Vikan


Vikan - 07.06.1962, Side 20

Vikan - 07.06.1962, Side 20
> Árni Einarsson í enskum frakka frá Wetherlux, London. Frakkinn er úr ensku alullarefni, mjög léttur og fæst í Herradeild P&Ó. Efnið er regnvarið, en að innan er hann fóðraður með lausu fóðri, sem hægt er að taka úr með einu handtaki. Verð kr. 2.530,00. Hatturinn er enskur frá Lees. Hann er mjög brezkur að gerð, léttur og mjúkur. Takið eftir börðunum, sem rúllast að kollinum. Hanzkarnir eru úr svínaskinni. < Bjarni Árnason sýnir stakan jakka frá Þýzkalandi, sem kostar kr. 895,00. Jakkinn er með ítölsku sniði og algjör nýjung hér; mjög stuttur, þversniðinn að neðan og hnepptur á fjórar tölur. > Árni Einarsson sýnir peysu úr mjög grófprjónaðri, íslenzkri ull, hentuga fyrir hverskonar sport og ferðalög. Kraginn er samkvæmt nýjustu tizku og hálsklúturinn er nýjung, notaður við sportskyrtur opnar f hálsinn. Húfur af þessari gerð hafa orðið mjög vinsælar í Evrópu að undan- förnu. Buxurnar eru úr terrylene og kosta kr. 785,00, peysan kostar kr. 460,00 og húfan kr. 325,00. > Þráinn í Ijósum sumarfötum frá Herra- deild P&Ó eins og allur þessi fatnaður. Fötin eru úr þýzku ullarefni og kosta kr. 2.545,00. Við þessi föt hefur hann vesti úr sama efni, sem mjög er í tízku núna. Bindið er úr ull og terrelene. < Hér er Örn Hauksson í þýzkum frakka úr þykku tveed. Frakkinn er með raglan ermasniði og fremur stutt- ur. Spællinn er látinn liggja laus. Verð kr. 1.690,00. Hatturinn er þýzkur, svarr- blár og kostar kr. 298,00. Skórnir eru frá Skósölunni, Laugavegil. Hér sjáið þið Örn Hauksson í ullar- peysu af nýjustu gerð. Hálsmál og vasar eru bryddaðir með leðri. Þetta er hentug skólapeysa og til daglegrar notkunar fyrir unga pilta. Skyrtan er með prjóni í gegnum flibbann, sem mjög er í tízku núna. Verðið á peysunni er kr. 495,00 en skyrtan kostar kr. 386,00. > Bjarni Árnason í enskum terrylene- frakka, dökkbláum. Frakkinn er fis- léttur og vatnsheldur, vasarnir þver- sniðnir með vasalokum. Auk þeirra er Iítill vasi, hentugur fyrir smámynt og þessháttar. Verð kr. 2.530,00. Hatturinn er þýzkur, nýjasta tízka og kostar kr. 298,00. Regnhlífin kostar kr. 395,00. ftAmoyn/vift, IAMjDu 1962

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.