Vikan - 07.06.1962, Side 22
Þetta er verðlaunabíllinn
VOIKSWAGEN * tat
Að verðmæti kr. 120,000,00 sem
VIKAN veitir einum lesenda sinna
í verðlaun að endaðri getrauninni
Nú gerum við drauminn um eigin bil að veruleika fyrir þann sem happið hlýtur. Enda
þótt okkur virðist nokkuð margir bílar á götunum, þá eru hinir fleiri, sem verða að ferð-
ast á tveim jafnfljótum, með rútubilum eða strætó. Af skiljanlegum ástæðum á flestallt
það fóik þann draum sameiginlegan að eignast bil. Þessi ósk verður aldrei áleitnari en
einmitt Þegar sumarið fer i hönd. Þá langar fólk til þess að bregða undir sig betri fæt-
inum, kynnast landinu og svo er blessað sumarleyfið framundan. Og um það leyti verður
dregið úr réttum lausnum í þessari getraun og einn lesenda Vikunnar verður svo ham-
ingjusamur að fara í sumarleyfið á splunkunýjum Volksvvagen.
Þar kemst ekki eitt rykkorn inn
Þegar Volkswagen var nýr og óþekktur bill,
var sögð sú saga af honum og þótti ótrúleg,
að einn slíkur bíll hefði dottið út af skipi og flotið,
þegar liann Ienti í sjóinn.
Þetta þótti nú ekki sennilegt í þá daga,
því menn áttu eftir að sannreyna,
hversu ólrúlega þéttur Volkswagen er.
Þegar hurð er ske.llt aftur, verður helzt
að skrúfa niður rúðu.
Þetta er stór kostur og hvergi betri en hér
á íslandi, þar sem vegirnir eru eins og
raun her vitni. Allir vita livílík óhollusta það er
og ógeð að l'erðast í bíl, sem fyllist af ryki.
En á Volkswagen kemur það ekki til greina;
ekki eitt einasta rykkorn kemst inn í hann,
séu allar rúður vel skrúfaðar upp.
Fólksvagninn
minn og ég
Brynjólfur Karlsson bruna-
vörður er búinn að eiga svo
marga bíla um dagana, að það
er vafasamt að hann muni þá
alla. Frá því að hann fór
fyrst að aka bíl, hefur hann
„verið á kafi“ í bílum, stórum
bílum og litlum bílum, göml-
mn og nýjum bilum, og lik-
lega hafa þeir allir átt það
sameiginlegt, að þeir hafa
farið frá honum betri en þeg-
ar þeir komu. Nú er Brynjólf-
ur búinn að næla sér í Volks-
wagen og nú er hann hættur
að leita að betri bil. Hann er
búinn að finna hann.
Kannski ekki þennan Volkswagen, sem hann á núna, en þá bara einhvern annan
Volkswagen. Nú er hann hættur að tala um „bíla“. Hann talar bara um Volkswagen.
— Hvað er það eiginlega, sem þér finnst svona gott við þessa tegund, Brynjólfur?
„Hvað ...? Það er bara allt! Og ekki nóg með það, heldur athugaðu bara þjónustuna
og viðhaldskostnaðinn, maður! Ég skal segja þér til dæmis. Gangbrettin hjá mér voru
dálítið beygluð og ég fékk mann til að rétta þau fyrir mig. Þegar hann sá brettin, sagði
hann að ég skyldi skreppa niður í Heklu og athuga með ný gangbretti. Ég gerði það
— og keypti ný á staðnum. Ég held að þau liafi bæði kostað um 190 krónur ...“
22 VIKAN
VERÐLAUNAGETRAUN VIKUNNAR
er hálfnuð
Nú hafið þið fengið í hendúr fimm
blöð með þessari getraun og þar með
er hún hálfnuð. Þið hafið vonandi
klippt getraunaseðlana út og fundið
öll þrjú atriðin í hvert sinn. Það get-
ur víst varla talizt mikil fyrirhofn,
þegar svo dýrlegur hlutur er annars
vegar eins og nýr Volkswagen, 120
þúsund króna virði. Enginn veit,
hvenær heppnin ber að dyrum hjá ein-
hverjum þeim, sem sent hefur réttar
lausnir til Vikunnar. Og nú eru aðeins
fimm blöð eftir þar til getrauninni er
Iökið. Munið að strika hring utan um
þau þrjú atriði á neðri myndinni,
sem breytt hefur verið.