
bæ.a niður kynþrá sína til foreldrisins, en bæði
Framhaid á hls. 38.
Prjónakjóll
Hér kemur uppskrift af óvenju-
fallegum kjól.
Stærð: 42.
Efni: 1300 gr. af grófu ullargarni,
það grófu að 14 I. prjónaðar á prjóna
nr. 7, mæli 10 cm.
Fóður i pilsið og renr.ilás.
Brydding á jakkann eins og mynd-
in sýnir, til greina koma satin, ullar
og heklaðar bryddingar.
Kjóllinn er prjónaður með sléttu
prjóni, sem er prjónað slétt frá réttu
og brugðið frá röngu.
Nauðsynlegt er, að grófleiki garns-
ins fylgi nákvæmlega áður uppgefnu
stærðarhlutfalli og sniðið sé athugað
jafnóðum og prjónað er.
Bakstykki (jakkinn): Fitjið upp
70 1. og prjónið 70 prjóna án út-
aukningar. Takið úr fyrir ermum
báðum megin, 3, 2 og 1 1. i byrjun
prjóns frá réttu. Prjónið áfram 32
prjóna. Fellið af fyrir öxlum: 2x7
1. og 1x6 1. Lykkjurnar sem eftir
eru (18), eru felldar af í cinni um-
ferð.
Hægra framstykki: Fitjið upp 38
r I. og prj. 70 prjóna eins og á aftur-
stykki. Fellið þá af fyrir ermum,
3, 2 og 1 1. Prjónið áfram 20 prj. og
fellið þá af fyrir hálsmáli: 6, 2, 2, 1
Framh. á bls. 34.